13.4.2010 | 20:19
Endurskoðun Stjórnarskrár Íslands - hefjumst handa.
Endurskoðun Stjórnarskrárinnar er í mínum huga það skref sem nú verður undirbúa og hefjast handa við það starf sem allra fyrst. Með verulegri endurskoðun lagaumhverfis, uppstokkun í stjórnsýslunni og skýrari verkferlum mun einnig margt breytast.
Stjórnarskráin er þá sá grunnur sem nú verður að hefja markvissa vinnu við. Hef mikla trú á hugmyndinni um að efna til Stjórnlagaþings og vinna málið þar af vandvirkni.
Það er sama hverjir taka stöðum í núverandi stjórnkerfi, þar eru gallarnir svo viðamiklir, eins og til dæmis ráðherravaldið að það er eins og að bæta gamla slitna flík sem ekki passar lengur á eigandann.
13.4.2010 | 11:55
Nú er engin leið til baka - úff - enn sá léttir.
Þetta skýrir vel mína líðan í gær, mér fannst ég komin í dyragætt og hurðin mundi síðan lokast að baki mér. Ótrúlegur léttir og um leið ógurlegt að hafa upplifað öll ósköpin, hafa orðið vitni að brjálæðinu, verið hluti af því, hafa reynt að reka fyrirtæki hvað eftir annað, hafa haldið heimili í öllum stórsjónum, verið annar aðalleikandinn fyrstu fjölskyldugjaldþrota sem varð í sýslumannstíð Jóns Ísbergs í Húnavatnssýslum. Svo margt margt annað sem ég hef verið með í á þessum umbrotatímum.
Nú er botninum náð og um leið og allt gamla kerfið er hrunið. Mér er í raun sama núna hvað leikendurnir segja með ábyrgð og þátttöku. Það stendur allt í skýrslunni og hún segir það sem segja þarf. Það mun taka tíma að lesa og ég ætla að lesa.
12.4.2010 | 18:11
Rannsóknarskýrslan - merkur áfangi.
Hlýddi á nefndarmenn fylgja Rannsóknarskýrslunni úr hlaði í morgun. Þar virðist farið vel ofan í mál og túlkað ef einurð. Lesturinn mikli ekki hafinn en kynningin lofar hreinskiptum upplýsingum á læsilegu máli. Ekki dómur heldur upplýsingar um hvað fór úrskeiðis og hvað má gera betur. Allir sem að henni unnu eiga þakkir skyldar fyrir vel unnið verk og ég sem skattgreiðandi er mjög sátt við minn hlut í launagreiðslum til þessa hóps
12.4.2010 | 17:59
Rannsóknarskýrslan - skráning ákvarðana mikilvæg.
Það fyrsta sem mér kom í hug eftir BLAÐAMANNAFUND ársins í morgun var mikilvægi stjórnsýslunnar í öllum stigum samfélagsins.
Þar á ég við þann þátt að allir verkferlar þegar ákvarðanir eru teknar, séu skráðir. Það sem ég á við er að ákvarðanir séu formlega teknar á fundum, að allar fundargerðir séu skráðar og undir þær ritað af þeim sem sátu viðkomandi fund.
Samskipti séu skráð (formleg bréf séu rituð) og gögn varðveitt með skipulegum hætti. Þetta á við í félögum, fyrirtækjum, stofnunum og æðstu stjórnstigum, sem sagt alls staðar um allt samfélagið. Þarna getum við öll komið að bættum stjórnarháttum með því að fylgja þessu þáttum eftir, þar sem hvert okkar kemur að hvers kyns félagsstarfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 02:09
Uppgjör þjóðar við sjálfa sig
Við Íslendingar erum fyrsta land veraldar þar sem fer fram uppgjör þjóðar við sjálfa sig. Merkileg tilraun og mikið frumkvæði til sjálfskoðunar. Rannsóknarskýrslan er fyrsta skrefið og nú er um einn og hálfur sólarhringur þar til hún verður birt. Heilar 2500 blaðsíður og nú mun trúlega hefjast einhver mesta lestrarlota sem um getur hjá einni þjóð. Almennt læsi er líka mikið og það eitt og sér gerir þessa tilraun mun merkilegri. Skoðanaskipti eru almenn og fólk virðist óhrætt við að láta sitt viðhorf í ljós. Samhliða stóru rannsókninni er verið að grandskoða almenna auðgunarbrot og alls kyns fjármálamisferli sem virðast hafa geisað hér sem farsótt. Ólíkt Svínaflensunni eru ekki til byrgðir bóluefnis við þessari pest. Íslensk Erfðagreining hlýtur að hella sér í mikla leit afbrotageni hvítflibbanna hið fyrsta og mun sú leit örugglega vekja heimsathygli. Nú bíð ég mánudagsins og hefst svo lesturinn.
11.4.2010 | 00:41
Horfum til framtíðar
Við erum á leið inn í framtíð en ekki fortíð, um það getum við öll verið sammála. Á síðustu öld hefur orðið meiri samþjöppun í heiminum en nokkurn tíman áður. Við höfum á ógnar hraða kynnst veröldinni í kringum okkur sem mér finnst jákvætt. Þessi kynning mun halda áfram og æ erfiðara verður að standa utan við umheiminn með hverju árinu. Þess vegna meðal annars er okkur afar mikilvægt að ganga til liðs við umheiminn á okkar forsendum og semja um þá hluti við nágranna okkar. Ég hef þá trú að bandalög þjóða munu stækka og samvinna aukast enn frekar. Það er líka eina færa leiðin til að við getum lifað saman í sátt og samlyndi á jörðinni okkar.
10.4.2010 | 16:22
Sjónarmið Útvarpsstjóra vel skiljanleg
Frá mínum sjónarhóli væri það afskaplega óviðeignadi og í raum kolólöglegt er RUV færi að vinsa úr þau fyrirtæki sem sloppið hafa við hverskonar áföll og umtal eftir hrun, þegar kemur að því að veita verðlaun í skemmtiþáttum. Vilhjálmur Bjarnason hefur auðvitað sínar skoðanir og prinsip. Ég ítreka þó að mér fannst einfaldlega ekki staður eða stund til að viðra þau í verðlauna afhendingunni í Útsvari í gærkvöldi.
![]() |
Gjöfin í Útsvari tæpast óviðeigandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 11:40
Samúðarkveðjur til Pólverja
Ég vil votta pólsku þjóðinni mína dýpstu samúð vegna þessa hræðilega flugslyss. Beini orðum mínum sérstaklega til allra pólverja sem búa og starfa meðal okkar hér á Íslandi.
![]() |
Kaczynski ferst í flugslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 23:19
Útsvar og Vilhjálmur Bjarnason
Spurningaþátturinn Útsvar er skemmtilegur afþreyingarþáttur sem RUV á þakkir skyldar fyrir. Okkur veitir ekki af að hífa okkur aðeins upp úr krepputalinu og fréttum að alls kyns fjarmálabraski sem á okkur dynur seint og snemma. Það virkaði því á mig eins og blaut tuska í andlitið þegar VB tók þá ákvörðun að blanda deilum um meðferð eigenda Glitnis á fé bankans, inn í lokaatriði keppninnar. Ég er ekki að gera lítið úr þeim átökum eða þætti VB í því að gæta hagsmuna fjárfesta og eða hlutahafa Glitnis. Tek virkilega ofan fyrir honum á því sviði. En það eru takmörk fyrir öllu, en varðandi það að RUV skyldi velja ferðavinning frá Iceland Express þá er það bara svo að þar fær fólk einfaldlega meira fyrir peningana sína, heldur en hjá Icelandair.
Ég versla í Bónus, er með áskrift að Stöð2 og les Fréttablaðið. Ég er neytandi og versla þar sem mér hentar best hverju sinni.
Afbrot manna á að útkljá fyrir dómstólum, en ekki á götunni eða í beinum útsendingum á skemmtiþætti í sjónvarpi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2010 | 22:25
Vilhjálmur Bjarnason og gjafabréfið
Mér fannst algjör óþarfi hjá Vilhjálmi Bjarnasyni að draga deilumál í bankahruninu inn í lokaþátt spurningakeppninnar Útsvars og það í verðlaunaafhendingu til sigurliðsins. Vilhjálmur hefur haldið málstað hluthafa Glitnis vel á lofti og á heiður skilið fyrir það, en þarna fór hann yfir strikið að mínu mati og það hressilega.
![]() |
Afþakkaði gjafabréf í Útsvari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
168 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar