Útsvar og Vilhjálmur Bjarnason

 

Spurningaþátturinn Útsvar er skemmtilegur afþreyingarþáttur sem RUV á þakkir skyldar fyrir. Okkur veitir ekki af að hífa okkur aðeins upp úr krepputalinu og fréttum að alls kyns fjarmálabraski sem á okkur dynur seint og snemma. Það virkaði því á mig eins og blaut tuska í andlitið þegar VB tók þá ákvörðun að blanda deilum um meðferð eigenda Glitnis á fé bankans, inn í lokaatriði keppninnar. Ég er ekki að gera lítið úr þeim átökum eða þætti VB í því að gæta hagsmuna fjárfesta og eða hlutahafa Glitnis. Tek virkilega ofan fyrir honum á því sviði. En það eru takmörk fyrir öllu, en varðandi það að RUV skyldi velja ferðavinning frá Iceland Express þá er það bara svo að þar fær fólk einfaldlega meira fyrir peningana sína, heldur en hjá Icelandair.

Ég versla í Bónus, er með áskrift að Stöð2 og les Fréttablaðið. Ég er neytandi og versla þar sem mér hentar best hverju sinni.

Afbrot manna á að útkljá fyrir dómstólum, en ekki á götunni eða í beinum útsendingum á skemmtiþætti í sjónvarpi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þetta segir ýmislegt!

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það gera töluð og rituð orð yfirleitt. Þú lest eitt út úr því sem ritað er og svo næsti eitthvað allt annað. Þannig er það bara og svo mun verða áfram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband