Vilhjálmur Bjarnason og gjafabréfið

Mér fannst algjör óþarfi hjá Vilhjálmi Bjarnasyni að draga deilumál í bankahruninu inn í lokaþátt spurningakeppninnar Útsvars og það í verðlaunaafhendingu til sigurliðsins. Vilhjálmur hefur haldið málstað hluthafa Glitnis vel á lofti og á heiður skilið fyrir það, en þarna fór hann yfir strikið að mínu mati og það hressilega.


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Hólmfríður hugsaðu nú málið aðeins, hefðir þú teki við þýfi í beinni útsendingu og orðið þar með meðsek þjófunum ?

Skarfurinn, 9.4.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek undir með síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 9.4.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Hamarinn

Ég líka.

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Hamarinn

Það var ekki Vilhjálmur sem dróg einhver deilumál inn í þáttinn. Þetta var dómgreindarbrestur stjórnenda ruv.

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er nú vandmeðfarið hvernig við eigum að lifa saman með þetta allt saman.

Það eru nú lögin og dómendur sem eiga að úrskurða í deilumálum hluthafa.

En það ræður náttúrlega hver fyrir sig við hverju hann tekur.

Þá má alveg eins segja að það hefði verið háttvísi hjá flugfélaginu að vera ekki að gefa þessi verðlaun.

En það hefði verið gaman ef Reykvíkingar hefðu sigrað og þá aðallega hvað lögreglustjórinn

hefði gert í sporum Vilhjálms.

Kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 22:59

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í tvo daga hefur varla verið fjallað um annað í fréttum en milljarðana 2 sem Glitnir vildi leggja á reikning Fons-gæjans á Cayman-eyju. Og svo reynir RÚV að bera þýfið á Vilhjálm Bjarnason. Þann einstakling sem harðast hefur gengið fram í að draga svínaríið fram í dagsljósið.

Hvernig geta menn búist við að Nýja Ísland rísi úr sæ, þegar þeir sem telja sig helstu upplýsendur þjóðarinnar sýna slíkt dómgreindarleysi.

Ragnhildur Kolka, 9.4.2010 kl. 23:01

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Spurningaþátturinn Útsvar er skemmtilegur afþreyingarþáttur sem RUV á þakkir skyldar fyrir. Okkur veitir ekki af að hífa okkur aðeins upp úr krepputalinu og fréttum að alls kyns fjarmálabraski sem á okkur dynur seint og snemma. Það virkaði því á mig eins og blaut tuska í andlitið þegar VB tók þá ákvörðun að blanda deilum um meðferð eigenda Glitnis á fé bankans, inn í lokaatriði keppninnar. Ég er ekki að gera lítið úr þeim átökum eða þætti VB í því að gæta hagsmuna fjárfesta og eða hlutahafa Glitnis. Tek virkilega ofan fyrir honum á því sviði. En það eru takmörk fyrir öllu, en varðandi það að RUV skyldi velja ferðavinning frá Iceland Express þá er það bara svo að þar fær fólk einfaldlega meira fyrir peningana sína, heldur en hjá Icelandaer.

Ég versla í Bónus, er með áskrift að Stöð2 og les Fréttablaðið. Ég er neytandi og versla þar sem mér hentar best hverju sinni.

Afbrot manna á að útkjá fyrir dómstólum, en ekki á götunni eða í beinum útsendingum á skemmtiþætti í sjónvarpi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2010 kl. 23:17

8 Smámynd: Hamarinn

Og hvað heldur þú að hefði verið sagt ef VB hefði tekið við bréfinu????

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 23:21

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir komment 6

Einar Örn Einarsson, 9.4.2010 kl. 23:32

10 identicon

Það er alveg merkilegt að á Íslandi má aldrei draga mál neitt annað en í eitthvað afmarkað box þar sem það er ekki að þvælast fyrir fólki. Það er eins og að margir Íslendingar vilji bara halda þannig málum einhvers staðar þar sem það þarf ekki að hugsa um það.

Ég hefði verið hneykslaðari ef hann hefði sýnt þann gunguhátt að taka við verðlaunum frá fyrirtæki sem hann fyrirlítur. Það hefði verið hræsni af verstu sort. Þú getur bara gjörið svo vel og unað við að fólk tjái sínar skoðanir í verki í sjónvarpinu þegar því sýnist, það er ekkert til of mikils ætlast.

Það þarf ekki nema að prumpa á almannafæri til að sumir Íslendingar hneykslist.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:38

11 identicon

Hólmfríður, um leið og ég sá að þú hafðir bloggað um færsluna þá hugsaði ég með mér, hún er örugglega að verja gerpið.

Þú ollir mér ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn, hér gildir bara pólitískur rétttrúnaðurinn og heilög samfylkingarlínan.

Þetta er eitt af fyrirsjáanlegustu bloggunum á blogg.is.

Hólmfríður þegar að við fáum tækifæri til að senda þessum þjófum, og þeim sem halda yfir þeim hlífiskildi, skýr skilaboð, þá ber okkur beinlínis skylda til þess.

Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Bjarnasyni fyrir þetta, og vildi óska þess að allir í sigurliðinu hefðu borið gæfu til, og, eða haft kjarkinn sem þurfti til þess að ganga gegn siðvenjunni.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 00:09

12 Smámynd: Ingólfur

Svolítið furðulegt með suma. Heima í eldhúsinu bölvum við mönnunum sem settu hálfa þjóðina á hausinn en lifa sjálfir í vellystingum, en síðan höldum við áfram að skipta við þá eins og ekkert sé.

Mér fannst þetta flott hjá Vilhjálmi, það hefur enginn neina skyldu til þess að taka við einhverjum verðlaunum frá manni sem hefur tekið þjóðina og hluthafa í Glitni í r----.

Ingólfur, 10.4.2010 kl. 00:57

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er mikill misskilningur að ég sé að verja Pálma Haraldsson eða Jón Ásgeir Jóhannesson á nokkurn hátt nema síður sé. Af þeim gögnum að dæma sem birt hafa verið nú dagana eru þar að koma í ljós sannanir fyrir því að þeir hafa náð út fé með ólögmættum hætti úr Glitni banka fyrir hrun. Ég fagna því að mál þessara manna eru nú á leið til Sérstaks saksóknara til rannsóknar. Hjá þeim fyrirtækjum sem þeir hafa átt (eða talið sig eiga) hlut í, vinnur fullt af fólki. Áreyðanlegu venjulegu heiðarlegu fólki sem er að afla tekna fyrir sig og fjölskyldur sínar.

Þeir sem kjósa að sniðganga þessi fyrirtæki í dag (þar á meðal Vilhjálm Bjarnason) eru því að veikja atvinnumöguleika þessa fólks, þegar þeir hinir sömu telja sig vera að "hefna" sín á hluthöfum sem hafa stundað ólögmæta viðskiptahætti. Ef ég man rétt, þá er verið að leita að kaupanda að Iceland Express til að fá upp í kröfur á hendur PH. Sé þetta ekki rétt munað, þá biðst ég velvirðingar á því.

Vilhjálmur Bjarnason hefur unnið þrekvirki í því að verja hagsmuni fjárfesta og hluthafa í þeim fyrirtækjum sem hann er aðili að og fyrir það á hann heiður skilið. Mér fannst þetta bara kjánalegt uppátæki sem ekki átti heima í skemmtiþætti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 01:13

14 Smámynd:

Ég er sammála Hólmfríði. Þetta útspil átti ekki heima í þessum skemmtiþætti.

, 10.4.2010 kl. 01:38

15 Smámynd: Hamarinn

Hvar þá?

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 02:11

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Dagný: útspil? ?

Ef þú værir að taka þátt í svona skemmtiþætti, og svo væri þér rétt sem vinningur forláta silfurkertastjaki sem Lalli Jóns hafði nappað á Seltjarnarnesi, fyndist þér sjálfsagt að bara brosa og taka við gripnum?

Skeggi Skaftason, 10.4.2010 kl. 02:18

17 identicon

Útrásargosarnir hafa veikt atvinnumöguleika heillar þjóðar, ásamt tortímingu á orðspori og eignum þegna landsins.

Sum verk gerir maður, eftir bestu getu, þó það kosti mann tímabundna erfiðleika (versla t.d ekki við fyrirtæki glæpamanna) ef verkin gefa manni betri nætursvefn.

Glæpir þessara skíthæla hafa rýrt eða eyðilagt eigur okkar, því verður ekki breytt, en ALDREI munu verk þeirra ná að rýra eða eyðileggja réttlætiskennd mína og gildi !!

Sama hversu freistandi "tilboðin" þeirra kunna að hljóma.

Þegnar þessa lands ættu að vera farnir að sjá að endanlegt verð "þjónustu" þessara fyrirtækja er ekki alltaf að finna á kvittuninni.

runar (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 08:17

18 Smámynd: Hamarinn

Hvar verslar þú runar?

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 10:09

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skeggi.

Þessi samlíking þín við kertastjaka og Lalla Jóns er svo fáránleg og hallærisleg að mér hreinlega blöskrar. Það er ekki eins og að Þóra Arnórsdóttir hafi verið með hlutabréfin hans Pálma Haraldssonar í hendinni.

Ef fólk færi almennt eftir þeim gífuryrðum að versla ekki í Bónus, fljúga ekki með Iceland Express, lesa ekki Fréttablaðið og kaupa ekki áskrift að Stöð2, þá væri verið að auka stórlega líkurnar á því að fákeppni í smásöluverslun mundi aukast, að einokunarfyrirtækið (hér á Íslandi) Icelandair mundi ná aftur fyrri stöðu og fjölmiðlaflóran yrði mun fátækari. Með því mundi líka mikill fjöldi fólks missa vinnuna. Er ekki nóg að gert á því sviði.   Við skulum endilega hætta þessu hráskinnaleik og botnlausa hatri á einstöku fólki og fyrirtækjum.

  • Það voru framin gríðarleg afbrot og þau er verið að rannsaka, slíkt tekur tíma.
  • Það er verið að byggja hér upp heiðarlegri og skilvirkari stjórnsýslu og það tekur tíma.
  • Það er verið að endurskoða regluverk fjármálakerfis, ábyrgð/siðferði stjórnenda og það tekur tíma.
  • Það er verið að endurskoða regluverk um stjórnmála starfsemi/menn - ábyrg og skyldur og það tekur tíma

Þannig má áfram telja upp alla þætti samfélagsins sem verið er að fara yfir, endurskoða/byggja upp/gera nýtt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 10:57

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég versla ekki í Bónus, flýg ekki með Iceland Express, er ekki með Stöð 2, en les raunar Fréttablaðið af því það er borið heim til mín og skömminni skárri snepill en hitt dagblaðið, myndi þó ekki borga fyrir Fréttablaðið í áskrift. Ég hata alls ekki Jón Ásgeir broskall né Fons-Pálma. En ég bara kýs að versla ekki við þá og þeirra fyrirtæki.

Ég borða samt sem áður jafn mikið og fyrir hrun, svo enginn missir vinnuna þó ég - eða aðrir - versli ekki í Bónus.

Skeggi Skaftason, 10.4.2010 kl. 11:08

21 Smámynd: Hamarinn

Allar aðgerðir sem miða að bættum hag almennings taka gífurlegan tíma, en afskriftir fyrir dólgana er bara eitt pennastrik.

Hvernig væri að opna augun og sjá fyrir hverja stjórnmálahyskið vinnur.Það er ekki verið að byggja neitt nýtt upp hér, aðeins verið að lappa upp á það gamla svo hægt sé að halda áfram með sukkið.

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 11:18

22 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er einfaldlega rangt mat hjá þér sem kallar sig Hamarinn. Skeggi er greinilega trúr sinni samfæringu og lifir eftir bókstafnum. Alltaf erfitt fyrir slíkt fólk að aðlagast nýjum aðstæðum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 11:45

23 Smámynd: Hamarinn

Þetta er einfaldlega rangt mat hjá þér.

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 12:06

24 identicon

Gott fólk.

Ég verð sjálfsagt rifinn í tætlur fyrir eftirfarandi komment - að minnsta kosti í ljósi þess sem stendur hér að ofan. Ég er samt með ákveðna spurningu fyrir marga sem hafa ákveðið að svara póstinum á síðu Hólmfríðar: Er ekki ákveðinn tvískinnungsháttur að hrópa húrra fyrir "manninum sem stóð á sannfæringu sinni" í viðbrögðunum við þessari frétt en ausa síðan úr skálum reiði sinnar yfir manneskju sem stendur líka á sinni sannfæringu í skoðun á þessum viðbrögðum hans - bara vegna þess að þið eruð ekki sammála skoðun manneskjunnar?

Tek það fram strax að mér fannst í sjálfu sér fínt að hann skyldi ekki taka við þessu. Það er algerlega hans ákvörðun og raunar er sú ákvörðun mjög skiljanleg þegar tengsl hans við Iceland Express eru skoðuð. Hins vegar er ég reyndar sannfærður um að hann gerði Pálma og félaga ekki nærri eins vandræðaleg og hann gerði Sigmar og Þóru sem lentu eiginlega í skotlínunni þegar þau reyndu í sakleysi sínu að afhenda eitthvað gjafabréf. Upp á þau að gera hefði hann hugsanlega getað komið þessum skilaboðum betur á framfæri og halda má fram að það hafi verið óþarfi að draga þau inn í málið með þessum hætti. Ég hef skilið málið sem svo að það sé það sem Hólmfríður hefur verið að reyna að segja hér að ofan. Og mér finnst ósmekklegt og kjánalegt að bera það upp á hana að hún sé tilbúin að taka við þýfi bara vegna þess að hún er þessarar skoðunar.

Jón Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 12:29

25 identicon

Hamarinn, ég verslaði ætíð í Fjarðarkaup Hafnarfirði.

Ég bý núna í Danmörku (jafnvel þótt það veiki málstað minn,þ.e  fyrra innlegg, að upplýsa um það).

Árið 2007 stóð ég á vissum krossgötum varðandi menntun mína og framtíð, þótt hundgamall sé.

Ég kaus að yfirgefa Ísland sökum hlutar sem ég gat aldrei sætt mig við, þ.e sannleiksins um áþreifanlega tengingu atvinnulífs við æðstu embættismenn, einnig það hve ótrúlega ósvífnir embættismenn voru t.d við skipanir í embætti (meira að segja skipanir í héraðsdóm og hæstarétt voru lituð vináttutengslum eða skyldleika) eða einfaldlega bjuggu þeir til embætti ef eitthver nákominn var án vinnu við sitt hæfi, sendiherrastöður og stjórn seðlabankans voru stöður sem aðeins útvaldir gátu dreymt um. Þessi sori vonaði ég að yrði minningin ein og spillingin hyrfi frá ströndum landsins með gjörbreyttri stjórn...barnalegur gat maður verið.

Einnig truflaði það mig mikið staðreyndin um það að þegar maður stóð í anddyri Smáralindar og sá að ALLAR verslanirnar sem í augsýn voru, voru í eigu sama félagsins, þýddi aðeins fáránlega og alvarlega veika stöðu hins venjulega neitenda,skíturinn og sjúkleikinn var allstaðar.Samkeppniseftirlitið var aðeins hugtak um eftirlit, líkt og FME.

Þess vegna var ég himinlifandi þegar xD ruslið var fjarlægt. 

En þegar liðið sem tók við var jafnslæmt og það sem yfirgaf sviðið varð ég fyrir vonbrigðum lífs míns. Ekkert er breytt nema listabókstafir ráðamanna.Þess vegna sé ég rautt þegar getuleysi núverandi stjórnar er afhjúpað á hverjum degi, núverandi stjórnvöld eru ekki verri en xD draslið, ég gerði bara meiri kröfur á vinstri flokkana,  kröfur um breytta stjórnsýslu og heiðarleika.

Ég veit ekki hvað þarf til til að reisa Ísland við að nýju, en aflið sem þarf til kemur ekki frá fjórflokkunum !!

Þeir eru hverjum öðrum verri.

Aflið þarf að koma frá fólkinu, t.d með verknaði eins og Vilhjálmur kom í framkvæmd í gær.

Þetta er ekki hugmyndafræði sem ég geri mér upp í dag, þessa skoðun gaf ég öllum sem heyra vildu árið 2007 og var hún mesti einstaki hvatinn sem kom mér yfir hafið á sínum tíma.

Bið að heilsa ...

runar (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 12:47

26 identicon

Ég skil ekkert í félögum Villa að taka við þýfinu. Eitt það fyrsta sem mér var kennt í æsku var að maður ætti ekki að stela og ekki taka við þýfi, ef maður tæki við þýfi væri maður ekkert skárri en þjófarnir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 15:17

27 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Jónsson. Þú hefur greinilega komið auga á það sem mér finnst málið snúast um og það er að blanda saman saklausri vandaðri skemmtun á föstudagkvöldi og þeim sóðalegu málum sem vella um allt okkar samfélag. Ég upplífði það sem áhorfandi að vera ekki óhult við að njóta lokaatriðis þáttarins, vegna þess að einn úr vinningsliðinu ætti í útistöðum við ákveðinn mann út í bæ. Það er að verða nokkuð vandlifað í þessu landi ef fara á eftir dyntum allra.

Ef ég mundi mæta í fermingarveislu og gefa barninu einhvern hlut sem ég vissi að barnið væri hrifið af og móðir þess kæmi og rukkaði mig um það hvar þessi hlutur væri keyptur (ég svarði Bönus eða Hagkaup) Móðirin mundi í framhaldinu rétta mér gjöfina með þeim orðum að hún viðdi ekki vöru frá þessari fyrirtækja samsteypu í sínum húsum.

Ég mundi verða sár og reið, taka mína gjöf að yfirgefa samkvæmið. Þetta mundi ekki með nokkrum hætti koma við Bónusfeðgana eða þeirra fyrirtæki heldur mig sem gefanda. Það sama gilti að mínu áliti í Útsvari í gærkvöld, að mínu áliti.

Varðandi það að mér hafi verið ráðist hér á síðunni, þá er það fyrst og fremst vandi þeirra sem það gera, en ekki minn. Ég ber ekki ábyrgð á skoðunum annara, á bara nóg með mínar. Ég er hvorki sár, reið eða móðguð - miklu fremur hissa.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 16:39

28 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjöggi. Þetta tal þitt um "þyfi" er bara ósmekklegt og ómerkilegt í alla staði. Það segir meira um þig en nokkurn annan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 16:42

29 Smámynd: Hamarinn

Þetta er nú meira bullið í þér.

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 17:21

30 Smámynd: ThoR-E

Þeir sem kjósa að sniðganga þessi fyrirtæki í dag (þar á meðal Vilhjálm Bjarnason) eru því að veikja atvinnumöguleika þessa fólks, þegar þeir hinir sömu telja sig vera að "hefna" sín á hluthöfum sem hafa stundað ólögmæta viðskiptahætti.

--

Eru ekki eigendur þessara fyrirtækja að veikja atvinnumöguleika starfsfólks síns og leggja störf þeirra í hættu með því að stunda ólögmæta starfsemi?

Ég skil vel að fólk ákveður að hætta að versla við menn sem hafa hér tekið þátt í að leggja efnahagskerfi þjóðarinnar í rúst. Ég skil vel að fólk vilji ekki versla við þá og halda uppi viðskiptaveldi þeirra og gera þeim kleift að halda áfram sukkinu.

Það er spurning hvort eðlilegra hefði verið fyrir Vilhjálm að skila þessu gjafabréfi aftur eftir að slökkt var á myndavélunum í stað þess að gera þetta í beinni útsendingu í sjónvarpinu, og þó. Ég get vel skilið hann.

ThoR-E, 10.4.2010 kl. 20:14

31 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru vissulega margar hliðar á þessu máli og ég skil þá vel sem velta þessu fyrir sér með rökum eins og AceR gerir. Sleggjukastið finnst mér hins vegar alltaf leiðinlegt. Hyggst ekki rökstyðja mitt viðhorf í þessu máli neitt frekar og tel mig hafa gert það nokkuð rækilega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 22:03

32 Smámynd: Hamarinn

Þessi færsla hjá þér nr 27 er alveg einstaklefga kjánaleg.

Gefandi vinningsins var ekki viðstaddur í gær, og þetta kemur við fyrirtækið, vegna þess að þessu var sjónvarpað.Þannig að þetta er engan vegin sambærilegt, því miður.

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 22:18

33 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður bara svo að vera Hamar og skiptir mig ekki neinu máli.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2010 kl. 02:13

34 Smámynd: Ingólfur

Æi, greyið þú Hólmfríður mín. Að þú skulir ekki vera óhult fyrir því óþægilega máli þegar þjóðin var rænd eigum sínum af um 30 einstaklingum fyrir hálfu öðru ári.

Að þú þurfir að verða vitni að því á föstudagskvöldi að tiltekinn maður geti ekki, samvisku sinnar vegna, þegið gjöf frá manni sem fjölmiðlar hafa verið að greina frá að hafi stolið milljörðum úr bankanum sínum rétt fyrir hrunið.

Að sjálfsögðu hefur þú fullan rétt til þess, á þínu eigin heimili, að fá frið fyrir fólki sem neitar að láta útrásarvíkingana taka sig í...

 P.S.  Í Útsvari var RÚV ekki að gefa nein gjafabréf. Það kom skýrt fram að IE var að gefa þennan vinning. En þegar þú gefur fermingargjöf að þá hefur ÞÚ KEYPT gjöfina. Þess vegna er gjöfin frá þér, ekki Bónus eða Hagkaup.

Ingólfur, 11.4.2010 kl. 02:30

35 Smámynd: Hamarinn

Rétt Ingólfur

Hamarinn, 11.4.2010 kl. 11:40

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hólmfríður.

Ég skil alveg hvað þú ert að fara, en er engu að síður ósammála þér. Ég tel ða Vilhjálmur hefði einmitt ekki átt að 'kóa' með bara til að vera ekki með nein leiðindi. Nú skal ég viðurkenna að ég sá ekki umræddan þátt, svo ég veit ekki hvort hann gerði mikið úr þessu eða hvernig þetta allt útspilaðist í sjónvarpinu.

Breytum aðeins dæminu þínu: Þú áttir helmingishlut í fínum sumarbústað og jörð. Þú myndir svo tapa þeim hlut þar sem meðeigandi þinn sveik þig algjörlega og beinlínis stal frá þér og öðrum, hafði veðsett jörðina og tapað henni, en passað að hagnast vel persónulega fyrst og stungið peningum undan sem hann fékk útá lán á jörðina ykkar. Þú fórst í mál og eyddir töluverðum pening í lögfræðikostnað en vannst ekki málið, en veist að þú hafðir rétt fyrir þér.

Svo myndi sami aðili að þér forspurðri mæta í fermingarveislu dóttur þinnar og ætla að bjóða barninu flugferð til útlanda, og auglýsa um leið fyrir framan alla veislugesti hvað hann væri æðislega gjafmildur og skemmtilegur?

Ættir þú bara að brosa og og þegja, til að fara nú ekki að eyðileggja stemmninguna í veislunni?

Heldurðu að stjúpfaðir dótturinnar myndi fara í fýlu við þig, ef þú myndir kurteislega og pent neita að taka við gjöfinni, og segja við þig að þú hefðir nú alveg getað sleppt því að bera þínar prívat-deilur upp á borð í fermingarveislunni og vera þannig að skemma veislu dótturinnar??

Skeggi Skaftason, 11.4.2010 kl. 11:40

37 identicon


Pálmi Haraldsson gaf sigurvegurum keppninnar þessar ferðir. Pálmi er búin
að ræna þjóðina inn af beini, hluta af þýfinu notaði hann í að kaupa
Iceland Express, hluta af þýfinu notaði hann til að byggja félagið upp og
hluta af þýfinu gaf hann sigurvegurum útsvars, hluti af þýfinu fór til
tortola og cayman.

Ef að RÚV hefði keypt þessar ferðir þá væru skattborgarar að borga fyrir
ferðina, en Pálmi er að borga fyrir þessa ferð og auðæfi Pálma eru þýfi og
ekkert annað.  

En þú verð þjófa og það segir mikið um hvernig manneskja þú ert.

Svo þetta með fermingaveisluna. Ef að Lalli Jones kæmi úr leiðangri frá nágranna mínum í fermingaveislu hjá barninu mínu og Lalli ætlaði að gefa því flatsjónvarp nágrannans þá myndi ég ekki taka við því. Þú myndir kannski taka við því, bara svona til að vera ekki með leiðindi og skemma skemmtilega veislu. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:59

38 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er orðin nokkuð flókin fermingarveisla hjá ykkur piltar. Þið hafið báðir valið að snúa út úr því sem ég skrifaði í fyrstu færslunni og það er bara ykkar vandi en ekki minn. Mér fannst þessi uppákoma með VB hallærisleg og ekki hafa neitt með að gera þann málarekstur sem hann stendur í við þá sem vissulega rændu bankann innan frá eins og hann kallar það. VB er dugmikill í þeim málarekstri og sem talsmaður fjárfesta og hluthafa og á allt mitt hrós skilið. Ég er ekki með neinum hætti að verja þjófa eða ræningja svo það komi skýrt fram. Það sem ég er að tala um er almenn kurteisi og í þessu tilfelli við þáttastjórnendur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2010 kl. 14:54

39 identicon

Villi hefði ekki verið að sýna þáttastjórnendum kurteisi, enda voru þeir að ganga erinda Pálma. Mér fannst Villi sýna þjóðinni kurteisi með þessu, hann stóð með þjóðinni gegn þjófnum Pálma.

Svo verður þú að átta þig á að allt sem Pálmi á og þar með gefur, er þýfi. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 15:28

40 identicon

Lalli Jones má sem sagt mæta með flatsjónvarp nágrannans í fermingaveisluna þína og þú segir já takk bara til að sýna honum ekki ókurteisi.

Peningarnir sem Pálmi notaði til að gefa þessa gjöf eru þýfi, peningar sem hann rændi af þjóðinni. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 15:30

41 Smámynd: Hamarinn

Ert þú ekki búin að breyta upphaflegu færslunni?

Hamarinn, 11.4.2010 kl. 20:08

42 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Hamar eða hvað þú heitir. Ég er ekki búin að skipta um skoðun eða álit að neinu leiti á VB og neitun hans á að taka við gjafabréfinu. Þegar ég er að skrifa meira um mitt viðhorf er ég fyrst og fremst að skýra mitt mál og setja fram rök. Mér fannst á föstudagkvöldið og finnst það enn að Vilhjálmur Bjarnason hafi farið yfir strikið með því að hafna verðlaunum fyrir þátttöku í skemmtilegum leik sem lauk með því að liðið sem hann var, bar sigur úr býtum. Við vitum það öll og höfum vitað það lengi að hann er ötull baráttumaður fyrir hagsmunum fjárfesta og hluthafa. Hann þurfti því ekki að auglýsa þá stöðu sína með þeim hætti sem hann gerði í þættinum. Þetta virkaði á mig eins og hallærisleg auglýsing frá manni sem ekki þarf á henni að halda. Og mér fannst ég fá þarna blauta tusku í andlitið sem áhorfandi á skemmtiþátt. Vona að mín afstaða sé skilin og málið afgreitt. Skýrslan er á morgun og nóg um að hugsa. Góðarstundir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 110229

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband