22.4.2010 | 09:46
Bjarni Ben vill kjósa til Alþingis þegar búið er að sópa stéttina
Er ekki rétt að klára Landsfundinn fyrst og ræða kosningar til Alþingis síðar. Að mínu áliti eru það ekki kosningar til Alþingis sem okkur vantar núna, heldur kosningar til Stjórnlagaþins sem síðan mun endurskoða stjórnarskrána.
Það verður að byrja á grunninum undir nýja samfélagið okkar, nýja húsið okkar. Það er ekki nóg að skipt um í stólunum við kaffiborðið í stofunni. Grunnurinn er skakkur og gólfið fúið, veggirnir maðksmognir og þakið lekur.
Gluggakarmarnir orðnir rýrir svo víða blæs og móða er milli glerja. Húsið var byggt í miklum flýti á gömlum dönskum grunni sem komið hafði til landsins á 19. öld og dugði þá sem undirstaða undir sumarhús Danska Kóngsins.
Ólíkt sumarhúsum Útrásarvíkinganna, var farið sparlega með við bygginga kóngshússins. Notað allt það efni sem bauðst, bæði nýtt og gamalt og svo bara byggt og klastrað við eftir hendinni. Skipulagsmálin voru ekki að þvælast fyrir á þessum árum og hvaða kofaskrifli sem var fékk að standa.
Nú er sumarhúsið hrunið til grunnar og okkur vantar nýtt og gott heilsárshús, vandað og traust, þar sem allir innviðir eru vel saman settir. Þegar það er komið verður valið við borðið í stofunni og trúlaga á einhvern nýjan hátt.
21.4.2010 | 20:09
Jóhanna Sigurðardóttir talaði hreint út á Ársfundi SA
Gott að lesa kafla úr ræðu forsetisráðherra á Ásfundi SA þar sem hún talar um framtíðarsýn fyrir okkur Íslandinga. Birti hér 2 stutt brot úr ræðunni sem eru mikil hvatning til okkar allra og ekki veitir af.
Kaflana kalla ég;
- FORTÍÐ Íslendingar þurfa nú að móta stefnu til langs tíma. Gamla hagkerfið með sitt einhæfa atvinnulíf, helmingaskipti og raðgengisfellingar er ekki eftirsóknarverður valkostur. Frjálshyggjutilraunin sem hrundi með bankakerfinu á ekki afturkvæmt. Hún átti aldrei erindi við okkur. Við þurfum endurreisn en ekki afturhvarf"
- FRAMTÍÐ Ég tel að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé óaðskiljanlegur hluti af endurreisninni. Í henni felast skýr skilaboð til umheimsins og hún er veigamikill þáttur í stefnumótun okkar til lengri framtíðar. Það er mikill misskilningur að of miklum fjármunum og tíma sé varið í undirbúning að samningaferlinu. Staða okkar mun eflast þegar Ísland verður viðureknnt umsóknarríki og í ferlinu sjálfu munu skapast margskonar möguleikar og tækifæri til aðlögunar og uppbyggingar"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.4.2010 | 16:22
Aukalandsfundur Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðismenn fá með aukalandsfundi tækifæri til að hefja sitt uppgjör sem ætla má að sé nokkuð viðamikið. Það fer auðvitað eftir því hve langt skal ganga og hve augu flokksmanna eru opin fyrir þeim brestum sem hljóta að hrjá þennan hóp.
![]() |
Boða til aukalandsfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2010 | 16:14
Björólfur vill borga sínar skuldir
Skýrslan er smám saman að skila árangri og ábyrgðaraðilar hrunsins að stiga fram. Björgólfur Thor í dag, viðurkennir sinn þátt og vill gera upp. Vona bara að hann sé borgunarmaður fyrir sínum skuldum. Jákvæðar fréttir og vonandi berast okkur fleiri slíkar. Þetta segir mér að smám saman muni rætast úr þeim vanda sem við er að glíma og það er vel
![]() |
Lánin verða gerð upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 21:51
Endurskoðum Stjórnarskrána - efnum til Stjórnlagaþings.
Ég er ekki eins viss að flokkakerfið sé að hrynja, eins og Egill Jónsson forstjóri Brimborgar og bloggvinur minn heldur fram. Það mundi heldur ekki bæta stöðuna nema síður væri. Hann segir frá því að bloggsíðu sinni að hópur hafi komið saman í dag til að ræða endurskoðun Stjórnarskrárinnar. Ef ég hef skilið hann rétt þá er hann að tala um að hópur fólks geti komið saman og endurskoðað Stjórnarskrána með því sem hann kalla Þjóðfundarformið.
Ég er áhugamaður um endurskoðun Stjórnarskrárinnar og tel það brýnt mál. Það verður þó að gerast að tilstuðlan stjórnvalda og það sem við þurfum að gera er að endurvekja þann þrýsting sem var á stjórnvöld fyrir síðustu kosningar. Frumvarp um málið var þæft af Sjálfstæðisflokknum fyrir þær kosningar. Málið þarf að taka á dagskrá að nýju og helst að afgreiða fyrir þinglok. Þá væri komið af stað það ferli að valdir verði fulltrúar á Stjórnlagaþing sem síðan endurskoðar Stjórnarskrána. Fyrirkomulag Þjóðfundar mætti svo skoða sem aðferð til að nota á Stjórnlagaþinginu. Það kemur ekki bara fólk af götunni og semur eitt stykki stjórnarskrá bara rétt si svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 21:33
Reiðigos og sökudólgaleit í mörgum kollinum núna.
Nú gýs víðar en í Eyjafjallajökli. Fólk fer mikinn í sinni sökudólgaleit og hendir mykjunni vítt og breytt. Er ekki betra að tala af stillingu og skoða kostina sem eru í stöðunni. Skýrslan hefur sýnt okkur að margt fór úrskeiðis, en í henni er líka bent á margar nauðsynlegar breytingar sem þarf að gera á regluverki þjóðfélagsins, eftirlitskerfinu og sjálfri stjórnskipaninni. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur þagnar hafið vinnu við margt af því sem skýrsluhöfundar benda á og er það vel. Við höfum líka frábærann ráðgjafa Evu Joly og hún hefur komið ákveðnum skilaboðum til stjórnvalda. Þjóðin er kjarkmikil, skýrslan opinská og beinskeytt. Stórefla verður embætti sérstaks Saksóknara og svo skorar hún á þá sem brutu af sér að vinna með rannsóknarhóp Sérstaks Saksóknara. Kjósendur verða hver og einn að spyrja sig að því hvernig þjóðfélag vil ég. Ábyrgðin er hjá okkur öllum.
17.4.2010 | 14:56
Beðist afsökunar og mistökin viðurkennd
Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stigið fram og viðurkennt að hún hafi brugðist. Hún gerir rétt með því og slíkt ber að virða. Að viðurkenna mistök er ávalt upphaf að einhverskonar bataferli, í hverju sem sá bati er fólginn.
Hver sem missir tökin og fer út af sporinu þarf að sjá hvar mistökin liggja, viðurkenna þau og feta svo leiðina til baka, inn á veginn sem upphaflega var valinn.
Það er ekki nóg að stiga til hliðar um stund og segja um leið að viðkomandi hafi ekki gert nein mistök. Hlé verði aðeins gert meðan verið er að þvo mannorðið.
![]() |
Mér finnst ég hafa brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 11:26
Viðbrögð forsetans við rannsóknarskýrslunni gagnrýnd harkalega.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor hefur farið mikinn yfir umfjöllun um sig í Rannsóknarskýrslunni og þá sérstaklega siðfræðihlutann. Hann virðist trúa því að með stóryrtu orðskrúði geti hann enn einu sinni valtað yfir álit annar á sér og sínum gjörðum.
Núna er hann samt að deila við algjöran ofjarl sinn, eða Rannsóknarnefndina í heild sinni. Það er eins og hann átti sig ekki á því gríðarlega vægi sem skýrslan hefur í hugum þjóðarinnar. Hann virðist hafa misst flugið og tekið í rangt handfang til að hækka það að nýju. Einhver líkti honum við Davíð Oddsson og slík samlíking er vart til vinsælda fallin á Íslandi í dag.
15.4.2010 | 17:35
Björgvin G Sigurðsson víkur af þingi - rétt ákvörðun.
Ákvörðun Björgvins G Sigurðssonar af víkja af Alþingi finnst mér vera hárrétt og í anda þess sem skýrslan er að segja okkur. Þeir sem bera ábyrgð og finna hana á eigin skinni, víkja til hliðar meðan verið er að rannsaka þeirra þátt frekar. Skoðanir í stjórnmálum skipta þar engu máli og það eru allir jafnir að því leiti að þeir/þær tóku þátt og voru með. Hvort Björgvin vissi mikið eða lítið breytir því ekki að hann var ráðherra viðskiptamála síðustu 18 mánuðina fyrir hrun og nokkra á eftir. Hans þátt á að skoða og síðan að upplýsa okkur hin að skoðun lokinni. Á meðan víkur hann af Alþingi og það er rétt ákvörðun. Þessi færsla er ekki dómur heldur skoðum og þar er mikill minur á.
![]() |
Björgvin víkur af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 17:06
Skítkast - á ekki lengur við
Rannsóknarskýrslan er afar skýr og skorinorð. Það er gott og nú liggur fyrir að samfélagið allt og ekki síst stjórnkerfið er morkið - fúið og ónýtt. Mér finnst að skítkast í einstaka menn, stofnanir, fyrirtæki, flokka og ríkisstjórnir eigi ekki lengur við. Málin eru til rannsóknar eða áleið í rannsókn. Það að ásaka einhvern/hverja aðra er ekki leiðin til að hreinsa eigið skinn. Endurgerð samfélagsins er verkefni okkar allra og við verðum öll að taka þátt, með einum eða öðrum hætti. Hættum í skítnum, horfum fram og byggjum okkur framtíð. Fortíðin fer ekki neitt, hún er til rannsóknar og lærdóms.
Um bloggið
168 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar