Okkur hefur lengi verið sagt að það væri svo miklu betra að allir ættu sína eigin íbúð/hús. Að leigja væri bara að henda peningum út um gluggann. Nú er það fólk sem hefur hlýtt þessu kalli, sem er mikill meiri hluti fjölskyldna á Íslandi, fengið rækilega á baukinn. Peningarnir sem fólkið taldi að það væri að leggja í eigin sjóð, fuku nefnilega út um gluggann, út í buskann, sogaðist inn í fjármálastofnanir landsins.
Við hjónin seldum húsið okkar í árslok 2007 og fluttum í leiguíbúð vorið 2008. Við vorum ekki frekar en aðrir meðvituð um að hrun væri framundan. Við erum mjög sátt í okkar litlu leiguíbúð, en á hlaðinu stendur bíll sem eitt af fjármögnunarfyrirtækjunum telur sig eiga. Hann er að vísu ekki verðmætur og við höfum ekki heyrt frá "eignandanum" mánuðum saman. Sennilega er of dýrt að sækja hann norður fyrir heiðar og demba honum á enn eitt nauðungaruppboðið.
Fólkið sem keypti íbúð/hús og/eða bíl fyrir hrun hefur ekkert til saka unnið annað en að sjá þarna möguleika á því að eignast þessar veraldlegu eigur og taldi sig ráða við greiðslur vegna þeirra kaupa. Peningastofnanir drógu ekki af sér við að hvetja til lántökunnar og greiðsluplönin liti bara þokkalega vel út.
En svo kom hrunið...................
2.5.2010 | 16:02
Hvað höfum við til saka unnið, venjulegt fólk í vanda eftir hrun ?
Svar við spurningunni er ekki neitt eitt. Það er margt sem kemur þar til, búið var að básúna um árabil að frelsið væri svo frábært og þá gætu allir gert það sem þá/þau langaði til. Eftirlit með öllum og öllu væri ættað fá kommaríkjum og þar væri alls slæmt. En alhæfingar eru varasamar og meðalhófið að jafnaði best. En meðalhófið var bara hallærislegt og við vildum verða rík strax með lántökum. Við hin dönsuðum með, sumri aðeins hraðar en aðrir og nú erum við að leita að nýjum takti.
Það er samt alveg á hreinu í mínum huga að þau sem stjórnuðu landinu og þau sem stjórnuðu fjármálastofnunum þau gengu á undan og stýrðu dansinum.
Það fólk sem keypti verðbréf, hlutabréf, stofnbréf, ástarbréf eða vafningsbréf á yfirverði, gerðu það vegna þess að þeim var sagt af forsvarsmönnum viðkomandi peningastofnana að þetta væri briljant leið til að auðgast hratt og áhættan ENGIN ÉG ENDURTEK ENGIN. Fólkið sem lagði peningana í markaðs, vogunar, peningabréfa sjóði, gerði það lika til að auðgast hratt. Það fólk fékk sínar upplýsingar hjá starfsfólki viðkomandi peningastofnana. Það fólk gerði það líka vegna þess að þeim var sagt af forsvarsmönnum viðkomandi peningastofnana að þetta væri briljant leið til að auðgast hratt og áhættan ENGIN ÉG ENDURTEK ENGIN.
Fólk treysti fjármálastofnunum vegna þess þær höfðu ekki klikkað, logið, brugðist eða hvaða orð sem við notum, áður og þar vann heiðarlegt fólk með góðann bakgrun.
Svo það er kannski trúgirni sem er svarið, trúgirni á það að nú væri loksins eitthvað gott að gerast í fjármálaherfinu á Íslandi sem það mundi nú njóta með ríka fólkinu.
Þetta er mín tilgáta, hver er þín?
29.4.2010 | 18:21
Umræðuhefðin á Íslandi
Ólafur Þ Harðarson líkir umræðuhefð á Íslandi við Morfískeppni. Þarna er hann að vitna í umræðustíl stjórnmálamanna og að mínu áliti ekki síður í umræðuhefð almennings í landinu. Hér á blogginu má oft lesa afar stóryrtar yfirlýsingar og kenningar um þjóðfélagið stjórnkerfið, stjórnmálamenn og fleira. Hver yfirbýður annan í stóryrðum og sleggjudómum. Ég vil lýsa ánægju minni með þessu ummæli Ólafs Þ Harðarsonar og tel þau orð í tíma töluð. Ég skora hér með á mig sjálfa að vanda mig enn frekar við orðaval og setja fram mínar skoðanir á yfirvegaðan og vandaðan hátt. Ég get ekki stjórnað neinum öðrum og mun því einbeita mér að eigin skrifum.
28.4.2010 | 22:42
Synjunarvald Forsetans - Þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það að einn maður hafi vald til að synja lögum staðfestingar er að mínu áliti ekki í anda þess tíma sem við lifum nú á. Í umræðu um Stjórnarskrármálið fyrir rúmu ári, talaði Eiríkur Tómasson prófessor í lögum um að í sumum stjórnarskrám hefði minnihluti á Þjóðþingum þann rétt að geta skotið ákveðnum tegundum þingmála til þjóðarinnar. Sá málskotsréttur verður í mörgum tilfellum til þess að þingmeirihlutinn er þá knúinn til þess að ganga til samstarfs/samninga við þingminnihlutann um málamiðlun.
Síðan er auðvitað sú leið til, að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flestum stjórnarskrám eru undanskilin þau mál sem talin eru of flókin til ákvarðanatöku með þessum hætti. Má þar nefna fjárlög ríkja, flókna milliríkjasamninga (eins og ICESAVE) og fl.
Sú leið sem Eiríkur ræddi um og að hlutfall kjósenda getu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, er að mínu áliti þær aðferðir sem við skulum taka upp, en afnema málskotsrétt Forsetans.
28.4.2010 | 16:29
Arður Novators til ríkisins - hyggileg leið
Af því sem lesa má um málalok Verne Holding í iðnaðarnefnd Alþingis, hér á vefnum sýnist mér að valin hafi verið hyggileg leið til lausna sem allflestir ættu að geta sætt sig við. Lögum og reglum um málið virðist fylgt í megin atriðum þó samningurinn við Novator sé afbrigði frá því venjulegt geti talist. Við erum heldur ekki í venjulegum aðstæðum og þá verður einatt að grípa til afbrigða
![]() |
Þingið kveður upp siðferðisdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 09:00
Matthildur mikil hetja
Hún er gríðarleg hetja hún Matthildur og fólkið hér við Húnaflóann svo og fjölmargir aðrir, hafa sent fjölskyldunni bataóskir í bílförmum yfir hafið. Frábær árangur af þessum flóknu aðgerðum er til merkis um hve læknavísindin eru orðin háþróuð í dag. Svo er hún Matthildur mikil kjarnakona. Góðar kveðjur til München.
![]() |
Laus úr öndunarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2010 | 22:27
AGS: Hagvöxtur í gang á þessu ári
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) reiknar með því að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu starfsliðs sjóðsins (Staff-report) sem birt var í dag í kjölfar annarar endurskoðunar sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Meira hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 22:23
AGS: Staða Íslands betri en búist var við
Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008.
Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil styrking. Meira hér
23.4.2010 | 16:11
Jákvæð teikn á lofti.
Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér. Meira hér
22.4.2010 | 13:56
Hrunið og Eldgosin
Fyrir mér er Hrunið í öllum sínum mikilleik og þrengingum, jákvætt og eftir því sem ég hugsa betur um það þá sé ég að við sem þjóð hefðum ekki hlustað á neitt minna ein eitt allsherjar fall.
Þar koma náttúruöflin inn í að því leiti að við erum svo vön að laga okkur að nýjum aðstæðum vegna allra þeirra náttúruhamfara sem á okkur hafa dunið.
Fimmvörðuhálsinn var öll reiðin sem brotist hefur um í fólki undanfarna mánuði. Henni var spýtt út á mikilfenglegan hátt og myndir af því fóru um víða veröld.
Svo er það skíturinn, hann er opinberaður í Rannsóknarskýrslunni og Eyjafjallajökull spýtir honum út á svo öflugan hátt að það hefur áhrif um alla Evrópu og jafnvel víðar.
Fólk segir að við munum engin áhrif hafa í Evrópu þegar við verðum komin inn í ESB. Þarna er verið að sýna á táknrænan hátt hve röng sú fullyrðing er. Við munum hafa áhrif og á okkur verður hlustað um alla álfuna og um allan heim.
Við erum fyrst þjóða að hreinsa út hjá okkur með Rannsóknarskýrslunni og það er farið að ræða slíka rannsókn í Bretlandi. Við erum ekki eina landið með spillingu og hagsmunaklíkur, síður en svo.
Hreinsun í stjórnkerfum heimsins mun fara fram og þar verður horft til okkar leiða og aðferða. Á sama hátt og hér er verið að ræða um Sannleiksnefndirnar sem voru settar á fót í Suður Afríku í lok aðskilnaðarstefnunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
169 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar