Synjunarvald Forsetans - Þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það að einn maður hafi vald til að synja lögum staðfestingar er að mínu áliti ekki í anda þess tíma sem við lifum nú á. Í umræðu um Stjórnarskrármálið fyrir rúmu ári, talaði Eiríkur Tómasson prófessor í lögum um að í sumum stjórnarskrám hefði minnihluti á Þjóðþingum þann rétt að geta skotið ákveðnum tegundum þingmála til þjóðarinnar. Sá málskotsréttur verður í mörgum tilfellum til þess að þingmeirihlutinn er þá knúinn til þess að ganga til samstarfs/samninga við þingminnihlutann um málamiðlun.

Síðan er auðvitað sú leið til, að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flestum stjórnarskrám eru undanskilin þau mál sem talin eru of flókin til ákvarðanatöku með þessum hætti. Má þar nefna fjárlög ríkja, flókna milliríkjasamninga (eins og ICESAVE) og fl.

Sú leið sem Eiríkur ræddi um og að hlutfall kjósenda getu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, er að mínu áliti þær aðferðir sem við skulum taka upp, en afnema málskotsrétt Forsetans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Telurðu þörf á að setja strangar siðareglur fyrir Ólaf Ragnar?

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurjón. Þarna er ég að fjalla um þær breytingar í grunnreglum samfélagsins sem lúta að því hvernig hægt sé með lýðræðislegustum hætti að treysta vald minnihlutans á hverjum tíma. Þetta kemur persónu Ólafs Ragnars Grímssonar ekki við.

Einræðisvald er ekki það sem nýtur hylli í nútíma samfélagi. Hið svokallað ráðherravald þarf einnig að afnema og gera valddreyingu almennt hærra undir höfði í samfélaginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.4.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 110255

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband