Hef ég svikið undan skatti og hvers vegna.

Sú "íþrótt" að svíkja undan skatti hefur verið landlæg hér um árabil og er örugglega enn. Hver hefur ekki fengið einhvern til að gera fyrir sig viðvik, smá verk eða jafnvel nokkur stórt verk og það er engin nóta. Fyrirtæki stunda það að fá fólk til að vinna hjá sér, borga örlítið meira enn umsaminn launataxta og allir eru sáttir, ekkert gefið upp.

Eða hvað, launamaðurinn þarf af einhverjum ástæðum að leita réttar síns og grípur í tómt. Sá sem fékk viðvikið gert nótulaust fer og krefur yfirvöld um bætta þjónustu, en fær svarið, það vantar fjárveitingu. Þessi "hungurlús" sem hann sveik undan hefur bæst við ótal margar fleiri systur sínar og þannig hefur skapast skortur á fé til framkvæmda og þjónustu. Ég er ekki undanskilin frá öllum hinum sem einhvern tíman hafa gert svona "smáræði" til að buddunni minni liði aðeins betur.

Við súpum hveljur yfir skattsvikum auðmanna og erum afskaplega reið. Þeir skulu sko borga og það vel með álagi og öllu. Auðvitað eiga þeir að borga sína skatt og það eigum við að gera líka, í hvaða formi sem er. Það eru nú hvers og eins að líta í eigin barm og hugsa málin upp á nýtt. Samfélagið erum við sjálf og við viljum að samfélagið veiti okkur góða þjónustu og sú þjónusta kostar peninga, peningana okkar úr sameiginlega sjóðnum.


Eva Joly útskýrir viðbrögð sakborninga í efnahagsbrotamálum

Það er nauðsynlegt að Eva Joly komi reglulega í íslenska fjölmiðla og útskýri fyrir okkur það ferli sem viðbrögð sakborninga í efnahagsbrotamálum gengur út á. Það er auðvitað í mannlegu eðli að telja sig saklausan og það eru jú fyrstu viðbrögð. Fólk sem hefur lengi stundað ólöglegt athæfi getur líka smám saman misst hæfileikan til að greina á milli hvað er löglegt og hvað ekki, hvað er siðlegt og hvað ekki, hvað sé eðlilegt og hvað ekki.

Þetta er sambærilegt við hegðun fólks sem býr við ofbeldi, áfengisvanda eða við önnur alvarleg hegðunarvandamál á heimili. Það fólk bregst við með allt öðrum hætti en þeir sem búið hafa við það sem við köllum eðlilegar aðstæður.

Hafir þú unnið við það sem þitt aðalstarf að hjálpa fólki að koma fé í skattaskjól, fer þér trúlega smám saman að þykja það eðlilegar og jafnvel löglegar gjörðir. Það voru fleiri að gera svona og þá hefur það bara verið allt í lagi, enda var ekki kært.


mbl.is Rannsóknin gæti tekið 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskipuð stjórnvöld í stað einræðis.

Mikil nauðsyn er að fjölskipuð stjórnvöld taki við sem allra fyrst í sem flestum ríkjum veraldarinnar svo einræði megi líða undir lok. Konur komist mun meira til valda en nú er og þeirra sjónarmið nái sem víðast fótfestu. Að ákvarðanir sú teknar í samráði margra svo hagsmunir heildanna séu virtir eins og kostur er. Að regluverk um viðskipti og peningastofnanir verði sem mest samræmd til að hindra einstaka aðila í því að sölsa undir sig gríðarleg auðæfi. Að koma með öllu móti í veg fyrir fátækt. Stokkað verði upp hvað varðar skuldavanda einstakra ríkja, á þann háttað jafnvægi skapist í efnahag íbúanna.


Þar sem slóðin endar - Lára Hanna pistill á Eyjunni

Fjármunum mun hafa verið komið undan til "skattaskjóla" um árabil og með góðri aðstoð og ráðleggingum bankanna. Ekki var farið neitt leynt með slíka hluti og fjallað um þessa auknu "þjónustu" og talað um vaxandi eftirspurn. Þar hafa vænti ég verið um alvöru peninga að ræða en ekki verðlausa pappíra. Þeir aðilar sem svo höndluðu voru með vöðin fyrir neðan sig og töldu ekki eftir að greiða vel fyrir veitta aðstoð.

Í dag birtist pistill frá Láru Hönnu á www.eyjan.is með fyrirsögninni hér að ofan og skora ég á ykkur öll að lesa hann vel og þær greinar sem honum fylgja. Þar er m. a. að finn grein frá 06.01.00 um vaxandi eftirspurn eftir "aflandsþjónustu" Landsbankans, sem ég kýs að túlka á mannamáli sem undanskot frá skatti. Þessi "þjónusta" hefur vafalaust verið veitt í fleiri peningastofnunum og verið vinsæl. Ný skrif DV um slóðir í þannig skjól er líka að finna með pistlinum góða.

 


Jón Wæni og félagar

Jón Wæni þótti standa sig vel á hvíta tjaldinu en svokallaður „stjörnulögmaður“ Sigurðar Einarssonar líkir Ólafi Þór Haukssyni við JW. Þessi samlíking á að vera til háðungar, en virkar ekki þannig í mínum huga. Sérstakur saksóknari virðist vera kominn með samstarfsaðila í mörgum löndum til aðstoðar við þær gríðarlegu rannsóknir sem nú standa yfir og eru framundan.  Lögsagan er því sennilega mun alþjóðlegri en sá "stjörnum prýddi" lögmaður vill vera láta.

Skattrannsóknarstjóri var greinilega mjög orðvar í viðtalinu í Kastjlósinu í gærkvöldi, en sagði samt mjög mikið miðaða við það sem við eigum að venjast. Hans embætti er nú loks komið með heimildir til að innheimta af fullum þunga, þau undanskot frá skatti sem veruleg geta talist. Það er verulegt umhugsunarefni, hvers vegna þær heimildir hafa EKKI verið fyrir hendi í íslensku laga og réttarumhverfi.


Konurnar tvær, (afsakið að nöfn þeirra fylgja ekki) sem stýra skilanefndum/slitastjórnum Glitnis og Landsbankans og komið hafa fram vegna krafna á hendur fyrrverandi stjórnenda/eigenda, koma mér fyrir sjónir sem harðar og málefnalegar. Örugglega báðar mjög vel menntaðar og hafa því góða fagþekkingu á þeim málim sem þær vinna með. Þær láta ekki trufla sig með þrýstingi eða hótunum.

Mín skoðun er sú að það sé afburðafólk sem valist hefur til forystu til rannsókna og innheimtu krafna á hendur bankafólksins okkar sem skaut undan fjármagni með vafasömum aðferðum.

Skattrannsóknarstjóri og Sérstakur Saksóknari virðast mér vera af svipuðu kaliberi og vinna sín störf af vandvirkni og heiðarleka.

Við eigum eftir að endurheimta verulega fjármuni til baka og í það miklu magni að það mun skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Þetta hef ég sterklega á tilfinningunni og vona svo sannarlega að reynist rétt.


Fjölmiðlasirkus - Spuni

Talað er um fjölmiðlasirkus í kring um handtökur Kaupþingsmanna og hvað er átt við með því? Er það sú staðreynd að sagt er frá málinu í fjölmiðlum og að nýjar myndir af þessum landsþekktu mönnum voru birtar.

Enginn talaði um fjölmiðlasirkus þegar sérstakur fréttaþáttur var á hverjum virkum degi um allar þær fyrirtækjaflækjur sem yrðu til á árunum fyrir hrun. Þá voru sérstakir fréttamenn á vaktinni að fylgjast með og þuldu svo upp nöfn þeirra fyrirtækja sem keypt höfðu og selt sjálfum sér og öðrum, hluti í sjálfum sér og öðrum. Sigurður Einarsson talar um spuna til að friða þjóðina, meðan Jón Ásgeir játar sig sigraðan. Hvað næst??


Dagar stóru fréttanna!

Fjölmiðlar á Íslandi flytja okkur á hverjum degi fréttir sem vart eiga sinn líka. Þetta er toppurinn hugsa ég, en svo kemur ný bomba nokkrum dögum seinna. Um hvað er bloggað í slíku árferði, fangelsun Kaupþingsmanna, Sigurður Einarsson eftirlýstur af Interpol, slitastjórn Glitnis höfðar mál í USA, eignir Jóna Ásgeirs frystar á heimsvísu og uppþot í héraðsdómi Reykjavíkur.

Hér eru hlutirnir að gerast - hrun - skýrslan - handtökurnar.


Lífeyrissjóðirnir stóðu - bankarnir féllu.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar í grein á Pressunni í dag um neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðanna á árunu  2008.  

Þar segir;

"Rétt er að skoða tölur um neikvæða nafnávöxtun Lífeyrissjóðanna á árinu 2008 í samhengi við það að stór hluti fjármálakerfisins á Íslandi hrundi – hvort heldur um var að ræða banka, sparisjóð, fjárfestingarfélag, eignarhaldsfélag eða aðra fjármálaumsýslu. Öll þessi fyrirtæki fóru ekki bara á hausinn heldur töpuðu þau bróðurparti eigna sinna. Þannig má ætla m.v. mat skilanefndanna að bankarnir hafi tapað um 65-70% af öllum eignum sínum og Landsbanki Íslanda trúlega nærri 80%! Séð í þessu samhengi er ljóst að lífeyrissjóðirnir eru í raun eini hluti fjármálakerfisins sem ennþá stendur uppi, þrátt fyrir áföll."

Og síðar í sömu grein;

"Auðvitað var tap sjóðanna tilfinnanlegt og gagnvart sjóðsfélögunum grafalvarlegt. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að þröng ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA, sem tekin voru upp í lögunum um starfsemi lífeyrissjóðanna árið 1997, hefur skilað mikilsverðum árangri. Krafan um mikla áhættudreifingu í eignasöfnum sjóðanna, eftir bæði mismunandi eignarflokkum og löndum (þ.m.t. gjaldmiðlum), hefur varið sjóðina og þar með lífeyrisréttindi sjóðsfélaga fyrir hruni og gert sjóðunum kleyft að borga hærri lífeyri þrátt fyrir áföllin."

Skora á ykkur að lesa grein Gylfa sem er bæði góð og fræðandi.


Grikkir og Íslendingar í vanda vegna spillingar

Rannsóknarskýrslan okkar hefur sýnt það svart á hvítu að spillt stjórnkerfi undanfarna áratugi er okkar stóra vandamál. Mér finnst einsýnt að Grikkir séu að kljást við spillingu líka þó þjóðfélagsgerðin sé ekki sú saman.

Nú getum við látið Grikkjum í té uppskrift af því hvernig spillt samfélag er skoðað og öllum steinum í stjórnkerfinu velt við. Við erum að hreinsa út hjá okkur og okkar aðferðir hljóta að duga hjá fleirum.

Við erum sem sagt með viðskiptatækifæri og nýja vöru sem ætti að seljast um allan heim eins og heitar lummur. Rannsökum spillingu - upprætum spillingu.


Grikkir í vanda vegna skulda - krónan er okkar vandi.

Grikkir eru í vanda sem vissulega er stór, en sýnist þó minni en okkar. Þar ræður mestu að þeir eru með evruna og þurfa því ekki að kjást við handónýtan gjaldmiðil meðfram gríðarlegum skuldavanda. Þó fjármálaráðherrann okkar lofsyngi krónuna og þakki Guði fyrir hana, þá er það vegna hans "þjóðræknu" skoðana, en ekki vegna hlutlausrar og yfirvegaðrar athugunar á hagkvæmni þess að vera með örmynt. Þeir landar mínir sem enn vilja halda í krónuna gera það langflestir á tilfinningalegum forsendum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband