Háskólanám á Íslandi - endurskoða rekstraformið.

Það er frábært að hægt sé að reka metnaðarfullt háskólanám á Íslandi. Ég ætla ekki að draga taun neins eins skóla, en það er nokkuð ljóst að samhæfa verður nýtingu fasteigna og mannafla. Nákvæmlega það sem háskólaprófessorarnir eru að segja. Nemar í heilbrigðisgreinum munu þurfa að sækja sitt verklega nám að mestu í Reykjavík, en að öðru leiti er hægt að hafa miðstöð hverrar greinar hvað sem er. Þessi tillaga er allrar skoðunar verð og það með opnum huga.


Hálfann milljarð í bónus - úppsss

Þetta hlýtur að vera heljarmenni til vinnu, nokkur hundruð ára gamall og svo hefur hann ekki sofið dúr síðan um þar síðustu aldamót. Ef við gefum okkur að maðurinn hafi 250 þúsund í mánaðarlaun, þá jafngildir þetta 1660 ársverkum. Samkvæmt frétt á vísi á þessi krafa að fara fyrir dóm. Ég eignaðist 4 börn á 10 árum og ef ég vildi krefjast launa fyrir það að koma 4 íslendingum til manns og meta mig á sama launataxta og lagður er til grundvallar varðandi ársverkin, þá væri krafan á núvirði kr. 78.000.000. Það er 250 þúsund á mánuði í 26 ár eða þar til það yngsta var 16 ára. Er einhver lögmaður tilbúinn til að taka málið að sér, sennilega yrði ríkið fyrir valinu sem greiðandi.

 


Sigurður Einarsson - kæri vísað frá í Hæstarétti

Hæstiréttur vísar frá kæru Sigurðar Einarssonar um alþjóðlega handtökuskipun Interpol samkvæmt fréttá vísi. Þarna er Hæstiréttur í raun að staðfesta ástæður hinnar alþjóðlegu handtökuskipunar og um leið að staðfesta þau gögn og vinnubrögð sem liggja að baki.

Margir töldu og telja jafnvel enn að Hæstiréttur mundi ekki fara mjúkum höndum um hvítu flibbana. Byrjunin segir annað og staðfestir þá trú mína að allir séu jafnir fyrir lögunum og að afbrot hvítu flibbanna séu líka það stórfelld að ekki sé smuga til þess að litið verði framhjá þeim. Jafnvel dýrustu stjörnulögmenn í útlöndum duga ekki til.

Það er löng saga frá Breiðabólstað í Húnaþingi vestra á 12. öld þegar Hafliði Máson skráði fyrst lög á Íslandi og til Ólafs Þórs Haukssonar í dag. Hafliði er þegar skráður á spjöld sögunar og Ólafur verður örugglega skráður þar líka.  Hafliði fékk sér dæmdar fébætur á Þingi á Þingvöllum vegna skaða á fingri, sem þóttu nokkuð háar og þá varð til máltækið, Dýr mundi Hafliði allur


Mikilvægur áfangi

Þessi kaup eru til marks um það hversu gríðarlega alvarlegir hlutir hafa gerst hér á meðan bankarnir voru enn í "eigu" einkaaðila. Nú er verið að leiða okkur til baka af fagfólki, úr þeim ógöngum sem geðþótta ákvarðanir byggðar á mikilli vanþekkingu og gríðarlegum skorti fagmennsku leiddu okkur.

Þessi kaup og samningurinn að baki hans, sýnir okkur svo ekki verður um villst að við erum núna loksins komin með fagmann í stól Seðlabankastjóra. Það þýðir líka að það frábæra starfsfólk sem vinnu í bankanum, er nýtt til hins ýtrasta og nýtur sín vonandi vel í sínu starfi. 

Nú er beinlínis kjánalegt að vera í orðaskaki um hluti eins og hver hafi staðið sig verr, þessi eða hinn flokksgæðingurinn eða þessi eða hinn útrásarvíkingurinn. Það eru allir í sömu súpunni og munurinn er einungis sá hve lengi hvert stjórnmálaafl tók þátt í bullinu.

Það sem ruglar fólk helst er þáttur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn síðustu mánuði fyrir hrun. Flokkurinn hefur sem betur fer sett á fót nefnd til að fara ofan í saumana á starfi flokksins og einstakra flokksmanna fyrir og í hruninu.

Þeirri rannsókn fagna ég og tel mig vita að einstakir aðilar hafi gert mistök og á þeim verði tekið. Með þessu er ég ekki að ásaka neinn og hef ekki til þess vitneskju eða kunnáttu, heldur að segja að ég eins og aðrir í flokknum, hljótum að taka niðurstöðunni eins og hún kemur, viðurkenna orðinn hlut og gera breytingar á vinnubrögðum.


mbl.is Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármagn tryggt til embættis Séstaks Saksóknara.

Það eru mjög góðar fréttir að búið sé að tryggja fjármagn til embættis sérstaks saksóknara út áætlað rannsóknartímabil. Ríkisstjórnin hefur farið að ráðleggingum Evu Joly og nú verður fjölgað hjá embættinu.

Þetta segir okkur landsmönnum að rannsókninni veruð fylgt eftir að fullri einurð. Það sem kallað hefur verið "fjölmiðlasirkus" af þeim sem finnst allt þetta "brölt" afskaplega óþægilegt, horfa nú framan í þá staðreynd að þetta rannsóknarferli er í alvöru.

Ég óska Ólafi Þór Haukssyni og hans fólki innilega til hamingju með þessa mikilu viðurkenningu á vandaðri vinnu við afar erfiðar aðstæður


Vinnustaðaskýrteinin til mikilla bóta fyrir launamenn

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins skrifar á eyjuna í dag, afar góða grein um vinnustaðaskýrteinin og miskilninginn sem þar er í gangi.

Sigmundur Davíð Gunnaugsson formaður Framsóknarflokksins tók afar stórt uppí sig (eins og hann gerir oft). Hann talaði þar af mikilli vanþekkingu um skýrteinin og tilurð þeirra.

Guðmundur Gunnarsson hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á vinnumarkaðsmálum og í grein hans er talað um málið af þekkingu og líka á mannamáli sem eru tveir góðir kostir og sérstaklega saman.


BM Vallá í þrot - Víglundur Þorsteinsson kveður.

Þarna er einn alharðasti talsmaður frjálshyggjunnar búinn að taka pokann sinn. Hér á netinu er talað um milljarða sem hann hafi náð út úr fyrirtækinu og á því hef ég ekki skoðun enda vantar mig til þess upplýsingar.

Þessar ágiskanir er samt þess eðlis að ég spyr mig hvort ekki sé ástæða til að rannsaka bókhald þessa fyrirtækis. Skil þess á ársreikningum hafa um árabil verið bitbein Víglunds og Skattyfirvalda.

Einhvern veginn finnst mér að undanskot/arður sé frekar hefð en undantekning í íslenskum fyrirtækjum og þá er kannski komin stór hluti skýringar á gríðarlegum hallarekstri hjá rótgrónum fyrirtækjum.


Bestu kostirnir í Reykjavík

Þetta er ekki spurning um húmor heldur svo blákalda alvöru að nú sem aldrei fyrr er þörf á að skoða hvaða þjóðfélagsgerð við viljum.  Besti flokkurinn er góður til að lífga upp á framboðsfundina, en í kjörklefanum tekur alvaran við og þá er spurt um áframhaldandi bullandi frjálshyggju eða samfélag jafnaðarmennsku og félagslegra lausna.

B og D = áframhaldandi bullandi frjálshyggja - stöðnun.

S og V = jöfnuður og félagslegar lausnir - uppbygging.

Lausagöngufé vantar ekki ekki í Reykjavík svo sleppið litlu framboðunum.


Athugasend við skrif fólks eins og Skafta Harðarsonar á Eyjunni

Þegar ekki er annað til varnar vondum málstað en dylgjur um heiðarlegt fólk, þá er mál að hætta skrifum. Þorvaldur Gylfason, Stefán Ólafsson og fleiri héldu á lofti sannleikanum um græðisvæðinguna sem hér óð yfir allt. Hvernig þeir tekjulágu voru mergsognir með als kyns fátæktargildrum gerðu kjör þeirra óbærileg á meðan fjármagn flæddi héðan í skattaskjól víða um veröld.
Það eru margir sem fleiri grunaðir um að hafa framið lögbrot í fjármálageiranum og Jón Ásgeir er einn þeirra. Málið er bara svo miklu stærra en einn eða tveir menn. Það er heil þjóð í vanda og það sýnir ótrúlega þröngsýni að tönglast á einu mannsnafni og einu fyrirtæki.
Slíkt er bara til að gera málflutning þinn Skafti og margara annara, afar ótrúverðugan og kjánalegan. Málin eru í rannsókn og meðan svo það stendur yfir er best að svona sleggjudómar séu settir í skúffuna og við snúum okkur að því hvað er til ráða og hvert við viljum stefna.
Ég er ekki verjandi neins og er engum að hygla. Kjánaleg deila Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs er bara orðin að aukaatriði í leikritinu Hrunda Ísland.


Planið lága.

Það eru margir á lága planinu núna og svo hefur verið alveg frá hruni. Hvort þeir hinir sömu eru að þjóna einhverjum hagsmunum er mjög vafasamt. Gróa á leiti hefur verið til lengi og ekki liggur hún á liði sínu núna.

Hef ekki trú á því að Ólafur Þór Hauksson og hans fólk liggi á netinu til að leita uppi slúður. Þessi skrif eru fyrst og fremst þeim til minnkunar sem þau skrifa og ég tala nú ekki um þá sem trúa þvælunni.

Þegar fólk er í svona tiltekt eins og ÓÞH stendur fyrir, verður bara að setja upp brynjuna og vinna af fagmennsku. ÓÞH hefur fengið mjög lítið um sig skrifað og ekki stakt orð sem kallast getur neikvætt. Það segir mikið um þennan gegnheila mann sem ekki breytir svip eða hækkar rödd þó spurt sé um stór mál.

Þetta bull um „fjölmiðlasirkus“ er einskonar kvak í mín eyru og bítur ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband