Mikilvægur áfangi

Þessi kaup eru til marks um það hversu gríðarlega alvarlegir hlutir hafa gerst hér á meðan bankarnir voru enn í "eigu" einkaaðila. Nú er verið að leiða okkur til baka af fagfólki, úr þeim ógöngum sem geðþótta ákvarðanir byggðar á mikilli vanþekkingu og gríðarlegum skorti fagmennsku leiddu okkur.

Þessi kaup og samningurinn að baki hans, sýnir okkur svo ekki verður um villst að við erum núna loksins komin með fagmann í stól Seðlabankastjóra. Það þýðir líka að það frábæra starfsfólk sem vinnu í bankanum, er nýtt til hins ýtrasta og nýtur sín vonandi vel í sínu starfi. 

Nú er beinlínis kjánalegt að vera í orðaskaki um hluti eins og hver hafi staðið sig verr, þessi eða hinn flokksgæðingurinn eða þessi eða hinn útrásarvíkingurinn. Það eru allir í sömu súpunni og munurinn er einungis sá hve lengi hvert stjórnmálaafl tók þátt í bullinu.

Það sem ruglar fólk helst er þáttur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn síðustu mánuði fyrir hrun. Flokkurinn hefur sem betur fer sett á fót nefnd til að fara ofan í saumana á starfi flokksins og einstakra flokksmanna fyrir og í hruninu.

Þeirri rannsókn fagna ég og tel mig vita að einstakir aðilar hafi gert mistök og á þeim verði tekið. Með þessu er ég ekki að ásaka neinn og hef ekki til þess vitneskju eða kunnáttu, heldur að segja að ég eins og aðrir í flokknum, hljótum að taka niðurstöðunni eins og hún kemur, viðurkenna orðinn hlut og gera breytingar á vinnubrögðum.


mbl.is Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

226 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110289

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband