Það er mörg matarholan - mál sem Neytendastofa þarf að skoða.

Var að lesa færslu um þjónustu hjá Bræðrunum Ormsson við notendur á búðakössum sem það ágæta fyrirtæki selur og hefur selt. Það er um að ræða leiðbeiningar til að breyta skattprósentu á virðisaukaskatti, en sá skattur er að taka breytingum um þessar mundir. Leiðbeiningar eru á netinu og allt gott með það. Þær eru á ensku og látum það líka gott heita, ef BO krefðist ekki greiðslu kr. 4.000 fyrir að leiðbeina notanda gegnum síma. Þetta er fráleitt eina fyrirtækið sem er með slíkar leiðbeiningar á erlendu máli og hefur ekki haft fyrir því að þýða á Íslensku. Hvað kostar að fá starfsmenn BO á staðinn, eigi veit ég það, en trúlega á þetta við - dýr mundi Hafliði allur eins og sagt var á Þingvöllum forðum.


Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara

Þingmannanefnd sem fjallar um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis vegna bankahrunsins hefur sent mál er varðar fyrrverandi Seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til ríkissaksóknara.

Þetta eru vissulega athyglisverðar fréttir og að mínu áliti er mjög rökrétt að þetta sé gert. Þá mun á endanum liggja fyrir niðurstaða um málið, hvort þessir menn hefi gert mistök eða sýnt vanrækslu í starfi. Mikil og hörð umræða hefur verið um störf þessara manna og því afar nauðsynlegt að fá málin á hreint.


Kaup Lífeyrissjóðanna á krónubréfum af Seðlabankanum

Góðar fréttir fyrir okkur lífeyrisþega og ekki veitir af. Seðlabankastóri talar um möguleika á því að aflétta gjaldeyrishöftum í sumar eða haust. Við erum á leið til baka og það er gott, hvert skref í þá átt er fagnaðarefni


Félaghygguöfl vonandi að taka við í Reykjavík og Kópavogi

Eins og er virðist það í spilunum að félagshyggjuöfl séu að taka við stjórnartaumunum í Reykjavík og Kópavogi og vonandi líka í Hafnarfirði. Það skiptir okkur hin svo miklu máli hvernig gengur á þessu svæði það sem stór meirihluti þjóðarinnar býr. Þessi meirihluti hefur líka farið lang verst út úr hruninu. Atvinnustigið á SV-horninu er slæmt og þess vegna er mikilvægt að atvinnustefnu Samfylkingar bæði í Reykjavík og Kópavogi verði hrint í framkvæmd. Óska viðræðunefndum góðs gengis. Við hér í Húnaþingi vestra kusum okkur hreinann meirihluta Sjálfsstæðismanna og óháðra.


Ekki meiri átakastjórnmál - nú er komið nóg.

Ekki meiri átakastjórnmál - það er niðurstaða sveitastjórnakosninganna. Fólkið í landinu er þreytt á endalausu karpi og skömmum, það vill að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, vinni saman og finni leiðir til betra samfélags.

Finni leiðir til að létta byrgðum af sliguðum öxlum almennings, til að allir geti horft framan í næsta dag án angistar og vonleysis, til að leiðrétta hinu hrikalegu misskiptinu hins daglega brauðs.

Það á ekki að vera lögmál að viss hluti þjóðarinnar eigi vart fyrir næstu máltíð eða sé á atvinnu. Okkar kjörnu fulltrúar - hættið að klóra augun hvert úr öðru - farið að vinna saman - öll sem eitt.


Kosningarnar í Reykjavík

Sigur eða ósigur – þetta er einfaldlega niðurstaða sem þarf að skoða með margt í huga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er að vinna við gríðarlega erfiðar aðstæður. Hrunið/kreppan er langmest á Suðvesturhorninu og þar er líka mesta og almennasta reiðin. Úrslit Samfylkingar voru ekki eins og ég hefði viljað sjá þau, en miðað við fárið í þessari kosningabaráttu, nokkuð viðunandi. Fólk hlustar ekki svo vel á rök eða stefnur þessa dagana. Það er að hefna og ná sér niður og það var gert.
Sjálfstæðisflokkurinn sem var búinn að sópa vel við framdyrnar og fægja gluggana, talandi um sigur/fegrunarverðlaun þá er niðurstaðan ótrúlega góð. Margir trúðu blekkingunni í bullinu og voru fegnir að fárið í kring um meirihlutana var á enda.
Hanna Birna lofaði líka að hækka ekki skattana á hátekjufólkinu og máttu smælingjarnir njóta góðs af.
Í hinu lagskipta samfélagi Reykjavíkurborgar eru mörg skuggasund og skúmaskot að sögn séra Bjarna Karlssonar 5. manns á lista Samfylkingarinnar.
Á þann mann vil ég hlusta í stað klisjufarsa frá Hönnu Birnu. Það varð að koma í veg fyrir að menn eins og Bjarni Karlsson kæmist í borgarstjórn. Jón Gnarr er djók og Hanna Birna stendur með djókinu. Hún sér von fyrir sig í djókinu.

Hvort Jón Gnarr bítur á það agn eða vill vinna með Degi B í rökfræðilegum stefnumálum. Þá væri Bjarni Karlsson með í bakliðinu og mundi aðstoðað við að ættleiða róna.


Hin forritaða brúða Íhaldsins í Reykjavík

Sjálfstæðisflokknum hefur verið strítt á því hve nafn hans og merki er lítt sýnilegt í kosningabaráttunni í Reykjavík en andlit borgarstjórans þeim mun meira áberandi. En þessi gagnrýni er e.t.v. á misskilningi byggð því Hanna Birna Kristjánsdóttir er á vissan hátt holdgervingur Sjálfstæðisflokksins allt frá upphafi samfelldrar valdatíðar Davíðs Oddssonar við landsstjórnina fyrir tveimur áratugum.

Hanna Birna hefur þá sérstöðu sem stjórnmálamaður að vera sköpunarverk flokksvélar allt frá upphafi og hefur aldrei á lífsleiðinni gegnt öðrum störfum en pólitískum í skjóli flokks síns.  Eins og lög gera ráð fyrir lá leiðin í Vöku í Háskólanum og þaðan í SUS. Strax eftir útskrift tók við starf fyrir þingnefnd og svo inn í ráðuneyti.

Þá tók við starf fyrir þingflokkinn og loks löng þjálfun í Valhöll sem aðstoðarframkvæmdastjóri undir handleiðslu Kjartans Gunnarssonar, bankaráðsmanns í Landsbankanum og hægri hönd formanns flokksins til margra ára. 

Og nú  stendur hún eins og forrituð brúða og þylur upp klisjur Íhaldsins sem eiga að ganga í hinn almenna kjósanda í Reykjavík. Það er sama hvort hún er í auglýsingum, viðtali eða kappræðu - alltaf er það sama rullan sem hún hefur svo vandlega verið mötuð á og þjálfuð í að flytja.


Hvað er best að kjósa í Reykjavík

Reykvíkingar þurfa að gera Íhaldinu frí og það langt frí. Jafnaðarmenn er það stjórnmálaafl sem mun reynast  best og verða þeim og okkur öllum landsmönnum til mestra heilla.
Hrunið er langmest í Reykjavík og nágrenni enda hefur það svæði, að undanskildum Hafnarfirði verið sterkasta vígi Íhaldsins í áratugi. Þar var búið að spenna bogann hæst og því var fallið mest.
Frjálshyggjan náði mestu flugi á SV-horninu og þar lágu flækjur fjármálanna, sukkið og svínaríið blómstraði mest á því svæði.
Nú situr almenningur í súpunni, ekki síst á Höfuðborgarsvæðinu, og enn eru einhverjir tilbúnir til að kjósa Íhaldið, að kjósa höfunda flækjufjármála, bónusa, undanskota og alls þessa sem kostað hefur samfélagið okkar svo gríðarlegar fjárhæðir.

Áróðursfólk Íhaldsins reynir stöðugt að benda á þann tíma sem við í Samfylkingin vorum með í djamminu.
Vissulega vorum við með stutta stund, en við sáum að okkur, hættum samstarfi og viðurkenndum okkar mistök. Stefna okkar nú byggist líka öll á því að snúa ef leið frjálshyggjunnar og til jöfnuður. Jöfnuður sem þessa þjóð vantar svo sárlega og hefur þráð að vera í svo lengi. Að allir geti haft það gott og fólki sé ekki haldið í endalausum fátæktargildrum, svo þeir ríku verði enn ríkari.

Áróðursfólk Íhaldsins er ekki að biðjast afsökunar og tala um nýja stefnu flokksins, nei það er að sverta okkur í Samfylkingunni - við djömmuðum  með þeim um stund - þau djömmuðu lengi lengi og ætla enn að djamma. Ólöf Norðdal talar um að skýrslan muni þvælast fyrir einhvern tíma, hún er á leið í brúna á Íhaldsskútunni. Þar á að sigla áfram á sömu miðin, í vasa almennings, þar er alltaf veiði og það veit Íhaldið.


Siðferði - samkeppni

Siðferði er mikið til umræðu nú um stundir og ekki að ástæðulausu. Eftir því sem meira er skoðað af því sem talið er að raunverulega hafi gerst í aðdraganda hrunsins og þá er ég að tala um á hrunið heimsvísu, verða málin ljótari. Meira og meira kemur í ljós af atburðum/verknaði sem fór fram í nafni frelsis en voru svo laus við allt sem kallast siðferði. Hvernig má það vera að venjulegt fólk breytist í skrímsli sem engu eira þegar peningar koma við sögu. Getur verið að hér sé um að ræða sjúkdóm eða fíkn sem getur farið út algjört stjórnleysi.

Eitthvað er að og það mikið. Hægri öfgamönnum í Bandaríkjunum finnst aldrei nógu hart gengið fram í því sem þeir kalla frelsi en ég vil kalla óstjórn. Krafan um samkeppni er tilkomin vegna ótta við skort, ótta við að ekki sé nóg til fyrir alla. Á þessu er alið í tíma og ótíma og allt er lagt undir að virk samkeppni sé til staðar. Hvaða heiti og hugsun á að koma í stað samkeppninnar og ekki viljum við einokun. Nú væri gaman að fá svör og vangaveltur.


Aðhald stóraukið á fjármálamörkuðum - gott mál

Vissulega góðar fréttir að tekist hafi að ná fram hertum reglum um skuldavafningana Vestra og Vogunarsjóðina í Evrópu. Þetta er auðvitað einföldun að kenni aðgerðir við vogun og vafninga, en voru það ekki stórir þættir í hruninu og fjármagnsflutningunum. Hrunið varð vegna þess að fé skipti um hendur á hinum svokallaða "frjálsa markaði" með litlum hömlum.

Nú er verið að setja upp vissar girðingar til að hemja verstu "túnrollurnar" sem hafa stungið sér inn á hvaða tún sem er og spillt uppskeru. Verið er að koma böndum yfir ljótasta braskið, án þess að hefta eðlileg viðskipti. Batnandi bröskurum er best að lifa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband