Jón Bjarnason hefur ákveðið að vera á móti

Eins og þið vitið, er ráðherrann Jón Bjarnason úr Skagafirðinum og því nátengdur því mikla söluveldi landbúnaðarafurða - Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar er Giftforstjórinn við stjórnvölinn og hefur góða stjórn á sínu fólki. Ótrúlega mikið af kvóta fer líka um hendur alvaldsins á Sauðárkróki og því brýnt að breyta engu.

Auðvitað getur Jón ekki verið sáttur við að landbúnaður og sjávarútvegur "hverfi" inn í almennt Atvinnuvegaráðuneyti. Hann hefur líka verið að sýna vald sitt sem sjávarútvegsráðherra með því að loka fjörðum fyrir dragnótaveiðum nú í sumar. Hann notar þar sitt gamla Danska einræðisvald og þarf ekki að spyrja kóng eða prest frekar en hann vill.

Fækkun ráðherra hugnast honum ekki og ég set líka spurningarmerki við Stjórnlagaþingið. Hann vill ekki inn í ESB og er örugglega krónuvinur. Hann er samsagt ekki hrifinn af því að breyta, ekki að rugga bátnum eða styggja einvaldinn fyrir norðan.


Árni Páll og launafrystingin

Árni Páll Árnason hefur að því er virðist varpað sprengju inní umræðuna núna með hugmyndinni um launafrystingu hjá ríkisstarfsmönnum. Hann hefur sett forystu þessa fólks í mikinn vanda. Það eru bara til hefðbundin svör við svona hugmyndum og það er að vera á móti þeim.

En við erum bara ekki í hefðbundnum aðstæðum sem stendur og þá er rétt að skoða allar leiðir, að velta við hverjum steini á götunni og gá hvort hann fer betur þannig. Ef valið stendur á milli þess að hafa hluta þessa fólks á atvinnuleysisbótum og hina á hærri launum eða alla í vinnu á aðeins lægri launum, þá er síðari kosturinn vel skoðunar verður.

Kannski verður hægt að hækka þau allra lægstu um lága prósentu og frysta fyrir ofan ákveðið mark. Skoðum tillögur Árna Páls með opnum huga, ræðum þær með rökum, en sleppum skítkastinu.


Nokkrar fyrir svefninn.

Unnur Brá 

Eflaust hefur Unnur Brá - Ætlað snjallt að segja - Sumu má ei segja frá -Um sumt er best að þegja 

Íhaldsins ær og kýr 

Þjóðarremba þykir fín - Þeim og líkar smérið - Er vilja hald’ í völdin sín - Og valtra yfir skerið 

Gefum Krulla orðið 

Klíni ég í koll á þér - Og klessi vel í hárið - Skrifa róg og skemmti mér - Skondið verður fárið -- Launum hefur leynt um sinn - Lygakvendið Jóka - Engjast læt ég enn um sinn - Þið eflaust megið bóka.

Stjórnarskrárfélag í undirbúningi

Ég leyfi mér að birta hér færslu frá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttir um undirbúning að stofnun Stjórnarskrárfélags.  Málið er afar brýnt að mínu áliti og ég skora á fólk sem áhuga hefur að kynna sér stofnun þessa félags

"Það er löngu ljóst að Alþingi veldur ekki verkefninu. M.a. þess vegna hefur sjálfsprottinn félagsskapur verið að undirbúa stofnun félags sem ber heitið Stjórnarskrárfélagið. Verið er að vinna að lögum félagsins en í drögum má m.a. sjá eftirfarandi í 1. gr:

Markmið félagsins er að þjóðin semji stjórnarskrá sem lögð verði í þjóðaratkvæði. Tilgangur félagsins er að hvetja til umræðu og rökræðu meðal landsmanna um nýja stjórnarskrá. Einnig að safna og miðla hugmyndum og upplýsingum um stjórnarskrármál.

Félagið tekur ekki afstöðu til innihalds stjórnarskrár.

Næsti fundur um undirbúning stjórnarskrárfélags verður miðvikudag. 9. júní kl 20:00 í Hugmyndahúsi Háskólanna, Grandagarði 2"


Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers - síðari hluti greinar Ólínu

Það er alltaf gott að fá upplýsingar um gang mála - síðari hluti greinar Ólínu:

"Auðlind í eigu þjóðarinnar

En lítum þá á meginatriði málsins og byrjum á því sem allir virðast sammála um. Það eru í fyrsta lagi markmiðin. Þau eru að tryggja

1)    ótvírætt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins,

2)    þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu,

3) jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ, og

4)   að eyða óvissu um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja með hlutlægum leikreglum og auknu gagnsæi við úthlutun veiðiheimilda.

Flestir virðast sammála um að fiskveiðiauðlindin sé og eigi að vera sameign íslensku þjóðarinnar. Því er brýnt, í ljósi reynslunnar, að festa ákvæði um þjóðareignina í stjórnarskrá.Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiðiauðlindina og aðrar þjóðarauðlindir á borð við orku og vatn.

Í skýrslu sem nýlega var unnin fyrir forsætisráðuneytið um auðlindanýtingu er talið brýnt að nýting auðlinda sé tímabundinn afnotaréttur sem ekki myndi eignarrétt. Enn fremur fyrir afnot af auðlindum skuli koma gjald sem renni til ríkisins. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnumótun sem sett hefur verið fram um breytingar á kvótakerfinu.

Þroskaðri umræða

Fram hafa komið hugmyndir um að þeir sem nú stunda útgerð muni geta notið forleiguréttar að tilteknum hluta aflaheimilda. Sú umræða tengist hugmyndinni (einni af mörgum) um að innkalla allar aflaheimildir á einu bretti og endur úthluta til langs tíma, e.t.v. 15 ára gegn stigvaxandi leigugjaldi. Þetta er eitt af því sem útfæra mætti í nánara samráði við hagsmunaaðila, en með þessu móti yrði eytt óvissu um afkomuhorfur, rekstrarumhverfi, fjárfestingar og markaði, svo dæmi sé tekið.

Ljóst má vera að fyrirhugaðar breytingar þurfa ekki að vera það þrætuepli sem ætla mætti af harkalegri umræðu liðinna mánaða. Eitt hefur nefnilega áunnist við þær tafir sem orðið hafa á störfum viðræðunefndarinnar - það er að umræðan hefur þroskast og línurnar skýrst.

Vonandi mun það fljótlega renna upp fyrir jafnvel hörðustu hagsmunaaðilunum að hér er til mikils að vinna, ef vel tekst til. Það veltur á vilja og réttsýni þeirra sem að málinu koma, ekki síst hagsmunaaðila sem nú eiga þess kost að vinna með stjórnvöldum."

Hafðu þökk fyrir góða grein Ólína.


Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers

Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers - er fyrirsögn á grein sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði í Fréttablaðið

Þar segi Ólína;

" Margt hefur verið rætt og ritað um áhrif svokallaðrar „fyrningarleiðar" á sjávarútveginn sem ýmsir spá falli verði leiðin farin. Nýleg skýrsla Háskólans á Akureyri staðfestir að svo þarf ekki að vera. Það veltur á útfærslunni og menn verða að vanda sig.

Í öllu þessu máli hefur borið á því að hugtök eru túlkuð með mismunandi hætti. Þetta torveldar umræðuna. Sumir hafa kosið að skilja tuttugu ára fyrningarleið þannig að núverandi kvótahafar verði „rændir" þeirri „eign sinni" sem þeir hafa sjálfir slegið á fiskinn í sjónum. Stuðningsmenn breytinganna leggja allt annan skilning í þetta mál.

Samráð við hagsmunaaðilaStefnan segir til um að þær aflaheimildir sem innkallaðar verða muni renna í auðlindasjóð, þaðan sem þær verða leigðar út aftur gegn sanngjörnu gjaldi til þeirra sem stunda útgerð. Hvort við gerum þetta á tuttugu árum - eða innköllum allt í einu og endurúthlutun til langs tíma (12-15 ára) - er bita munur en ekki fjár. Aðal atriðið er að gjald komi fyrir nýtingarréttinn og að forræðið og eignarhaldið yfir auðlindinni sé ótvírætt hjá þjóðinni. Þetta er í anda þess sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og í anda þess sem landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti fyrir síðustu kosningar. Markmiðið er að fiskveiðar umhverfis landið séu þjóðhagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Í stjórnarsáttmálanum er því heitið að endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiársins 1. september 2010.

Stjórnvöld hafa gert sitt ítrasta til að standa við þetta fyrirheit. Samráðið hefur staðið yfir í allan vetur við hagsmunaaðila í greininni. Fulltrúar LÍÚ stukku fljótlega frá borði og hafa ekki komið að því síðan. Eftir sátu þó flestallir aðrir hagsmunaaðilar (um 20 manns), samráðsnefndin hélt áfram störfum og mun nú vera á lokaspretti sinnar vinnu. Því er þó ekki að leyna að sú töf sem varð á störfum nefndarinnar gerir það að verkum að frumvarp um heildarendurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins mun ekki koma fram á yfirstandandi vorþingi. Ég leyfi mér þó að vona að áætlun um innköllun og endurúthlutun geti litið dagsins ljós fyrir tilsettan tíma. Ég gef mér það sem stjórnarþingmaður að ríkisstjórnin muni standa við það fyrirheit að sýna á spilin varðandi útfærsluna fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, og ekki degi síðar. Annað væri óásættanlegt með öllu."


Guðlaug Þór skortir siðferðisvitund kvenna - ætlar ekki að segja af sér.

Styrkjalisti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar Alþingismanns er að hluta til hér að neðan, það er að segja sá hluti sem hann birti í sama mund og verið var að kynna nýjan meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur - skrítin tilviljun finnst ykkur ekki.

Actavis Group hf 250.000 - Atorka Group hf 1.000.000 - Austursel ehf 1.500.000 - Baugur Group ehf 2.000.000 - Bjarni Ingvar Árnason 250.000 - Bláa Lónið 400.000 - Borgarverk ehf 250.000 - Brim hf 300.000 - FL Group 2.000.000 - Fons hf 2.000.000 - Guðmundur Kristjánsson 200.000 - Gylfi og Gunnar 200.000 - HF Eimskipafélagið 500.000 - Intrum á Íslandi 300.000 - Kaupþing banki hf 1.000.000 - Landsbanki Íslands 1.500.000 - Milestone ehf 750.000 - Sigurður Bollason 500.000 - Tékk Kristall 200.000  - VBS fjárfestingabanki 30.000 - Vínlandsleið ehf 150.000 - Þóra Guðmundsdóttir 500.000 - Örninn hjól ehf 75.000 = Kr 15.855.000

Það hefur sem sagt kostað skildinginn að bola Birni Bjarnasyni út af þingi.  GÞÞ taldi þetta þó hóflegan kostnað í samtali sið Egil Helgason skömmu eftir kosningarnar 2007.

Þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins þykir ekki við hæfi að vera að ræða þessa styrki núna, það voru einfaldlega aðrir tímar þá.

Mikið rétt - það eru aðrir tímar núna, nú eru stjórnmálamenn krafðir um að axla ábyrgð á svona styrkveitingum og víka til hliðar, segja af sér. Steinunn Valdís gaf fordæmi og sendi skilaboð.

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lýst því yfir að hann ætlar EKKI AÐ SEGJA AF SÉR.


 


Heimavarnarliðið í Móunum klikkar ekki

Það er eins og við manninn mælt að ef maður VOGAR sér að skrifa nokkur orð um hirðina í Móunum, þá er heimavarnarliðið mætt með það sama og sendir manni niðrandi athugasemdir - alveg hægri vinstri. Heldur finnst mér lítið leggjast fyrir svoleiðis málflutning enda ekki mark takandi á slíku. Málefnaleg umræða er ekki á færi þeirra í Móaliðinu, enda slíkt ekki í tísku þar sem einn foringi ræður í hópnum og honum hefur ekki mátt andmæla árum saman. Svoleiðis er víst kallað MEÐVIKNI og þá er nauðsynlegt að leita sér hjálpar.


Ekki mörg orð um nýjan meiri hluta í Reykjavík

Moggafólki þykir það ekki stórfrétt að nýr meiri hluti sé komin í borgarstjórn Reykjavíkur. Að er sjálfsagt ekki kátt í Móunum núna þegar helsta vígi Íhaldsins er fallið í hendur félagshyggjufólks.

Svo er Kópavogur líka sloppinn úr sömu klónum og líkur á að forgangsröðun hjá meirihluta þjóðarinnar sem býr á þessu litla svæði, verði nú gjörbreytt. Ekki lengur dekrað við peningafólkið umfram aðra og farið að rétta hlut þeirra sem minnst hafa.

Skamm skamm - ekki góð frétt fyrir íhaldssama og auðuga. Sá dagur er vonandi framundan að ekki ÞURFI að ættleiða róna. Grin


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eigið húsnæði"

Okkur Íslendingum hefur verið mikið kappsmál að eignast okkar "eigið húsnæði". Margir telja sig setja verulega niður við að selja/missa húsnæði sem það hefur verið skráð fyrir sem eigendur. Við hjónin vorum svo heppin að selja húsið okkar, rétt fyrir hrun. Við leigjum núna litla íbúð og erum mjög sátt með það. Þegar slík breyting verður á högum fólks eru það viðhorf hvers og eins sem mestu skiptir. Ég tel í raun að við höfum aldrei "átt" þetta hús, heldur einungis greitt fyrir afnot af því. En þar sem við vorum skráð sem eigendur, bar okkur að greiða af því fasteignagjöld og halda því við.

Fólk talar gjarnan um að það hafi tapað svo og svo miklu eigin fé í formi húseigna í hruninu. Víst er hægt að líta svo á, en svo er líka hægt að segja. Við greiddu þessa upphæð fyrir afnot af húsinu. Nú eru afnotin orðin svo dýru verði keypt að við ætlum að hætta að nota þetta húsnæði og koma okkur annars staðar fyrir. Til er nægt íbúðarhúsnæði á Íslandi svo það ætti ekki að vera vandamálið. Kópavogsbær er að fara af stað með athyglisverða tilraun (ef  yfirstandandi meirihlutaviðræður skila árangri) og þar verður áhugavert að fylgjast með. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband