18.6.2010 | 00:06
Athyglisverð færsla af Eyjunni
Guðbjörn Guðmundsson skrifar athyglisverða færslu á eyjuna sjá her sem heitir - VIÐ GÆTUM HAFT ÞAÐ SVO GOTT.
Hér eru tölulegar staðreyndir úr færslu GG, ásamt lokaorðum hans:
Ísland - 20.000.000 til 40 ára - fyrsta afborgun kr. 143.592.156 .
Miðað við 5% verðbólgu á ári síðasta greiðsla etir 40 ár kr. 679.009 .
Bílalán hjá Íslandsbanka til 60 mán. kr. 2.000.000 með 8,6% vöxtum.
Fyrsta afborgunin kr. 42.950 en afborganir lækka svo í kr. 35.525
Verðtrygging þar að auki og ekki unnt að fá marktæka lokagreiðslu.
Þýskaland Sparda Bank
Fasteignalán 127.340 evrur (kr. 20.000.000 milljónir ) til 40 ára - ber næstu 10 ár fasta vexti 3,7%, eru fastar afborganir af láninu 630 evrur á mánuði (100.000 kr.) næstu 10 árin. Ekki verðtryggt lán - afborganir hækka ekki
Lánið greitt niður á 40 árum og árleg endurgreiðsla 2,5% af höfuðstólnum, sem lækkar við hverja afborgun.
Upphafleg lánsfjárhæð 127.340 evrur (20 milljónir kr.), eftir 10 ár er höfuðstóll lánsins kominn í 89.430 evrur (14.040.000 kr.).
Bílalán kr. 2.000.00 Bon Kredit til 60 mánaða með 5,14% óverðtryggðum, föstum vöxtum og eru fastar afborganir af láninu upp á 237 evrur (37.700 kr.). Afborganir af bílaláninu yrðu því frá 1. til 60. greiðslu eða í 5 ár 237 evrur á mánuði.
Það er eitt ráð við þessu og það er að ganga í Evrópusambandið og taka upp annan lögeyri. Hversvegna vill 60 % þjóðarinnar láta fara svona illa með sig?
17.6.2010 | 16:29
Á þjóðhátíðardegi
Hlustaði á Jóhönnu í morgun og það var góð upplifun. Einhver heiðarlegasti stjórnmálamaður á Íslandi sem stendur nú í brúnni á laskaða skipinu okkar sem er smámsaman að losna af þeim strandstað sem óheiðarleiki, klíkuskapur og fjárglæfrar komu okkur á, með dyggri aðstoð stjórnmálamanna sem töldu að frjálshyggja og hefndaraðgerðir í boði einræðis væru best til þess fallin að stjórna okkar litlu þjóð.
Í dag var umsókn okkar um aðild að ESB samþykkt sem eru mikil tímamót og stórt skef í átt til aukins lýðræðis fyrir okkar þjóð.
17.6.2010 | 01:21
Kosnaður við aðildarumsókn að ESB - hverrar krónu virði!!
Það er dýrt að vera í kreppu, það vitum við öll. En þar sem umsóknin um ESB er ein okkar besta leið út úr kreppunni, þá er það hverrar krónu virði að sækja um. Með aðild verða leystar upp ýmsar klíkur sem nú halda þjóðinni í margskonar hershöndum og við mun fá mun lýðræðislegra samfélag þar sem jöfnuður mun aukast og lífskjör batna. Og er það ekki það sem við viljum öll?? Ég skil ekki fólk sem er á móti bættum kjörum
17.6.2010 | 00:53
Dómar Hæstaréttar voru ÞRÍR vegna lána með gengistryggingu
Vil vekja sérstaka athygli á dómi Hæstaréttar frá í gær 16. júní, í máli NBI gegn Þráni ehf. Lesið endilega blog Marinós G Njálssonar um þennan dóm og aftugasemdir við bloggið. Sá dóminn 317/2010
Í færslu Marinós segir m. a.
"Þessi úrskurður er mun mikilvægari en bílalánamálin, þar sem hann fjallar um lán sem eru með hinum dæmigerðu jafngildisákvæðum, eins og eru hvað algengust í lánasamningum. Hann er líka mikilvægur vegna þess, að héraðsdómur komast að þeirri niðurstöðu að engin önnur trygging skuli koma í stað gengistryggingar eða eins og segir í dómnum:"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 01:48
Georg Bjarnfreðarson
Í fyrstu fannst mér Georg Bjarnfreðarson algjörlega misheppnuð persóna í sjónvarpsseríu. Hann var afspyrnu leiðinlegur, frámunalega sérlundaður og algjörlega óþolandi á köflum. Hann var blátt áfram leiðinlegur. En svo fór ég að skilja hann smám saman og meira að segja finna til með honum. Hann var að hreyfa við einhverjum dauðum strengjum og brjóta upp eitthvað norm sem átti bara ekki að snerta. Svo fór manni bara að finnast allt í lagi að snerta þetta norm, að hreyfa við því og barasta pota vel í það. Á Litla Hrauni kom svo nýr tónn, Georg átti bágt og gríman fór að gisna.
Nú er holdgerfingur Georgs orðinn borgarstjóri í Reykjavík og ætla að gera borgina og borgarstjórnina skemmtilega. Það má líka segja að Georg hafi byrst okkur í síðustu borgarstjórn. Í því leikhúsi fáránleikans þar var sýndur í beinni útsendingu. Minnisleysi - týnd skjöl - hnífar í baki - borgarstjóri með læknisvottorð - flótti úr Ráðhúsinu - o.fl o.fl. o.fl.
Andhverfan kemur og verður rétthverf eða var það öfugt.
16.6.2010 | 00:55
Málefnasamningur Reykvíkinga - til hamingju !!
Var að lesa málefnasamning borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík. Ég finn þar nýja nálgun í stjórnmálum og nú er verið að hugsa fyrst um fólk og svo fjármagn. Og fjármagnið á að þjóna fólkinu en ekki öfugt. Mikið er ég glöð og stolt að okkar góða Samfylkingarfólk og þeim mannvinum sem fylla raðir Besta flokksins, hafi auðnast að stilla saman strengi sína með þessum frábæru niðurstöðum. Til hamingju Reykvíkingar !!
13.6.2010 | 17:39
Eignaréttur eða afnotaréttur
Það er í raun svo fáránlegt að einhverjum skuli detta það í hug í alvöru að auðlindir okkar allra, séu eign einhvers aðila, eða einstaklings. Að einstaklingar skuli eiga land er líka mjög fáránlegt. Það að hafa afnotarétt af tilteknu landsvæði er bara allt annað.
Meðan peningar voru óþekktir á Íslandi, voru það jarðeignir sem gerðu menn og kirkjuna ríka. Þá eins og nú voru fátækir mergsognir af þeim sem réðu yfir auðæfum þess tíma.
Þá var það ekki fasteignaverð sem réði verðgildi eigna, heldur jarðaverð.
Nú er það líka kvótaverð og fleira, sem ræður eignastuðlinum.
Hvenær förum við að skilgreina muninn á eignarétti og afnotarétti. Við höfum afnotarétt á einhverju meðan við erum hér á jörðinni. Það skiptir okkur engu máli þegar við erum farin, hvort það var eignaréttur eða afnotaréttur af gæðum jarðar sem við nutum áður en lífsandinn fór í líkamanum.
12.6.2010 | 11:42
Sjö manna nefnd - Þjóðfundur - Stjórnlagaþing - Þjóðaratkvæðagreiðsla.
Þegar ég las þessa gein frá Allsherjarnefnd, sá ég í hendi minni að þarna væri komin leið sem kemur mjög vel til móts við þær óskir sem margir hafa og þar á meðal ég.
Ferlið er þetta:
1. Nefnd 7 manna kosin við afgreiðslu frumvarpsins.
2. Sú nefnd undirbýr og heldur 1.000 manna Þjóðfund um málið
3. Nefndin vinnur niðurstöður Þjóðfundar fyrir Stjórnlagaþingið
4. Stjórnlagaþingið gerir tillögu að Stjórnarskrá.
5. Tillögur Stjórnlagaþings lagðar fyrir Alþingi.
Fram kom í máli Róberts Marshall að 3 hugmyndir séu til skoðunar í Allsherjarnefnd um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, það er hvenær hún skuli haldin.
12.6.2010 | 01:35
Breytingartillaga við frumvarp um Stjórnlagaþing styrkir málið.
Eftir að hafa hlustað á framsögumann meirihluta allsherjarnefndar, Róbert Marshall fylgja áliti meirihluta nefndar úr hlaði á Alþingi á dag (á vef Alþingis) hef ég aðra sýn á þetta mál en þá að hér sé um útþynningu málsins að ræða.
Sú viðbót sem RM var að kynna, finnst mér styrkja málið frekar en hitt og gera aðkomu almennings að málinu virka.
Þingskjal 1301 er eftirfarandi:
"Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Við samþykkt laga þessara skal Alþingi kjósa sjö manna nefnd sem verði sjálfstæð í störfum sínum. Nefndin fái það hlutverk að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni. Þjóðfundinn skal halda tímanlega áður en kosið verður til stjórnlagaþings samkvæmt lögunum.
Miða skal við að þátttakendur á þjóðfundi verði um eitt þúsund talsins og skulu þeir valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá þannig að gætt sé að eðlilegri skiptingu þátttakanda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust.
Á þjóðfundinum skal leitast við að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings varðandi stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni og skal nefndin vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman.
Nefndin skal jafnframt annast söfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi og enn fremur leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá þegar það kemur saman."
Ég skora því á fólk að hlusta á framsögu RM og lesa umræður á eftir. Framsagan hófst kl. 17.38 í dag
11.6.2010 | 17:08
Til hamingju með daginn samkynhneigða fólk og við öll.
Í mínum huga er þetta bjartur dagur í mannréttindamálum á Íslandi, því nú eftir hádegið bárust þær fréttir að búið sé að afgreiða frá Alþingi lög um jafnann hjúskaparrétt allra þegna okkar lands. Þó ég hafi ekki alltaf verið stolt af þingmönnum okkar undanfarin misseri, er ég afskaplega stolt í dag. Vona að þessi lagasetning veki sem allra mesta athygli um allan heim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
170 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 110675
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar