25.6.2010 | 23:19
Er frestun á innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi staðreynd ?
Sjávarútvegsráðherra er úr Skagafirði og telur sig verða að gæta hagsmuna yfirvalds Skagafjarðar Kaupfélags Skagfirðinga. Hann felur sig bak við málalengingar um sættir og annað sem ekki er í myndinni í raun og veru. Þessi yfirlýsing hans um að ekki verði af innköllun aflaheimilda næsta haust, er að mínu áliti klaufaleg tilraun til að þóknast útvegsmönnum í hans kjördæmi og einnig til að sýna það að hann valdi sínu ráðherraembætti, sem hann gerir ekki. Hann er að veifa sínu ráðherravaldi, en getur þó ekki stöðvað vinnu Sjávarútvegsnefndarinnar.
Sú nefnd er að vinna og mun skila sínu eins og lýst hefur verið. Innköllun aflaheimilda er í sáttmála ríkisstjórnarinnar og það er mín trú að við innköllun verði staðið. Það er með ólíkindum ef slík ákvörðun er á hendi eins manns, það er sjávarútvegsráðherra. Það er stærra mál en svo að slíkt geti verið þó okkar gamla stjórnarskrá sé ansi götótt hvað varðar lýðræði annars vegar og vald ráðherra hins vegar.
Fyrirsögnin hér að ofan er af Eyjunni og fréttina í heild má lesa hér
Þetta er einhver magnaðasta frétt sem lengi hefur birst í fjölmiðlum hér á landi. Fjármálafyrirtækin báðum um að gengistryggðu lánin væri gerð lögleg.
Stjórnvöld sögðu nei - lánin voru samt veitt - enginn þeirra fjölmörgu í kerfinu sem vissu vel um ólögmætið hreyfðu hönd eða fót.
Þegar allt hrundi - hækkuðu lánin - fólk komst í hrikalegan greiðsluvanda - enginn þeirra fjölmörgu í kerfinu sem vissu vel um ólögmætið hreyfðu hönd eða fót.
Fjármálafyrirtækin fóru hamförum við að innheimt lánin, settu fyrirtæki og heimili í þrot, hirtu hús, bíla og aðrar eignir fólks - enginn þeirra fjölmörgu í kerfinu sem vissu vel um ólögmætið hreyfðu hönd eða fót.
Fólk hefur tekið líf sitt, fólk hefur misst heilsuna, hjónabönd hafa brostið, fjölskyldur hafa sundrast, fólk hefur flúið land - enginn þeirra fjölmörgu í kerfinu sem vissu vel um ólögmætið hreyfðu hönd eða fót.
Mál voru kærð - lánveitendur treystu á slappt dómskerfi - málin dæmd lántakendum í vil í Hæstarétti og núna fyrst eru þeir sem allan tíman vissu um ólögmætið að vakna og gegnrýna dóminn - lánakjörin allt of góð fyrir Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 13:52
Ólafur Áki rekinn í FLOKKNUM
Landsfundur um helgina og nauðsynlegt að sópa stéttina. Passa að þar séu ekki neinir "óþekktarormar" sem farið hafa út af línunni. Svoleiðis pjakka verður bara að reka.
"Staðreyndir er einfaldlega sú að í skipulagsreglum flokksins er ákvæði þess efnis að stjórnmálamenn, sem taka trúnaðarstörf fyrir aðra flokka, geta ekki verið í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna segir hann sig úr flokknum," (prentvillan tekin með af www.visir.is ) segir segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í frétt um málið á visi.
Lítill hópur um framboð í einu sveitarfélgi er ekki flokkur og því eru þessi ummæli Jónmundar út í hött. Málið er einfalt og Ólafur Áki var einfaldlega strikaður út, hann er ekki með "rétta" skoðun.
24.6.2010 | 12:05
Aron smíðar Gullkálfinn
Var í Noregi um helgina og fór meðal annars á vinnustofu tengdasonar míns þar sem hann vinnur með liti og striga, Sá þar m.a. mynd þar sem hugmyndin er sótt í Gamla testamentið - Aron að smíða Gullkálfinn. Á dökkum grunni skein á andlit Arons í bjarma frá logum og gulli. Græðgin sat við bálið og kepptist við, efniviður loganna afrakstur hinna daglegu starfa fjöldans. Gullið glóði - skugginn var stór - fátækt fjöldans. Goðið á Svörtu loftum kom í hugann - var hárið á Aron hrokkið á myndinni ??
24.6.2010 | 11:53
Krónan okkar stóri vandi
Ég upplifi mjög mikla afneitun hjá andstæðingum ESB, gagnvart okkar handónýtu krónu. Þegar tal þeirra berst að Evrópusambandinu er eins og við séum stödd á barmi glötunar. En hvað segja þau um krónuna - verðtrygginguna og vextina.
Stjórnmálamenn eiga að stjórna hvoru tveggja, en hvernig spyr ég á móti. Handaflið er fyrir löngu margreynt og gjörsamlega ótækt. Hvað annað hafa stjórnvöld til að vinna með sem skiptir einhverju máli. Harla lítið meðan krónan er við lýði.
Setjum lítinn bolta eða belg í íslenska jökulá í vorleysingum og vonum að hann komist á haf út. Sú aðgerð felur þó í sér minni áhættu, en að setja krónuna á alþjóðlegan markað. Við erum í heimatilbúnu greiðslufalli sem enginn veit hvað endar.
Á fossbrúninni er stórt tré og við viljum grípa í það, ná taki og halda fast. Þá segja afneitunarpostularnir, nei nei þetta tré að ættað frá útlöndum, ekki snerta það er eitrað og boðar okkur illt. Við skulum vera frjáls og velkjast áfram um á litla boltanum okkar. Hann er góður - hann er íslenskur - hann hentar okkur.
Enn það bull segi ég nú bara.........
23.6.2010 | 18:36
Áskorun til andstæðina við inngöngu í ESB
Ég skora hér með á ESB andstæðinga að segja mér (og öðrum skilningssljóum) hvernig hægt verði að; afnema verðtrygginguna - lækka vexti til langframa - lækka matarverð til langframa og svo margt annað sem breytast munu við inngöngu í ESB.
Ekki bull um heimsku - þjóðernisraus - yfirtöku ESB á auðlindum - herskyldu - matareitranir eða annað álíka gáfulegt. NÚ VIL ÉG AUÐSKILIN EINFÖLD OG VEL RÖKSTUDD SVÖR.
23.6.2010 | 18:29
Við erum búin að vera í Íslenska "hamstrahlaupahjólinu" alltof lengi
Mig langar aðeins að tala um "hamstrahlauphjólið" sem Íslenska fjármálaelítan hefur búið til fyrir sína þjóð og hefur gengið linnulaust síðan á 9. áratugnum.
Mér líður eins og ég hafi hlaupið maraþon í aldarfjórðung og nú sé komið nóg. Verðtryggingin hefur rænt og ruplað - sært og svínað á - þjóðinni eins og hún leggur sig allan þennan tíma.
Við reynum að reka heimili - fyrirtæki - félög - sveitarfélög - landshlutasamtök og hvað við köllum allar þær einingar sem höndla með peninga dagsdaglega og reyna eftir fremsta megni að halda sjó.
Margir hafa sokkið - farið á hausinn - misst fjölskylduna - allt sitt -misst heilsuna - tekið líf sitt í þessum bardaga - blessuð sé þeirra minning og græði sár fjölskyldnanna sem hafa liði allt allt allt of mikið.
Ég sé fram á að hægt verði að leggja þessa fjárplógsófreskju að velli með því að ganga í ESB og taka upp aðra mynt - Evruna.
Þó ekkert breyttist annað en að verðtryggungin hyrfi, er ekki spurning að segja já við aðild - þjóðin er orðin svo aðframkomin.
23.6.2010 | 18:11
Sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina um aðild að ESB til baka.
Nýjasta "vopnið í Valhöll" er að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka. Þar hafa peningaöflin hjá LÍÚ og klíkusamfélög annar atvinnugreina sem stundað hafa hvers kyns einokun hér á landi um áratuga skeið, ásamt landsbyggðahluta flokksins sem kennir sig við Framsókn (en er argasta afturhald).
Nú vill þetta snilldar lið "BJARGA" þjóð sinni frá því að steypast saman við fleiri SJÁLFSTÆÐAR ÞJÓÐIR í Evrópu - "hið VOÐALEGA ESB". Þetta sama snilldarlið er tilbúið til að ARÐRÆNA okkur almenning áfram EINS OG VERIÐ HEFUR - venda okkur fyrir VOÐALEGUM ERLENDUM GJALDMIÐLI -SKEÆFILEGA LÁGUM VÖXTUM - ALLTOF LÁGU MATARVERÐI og taka okkar bestu vinkonu, VERÐTRYGGINGUNA og henda henni á haugana. Hugsa sér hve gæska þeirra er mikil og góð.
23.6.2010 | 17:34
Áróðursherferð gegn ESB í gangi hér á landi
Nú þegar umsóknarferlið okkar að ESB hefur breyst í viðræðuferli við sambandið, eru hafin enn ein áróðursherferðin gegn því að við göngum þarna inn. Nú berjast margir um á hæl og hnakka og telja að okkar helsta "bjargráð" sé að draga umsókn um aðild að ESB til baka.
Það er nokkuð ljóst að fátt hindrar okkur að fá aðgang að ESB, falli okkur niðurstaða aðildarsamnings í geð og hann verði samþykktur hjá þjóð og þingi.
Dæmalausar "gróusögur" eru settar af stað, eins og; "herskylda" - "fiskimiðin fyllist af erlendum togurum" - "þjóðin verði matareitrun að bráð" . Trúir þessu einhver, ég bara spyr.
ICEAVE deiluna veður að leysa, en sú deila er óháð ESB á allan hátt. Að deilan sé óleyst, sennkar efnahafsbata okkar. Svo eru það auðlindirnar - fiskurinn - orkan - vatnið.
Ef við seljum þetta ekki frá okkur sjálf, þá munum við halda yfirráðum auðlindanna innan ESB. Það gera núverandi aðildarríki, Bretar eiga sjálfir gas og olíu í Norðursjó, Finnar skógana og svo framvegis.
Þó þessar og margar fleiri staðreyndir um ESB liggi á borðinu, eru alltaf einhverjir tilbúnir til að blasa út bullið, skara í glæður rangra túlkana og beinlínis ljúga að þjóðinni til að viðhald óttanum við útlönd.
18.6.2010 | 09:10
Sammála utanríkisráðherra - heilladagur fyrir Ísland.
Mæl þú manna heilastur minn ágæti utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson - Til hamingju Ísland !!!!!!!!!!!!
![]() |
Heilladagur fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
170 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 110672
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar