29.6.2010 | 00:49
Fyrstu skrefin að gegnsærri rekstri OR
Það er í raun furðulegt að starfsmenn OR hafi ekki nú þegar rétt á áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum fyrirtækisins. Gott mál að taka slíkt upp nú. Fárviðrið um launamál starfandi stjórnarformanns, Haraldar Flosa Tryggvasonar er örugglega tilkomið vegna ótta þeirra sem sitja við ketilinn hjá OR um að heldur verði skrúfað niður í hitanum þar og einhver fríðindi og óráðsía aflögð. Önnur ástæða kemur vart til greina. Gott mál að hin nýja borgarstjórn Reykjavíkur er löggst í tiltekt.
![]() |
Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2010 | 22:44
Úrsagnarbréf til Sjálfstæðisflokksins - Þjóðernishyggja frá 18. öld
Bréfið hér að neðan var birt á eyjunni í dag og það sendi maður til eyjunnar, sem var að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn um árabil.
"Undirritaður hefur verið mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir viðskiptafrelsi, afnámi hafta og ríkisafskipta sem og leitt Ísland inn í samfélag þjóðanna í gegn um NATO, EFTA og EES. Það er stefna að mínu skapi að einstaklingar hafi frelsi til athafna og að Ísland sé virkur þáttakandi í samfélagi þeirra þjóða sem standa okkur næst.
Núverandi stefna Sjálfstæðisflokksins, ef einhverja stefnu skyldi kalla, er furðuleg og fráleit. Flokkurinn er eins og Bjartur í Sumarhúsum þar sem sjóndeildarhringurinn er 5 metra í burtu. Og menn telja sig þess umkomna að finna út þann sannleik að ESB sé einhverskonar afturhaldsbatterí í Brussel og flestar þjóðir Evrópu hafi unnið þar hörðum höndum að koma saman félagsskap til að gera lífið sér erfiðara. En við séum svo klár að láta nú ekki plata okkur. Það er óhætt að kalla alvarlegt ofmat á eigin snilli eins og staða þjóðarinnar og almennings sýnir augljóslega nú.
Stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskránni að halda dauðahaldi í gerónýta mynt með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning í landinu er á alvarlegum villugötum. Stjórnmálaflokkur sem tekur hagsmuni útgerðarmanna og bænda fram yfir almenning í landinu hefur verulega skakkt útsýni á eðilegar vogarskálar hagsmunamats. Stjórnmálaflokkur sem rekur stefnu afturhaldsamrar þjóðernishyggju á heima á 18. öldinni, nú eða bara í sæng með vinstri grænum þar sem nægur félagsskapur er til frasasmíði og forpokunar. Og stjórmálaflokkur sem bregður fæti fyrir eðlilegt framhald vestrænnar samvinnu og náins bandalags okkar litlu þjóðar með þeim þjóðum sem standa okkur næst má nú bara hreinlega kalla heimskan.
Nýafstaðin algerlega innihaldslaus landsfundur með sínum ályktunum sem sennilega eru samdar á skrifstofu LÍÚ og Bændasamtakanna hefur nú rekið smiðshöggið. Ég undirritaður óska eftir því að vera tekin út úr félagatali í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki áhuga á að tilheyra félagsskap 18. aldar þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að raka undir hagsmuni hinna fáu á kostnað fjöldans."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.6.2010 | 15:37
Svo mælir Björgvin Valur
Langar að deila með ykkur ágætri færslu Björgvins Vals og þarf vart að taka það fram að ég er henni fyllilega sammála
"Það gáfulegasta sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti hefur gert, er að sækja um aðild fyrir hönd þjóðarinnar að ESB og það gáfulegasta sem þjóðin getur gert, er að taka ESB fagnandi og samþykkja aðild þar að afdráttarlaust.
Aðild að ESB yrði síðasta skrefið út úr moldarkofunum og inn í nútímann og líklega eitt það stærsta og heillavænlegasta fyrir fólkið sem á Íslandi býr.
Endilega kynnið ykkur málið."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2010 | 21:08
Til hamingju með daginn - ein hjúskaparlög staðreynd.
Innilegar hamingjuóskir til okkar allra með ein hjúskaparlög sem nú eru staðreynd. Við erum í farabroddi þjóða heimsins í mannréttindum fyrir samkynhneigða. Sérstaklega vil ég óska Jóhönnu Sigurðardóttir og Jónínu Leósdóttir til hamingju með að þeirra staðfesta samvist sé nú lagalega orðin hjónaband.
27.6.2010 | 00:32
Fiskveiðar - þjóðaeign á auðlindum - mannréttindi.
26.6.2010 | 23:36
Áskorun - þú átt að ganga þarna út Ragnheiður.
Eftir þennan Landsfund Sjálfstæðismanna, er Evrópusinnum ekki vært lengur innan flokksins. Það besta sem þeir gera nú er að ganga út og bindast nýjum samtökum um þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins.
Flokkur er bara flokkur og hann má yfirgefa, en sannfæringuna má ekki troða í svaðið, henni verður að fylgja eftir af mikilli festu. Guðbjörn Guðbjörnsson fylgdi sinni sannfæringu í dag og gekk úr flokknum eftir langa veru þar inni.
Hann er maður að meiru og ég tel hann hafa gefið tóninn fyrir margann Sjálfstæðismanninn í sama skoðanahópi. Væntanlega munu margir fylgja á eftir og eru jafnvel búnir að stíga skrefið nú þegar.
Þarna ert þú Ragnheiður Ríkharðsdóttir og nú er þitt að velja, flokkinn eða fólkið í landinu. Ég skora á þig að skoða þinn hug vel af heiðarleika og raunsæi.
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 18:33
Vextir Íslenskra fyrirtækja og heimila lækka um 228 milljara á ári við inngöngu í ESB
Valur B skrifar um það á eyjunni að vextir á öllum lánum fyrirtækja og heimila í landinu mundu lækka um 228 milljarða ef við værum nú innan ESB.
Gott að sjá hér góð rök fyrir inngöngu okkar í ESB - kjarabót fyrir fólkið í landinu. Ég bloggaði um þennan þátt um daginn á síðunni inni og fékk þar ábendingu um það hvernig á því stæði að ég tæki minn eigin hag fram yfir hag þjóðarinnar. Engin rök þar frekar en fyrri daginn. Kr. 228.000.000.000 - þetta er nokkuð há tala fyrir hvert ár. Margt hægt að gera fyrir þennan pening.
Varðandi þessa 228 milljarða þá erum við launafólk að greiða þetta með fernum hætti. Vexti af okkar eigin lánum - lægri laun vegna vaxtakostnaðar fyrirtækjanna - í vöruverði - með dýrari þjónustu hins opinbera og lægri greiðslum í gegnum bótakerfin. ALLT Í BOÐI KRÓNUNNAR.
26.6.2010 | 18:26
Landsfundur Íhaldsins ályktar gegn ESB - gagnrýni á forystufólk samþykkt
Já það hriktir í og heyrast brak og brestir. Nú fyrst fer að reyna á flokksgrindina innan frá. Gagnrýnisraddir eru að hækka og forystan að veikjast enn frekar. Þessi fundur getur hafa verið sá síðasti sem haldinn er hjá þessum flokki í núverandi mynd. Klofningurinn gerist ljósari með hverjum deginum sem líður. Það fólk í flokknum sem er einlægir Evrópusinnar, getur vart látið klíkuhlutann valta yfir sig öllu lengur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 00:03
Að stinga á kýlum
Ríkisstjórnin sem nú situr, er í þeim verstu skítverkum sem nokkur ríkisstjórn á Íslandi á undan henni hefur lent í. Slík verkefni eru ekki til vinsælda fallin og það vita liðsmenn hennar vel. Að stinga á kýlum er oft ansi sárt og innihald þeirra býsna ljótt.
Þrátt fyrir að hennar andstæðinga hafi tafið, spillt og aftrað með öllum ráðum, þá hefur tekist með ótrúlegum hætti að ná fram umbótum að okkar laskaða samfélagi. Fyrir það er ég vissulega þakklát og veit að meira er í pípunum af slíku.
Þó ég sé hennar stuðningsmaður, þá er það svo að ég hef ekki verið nægilega sátt við aðgerðir til bjargar heimilunum. Þar ber líklega hæst nú um stundir að ekki hafi verið gripið til aðgerða til að stöðva inngrip lánardrottna gagnvart þeim sem skulduðu í svokölluðum gengistryggðum lánum.
Nú eftir að dómur hefur fallið í Hæstarétti, kemur á daginn að fjármálafyrirtækin vissu allan tíman að þessi lánasamningar voru ólöglegir, en samt var innheimtu fylgt eftir ef fullri hörku með upptöku eigna þeirra sem tekið höfðu þessi lán.
En þó þessi þáttur hafi ekki verið sem skildi, verður að halda áfram, moka fleiri flóra og stinga í fleiri kýli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2010 | 23:46
Íslenski grauturinn.
Eftir því sem fleira kemur upp á yfirborðið, verður það betur ljóst hvað peningaöflin, í skjóli stjórnvalda (Íhalds og Framsóknar), hafa stundað miskunnarlausa arðránsstefnu með öllu mögulegu móti árum saman.
Þegar svo aðgangur að erlendum peningamörkuðum opnaðist, menn fóru að leika sér með peninga á algjörlega nýjum forsendum og í ómældu magni um hríð, þá fyrst tók steininn úr. Þar var enginn eftirbátur hins, eftirlitið máttlaust og auga heiðarleikans lokað. Lög sniðgengin hægri vinstri og ekkert heilagt eða ósnertanlegt.
Almenningur í landinu hlustaði á tungulipra þjónustufulltrúa útlista kosti þess að taka lán fyrir bílum, sumarhúsum, íbúðum, hlutabréfum, stofnbréfum og hverju því öðru sem hugurinn girntist. Almenningur hlustaði, trúði, treysti, reiknaði og skrifaði svo undir samninga sem hinir tungulipru réttu því.
En grauturinn mallaði og hitnaði stöðugt. Reynt að að kæla og ekkert gekk, en almenningur treysti. Eina helgina sauð upp úr og eldur varð laus. Slökkviliðið var ekki með réttu græjurnar og kunni ekki á dælurnar. Þá var Guð beðinn að blessa Ísland.
Síðan hefur grauturinn flætt yfir, brennt suma og kæft aðra. Efir því sem meira vellur versnar lyktin og fólk flýr, já það flýr landið sitt og þeim á eftir að fjölga sem það gera. Fólk tekur sig upp með tvær hendur tómar og er tilbúið að byrja í nýju umhverfi sem það vonar að sé ögn skárra hið gjörspillta Ísland
Um bloggið
170 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar