Fiskveiðar - þjóðaeign á auðlindum - mannréttindi.

Ályktun af Flokksstjórnarfundi Samfylkingar:
  
"Flokksstjórnarfundur Samfylkingar haldinn á Seltjarnarnesi laugardaginn 26. júní 2010 krefst þess að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG framfylgi ákvæðum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fiskveiðar, þjóðareign á auðlindum og mannréttindi.
Fundurinn ítrekar að farin verði sú leið sem fram kemur í samstarfsyfirlýsingunni og ekki verði látið undan þrýstingi sérhagsmunaaðila.  
Fundurinn hafnar hugmyndum um að núverandi handhafar fiskveiðiheimilda fái sérstök forréttindi til áframhaldandi nýtingar kvótans næstu ár.
Fundurinn krefst til þess að ríkið fyrir hönd þjóðarinnar verði hinn eini sanni eigandi fiskveiðiauðlindarinnar og sjái um að leigja auðlindina til þeirra sem vilja nýta hana á jafnréttisgrundvelli og grundvelli mannréttinda og fulls jafnræðis verði gætt gagnvart atvinnufrelsi."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta þýðir betra líf.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Og hverjar verða efndirnar, margar eru nefndirnar ????

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.6.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sjávarútvegsnefnd Alþingis er að vinna að breytingum á Fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sú vinna hefur gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir, en er þó langt komin. Yfirlýsingar Jóna Bjarnasonar nýverið um að ekki yrði farið að innkalla veiðiheimildir í haust, voru að mínu áliti tilefnislausra og fyrst og fremst ætlaðar til að friða útgerðaraðila í kjördæmi okkar Jóns. Þar tel ég að afstaða Kaupfélags Skagfirðinga ráði nokkru.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 02:56

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Er Jón lítill hræddur karl.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 09:23

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

hver er ekki hræddur við að missa vinsældir/fylgi/atkvæði

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 11:29

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Bjarnason  fremur glæp gagnvart þjóðinni, hann horfir uppá

15.000 atvinnu lausar manneskjur, án þess að hreifa legg né lið.

Þorskurinn er orðinn eins og heilög  kú í hans augum.

Hann er ekki hræddur við dóm Þjóðarinnar.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 20:04

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hann er hræddari við kaupfélagið.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband