4.7.2010 | 16:09
Þrælabúðir krónunnar
Fyrirsögnin er fengin af magnaðri færslu Guðmundar Gunnarssonar formanns RSÍ á www.eyjan.is
Og kafli færslunnar er birtur hér fyrir neðan, hverju orði sannara Guðmundur:
"Ekkert land í Evrópu hefur orðið fyrir jafnmiklu kerfistjóni og Ísland, það er vegna hruns krónunnar. Ekkert Evruríki hefur orðið fyrir jafnmiklu tekjutapi og hér, það er vegna hruns krónunnar. Tekjustofnar ríkissjóðs hafi hrunið um tugi prósenta og er í raun stærsta vandamálið sem Alþingi þarf að glíma við. Ísland er rúið efnahagslegu trausti, það er vegna krónunnar."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 00:20
Gott mál - ICESAVE - viðræður að hefjast að nýju
Gott mál að nú skuli vera að hefjast viðræður að nýju milli okkar Breta og Hollendinga um lausn ICESAVE málsins. Tími til komin að því þrefi ljúki, nóg er þetta mál búið að kosta okkur nú þegar. Vonandi halda Hrunflokkarnir sig á mottunni núna.
![]() |
Icesave samningar halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2010 | 20:08
Fjölskylda í Hafnarfirði endurheimtir húsið sitt.
Maður getur ekki lýst því hvernig þetta hefur verið, það hafa verið svo miklar sveiflur, og svo ofboðsleg reiði. Það er fullt af fólki hérna úti, sem nýtur ekki svona gæfu, það eru hjónaskilnaðir og fólk að slást fyrir framan börn og þaðanaf verra."
Segir Vilhjámur Bjarnason, en hann og kona hans endurheimtu húsið sitt til baka frá Arion banka eftir dóm Hæstaréttar.
Nú er ég sammála Siv þó hún sé Framsóknarmaður. Gunnar Bragi er ekkert annað en skósveinn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga. Á þeim bæ KSheimilinu er aðeins hugsað um að safna auði sem er soginn út úr bændum, fiskverkafólki, sjómönnum og öðru launafólki. Gunnar Bragi er aðeins að hlýða sínum yfirmanni og löngu tímabært að segja það upphátt.
ESB er eitur í beinum ÞG og hans líka. Þeir/þau vilja auðvitað halda áfram í sama leiknum með krónuna og halda lífskjörum alnennings á lægsta kanti.
2.7.2010 | 19:44
Er samfélagið okkar að liðast í sundur?
Mikil óvissa ríkir núna, vantrú, tortryggni og reiði. Nú verður að gera sátt við almenning í þessu landi. Skuldamál heimila, fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og allra annarra eru að gera út af við þetta samfélag okkar.
Samfélagið er nú einu sinni fólkið í landinu og það er mun mikilvægara en einhverjar peningastofnanir þar sem fræðingar reikna gróða einhverra meðan fólkið í landinu er að missa vinnuna, heimilin sín, sambandið við hvert annað og sína fótfestu í lífinu.
Rangstaða margra á vellinum gerir leikinn svo rangann og blátt áfram ógnvænlegan. Það verður að gera sátt, já stóra og mikla sátt, annars mun samfélagið liðast í sundur.
Búið er að skipa stjórnlaganefnd af Alþingi. Vel hefur verið valið í nefndina og það gleður mig sérstaklega að Njörður P Njarðvík skuli sitja í nefndinni. Það var einmitt hann sem vakti þjóðina til vitundar um þetta stóra mál með grein í Fréttablaðinu í jan 2009 og viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni í framhaldinu. Björg Thorarensen afþakkaði ráðherrastól í núverandi ríkisstjórn með þeim orðum að hún vildi ekki gera sig vanhæfa til að vinna að endurskoðun Stjórnarskrárinnar þegar að þeirri vinnu kæmi. Hennar tími er nú komin. Þetta ágæta fólk hér fyrir neðan skipar nefndina:
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Ágúst Þór Árnason
- Björg Thorarensen
- Ellý K. Guðmundsdóttir
- Guðrún Pétursdóttir
- Njörður P. Njarðvík
- Skúli Magnússon.
2.7.2010 | 03:56
Fjórðungur kjósenda nú þegar með aðild að ESB.
Þó aðildarviðræður séu ekki formlega hafnar við ESB, eru 25% kjósenda nú þegar búnir að taka afstöðu með inngöngu í sambandið. Það verður að teljast góð niðurstaða á þessu stigi málsins.
Umræðan um inngöngu okkar í ESB hefur verið fremur neikvæð síðustu mánuðina og eingin formleg kynning hafin. Um 15% taka ekki afstöðu nú, sem er eðlilegt og 60% velja að vara á móti. Einhver hluti þeirra telur að hag Íslands sé betur borgið utan ESB, en innan og vel ég að það séu ca 25% kjósenda eða jafn margir og hafa myndað sér þá skoðun að vera fylgjandi.
Þá er um helmingur kjósenda sem hefur í raun ekki myndað sér fastmótaða skoðun og mun ekki gera fyrr sem samningur liggur fyrir.
![]() |
Aðeins fjórðungur vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2010 | 01:23
Með eða á móti aðildarviðræðum - það er spurning dagsins !
Þegar vitlaust er spurt verða svörin út í hött. Þó ég hafi í mörg ár verið fylgjandi aðild að ESB, eru auðvitað fjölda margir sem alls ekki hafa myndað sér skoðun á málinu, sem er hið eðlilegasta mál.
Ég skora hér með á einhvern þar til bærann aðila að láta fara fram skoðanakönnum þess efnis hvort kjósendur hér á landi eru fylgjandi aðildarviðræðum við ESB eða ekki.
Það er mín sannfæring að í raun sé minni hluti þjóðarinnar með fast mótaða skoðun með eða á móti aðild, á þessu stigi málsins. Fáum skoðanakönnun um stöðu dagsins í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2010 | 00:10
Krónan okkar böl en ekki blessun
Vegna þess að við erum og höfum verið með þennan handónýta gjaldmiðil, höfum við gefið misvitrum stjórnmálamönnum tækifæri til að gera hér margskonar tilraunir í formi peningastefnu sem hefur skaðað hér bæði fyrirtæki og heimili á margvíslegan hátt, mis mikið eftir því hvernig til tókst í tilraunasamfélaginu okkar.
Það var vegna krónunnar og þeirrar þráhyggju að halda í hana að ákveðnum hópum tókst að draga til sín auð á kostnað almennings í landinu. Krónan þýddi það líka að hér var og er sjálfstæður Seðlabanki. Þessum Seðlabanka hefur þar til nú verið stjórnað af misvitrum stjórnmálamönnum og sá síðasti þeirra trúði svo á frelsi markaðarins að hann taldi allt eftirleit skaðlegt.
Krónan og fjármálakerfið varð á örskömmum tíma að leiktæki þessa sama Seðlabankastjóra ásamt vinum hans og Framsóknarmanna, sem fengu bankana gefins. Þessi hópur lék sér svo eins og krakkar í sandkassa að fjármunum þjóðarinnar sem fólgnir voru og eru í þessari handónýtu krónu.
Sá leikur endaði með því að sandkastalarnir hrundi. Nú er verið að róta í sandinum og finna leiðir til að koma okkur á lappirnar að nýju. Krónan er að stórskað sum okkar meðan hún gælir við aðra.
Svona hefur krónan sem leikfang í sandkassanum flækt okkur fram og til baka um peningaleikvanginn. Þjóðin er orðin dauðþreytt á öllum ósköpunum og þráir jafnvægi og stöðugleika sem krónan hefur rænt okkur.
29.6.2010 | 10:58
VIÐ HVAÐ ERUÐ ÞIÐ SVONA HRÆDD GAGNVART ESB ??
VIÐ HVAÐ ERUM VIÐ SVONA HRÆDD ÞEGAR ESB AÐILD ER RÆDD - ER ÞETTA GAMLA DANA HATRIÐ Í NÝRRI MYND.
VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA TIL BAKA OG UNDIR HARÐSTJÓRN DANA EINS OG HÚN VAR Á ÖLDUM ÁÐUR.
VIÐ ERUM AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ VINVEITTAR ÞJÓÐIR Á JAFNRÉTTIS GRUNDVELLI.
Um bloggið
170 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar