Leikfangið hans Kristjáns Loftssonar - Hvalveiðar við Ísland!

Hvalveiðar við Ísland eru eirtt það dýrasta leikfang sem einn íslendingur hefur fengið á silfurfati frá ráðherranum sínum. Þetta hljóta líka að vera óarðbærustu veiðar við Íslandsstrendur nú um stundir.


Hvalveiðar eru afar umdeildar á heimsvísu og líka ákveðin ógn við Ferðaþjónustuna hér á landi. Hélt satt að segja að gosið í Eyjafjallajökli væri alveg að duga á því svið.


Munurinn á Eyjafjallajökli og Kristjáni Loftssyni er sá að ráðherra getur stöðvað Kristján, en enginn ræður við Jökulinn.


Kristján mun auðvitað rífa kjaft hvort sem er, svo það munar ekki svo miklu. Rausið í honum stöðvar alla vega ekki flug í útlöndunum.


Skuldastaða heimilanna - hið sjóðheita mál.

Eftirmál Dóma Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin, eru með þeim hætti af hálfu stofnana ríkisins og stjórnvalda að málið er orðið það sem viðköllun gjarna SJÓÐHEITT.

ÞAR ER SJÓÐHEITT vegna þess að SI og FME leyfðu sér að gefa út sín fáránlegur tilmæli og viðskiptaráðherra hefur gefið sitt álit á málinu sem ekki er mjög neytendavænt.

Ef ekki væri jafn öflugur talsmaður Neytenda og raun ber vitni, jafn dugmiklir lögmenn og sóttu mál lántakenda og síðast en ekki síst hin gríðarlega sterki og vönduðu samtök Hagsmunasamtök heimilanna, þá væri þetta fólk sem tók gengistryggðu lánin og fengu gríðarlegar hækkanir á verð tryggðu innlendu lán vegna forsendubrests, algjörlega óvarið.

Það eru í raun nýmæli hér á landi að skuldarar eigi sér talsmenn og stjórnvöld og stofnanir því gjörsamlega óviðbúin. Skuldarar hafa bara verið afgreiddir sem óreiðufólk og þar með er málið dautt.

Nú bíð ég spennt eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar sem ég styð, eftir fund hennar með aðilum málsins á morgun. Ég held enn í þá von að stjórnin taki málstað skuldaranna til gaumgæfilegrar athugunar, átti sig á þeim eldfimu aðstæðum sem eru í landinu og veiti heimilunum í landinu raunverulega úrlausn.

Ef slíkt verður ekki gert nú, er sú hætta fyrir hendi að hér verði raunveruleg uppreisn og síðan gríðarlegur landflótti sem virkilega heggur skörð í íbúafjöldann í landinu.


Jafnaðarmaður

Mikil er reiðin og mjög þarf að gæta að það því að friður komist á að nýju. Það er einungis gert með því að taka stöðuna með fólkinu í landinu. Það er lifandi og líður kvalir - peningabúntin eru bara pappír og þeim er í raun slétt sama hver heldur á þeim.

Nú er það spurningin hvort er mikilvægara - þeir sem eiga peningana eða þeir sem eiga þá ekki. Í mínum huga sem jafnaðarmanns eru allir jafn réttháir. Peningar ráða þar engu um.


Laumuaðildarsinnar

Þessi hópur er vissulega áhugaverður og er örugglega stærri en margann grunar. Þetta nýyrði er gott dæmi um þá gríðarlegu örvæntingu sem andsæðingar aðildar bera í brjósti.

En við hvað er fólk svona hrætt sem telur það heilaga skyldu sína að berjast á móti aðild að ESB.

  • Eru það lægri vextir.
  • Er það kveðjustundin við verðtrygginguna.
  • Eru það bætt kjör almennings.
  • Eru það aukin framlög til hinna dreifðu byggða á Íslandi.
  • Er það aukin umhverfisvernd.
  • Eru það aukin réttindi launafólks
  • Eru það aukin mannréttindi.
  • Er það að auðlindirnar verði skýrt í umsjá Íslenska ríkisins.
  • Er það aukið sjálfstæði Íslands meðal þjóða.

Mér er spurn??


Góðar fréttir - tóbakið á undanhaldi

Enn mjakast í rétta átt með tóbakið - það er að stöðugt er meira þrengt að þeim sem reykja. Þessi stóra hátíð í Þýskalandi á að vera reyklaus og það munar um minna.


mbl.is Gestir Oktoberfest geta andað léttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson komir í mikinn ham

Á blogginu hjá Agli Helga á www.eyjan.is segir m.a. um átökin í Sjálfstæðisflokknum eftir Landsfundinn þar sem þungaviktarfólk sagði sig úr flokknum. Þar á meðal Þórir Stepensen fv Dómkirkjuprestur og Einar Benediktsson fv sendiherra. Björn og Styrmir munu hafa sent þeim tóninn á netinu nú um helgina.

"Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Björn og Styrmir væru að atyrða Þóri Stephensen, fyrrverandi Dómkirkjuprest, og Einar Benediktsson sendiherra, tvo háborgaralega íhaldsmenn."

Það má segja að farið sé að hitna verulega í kolunum og nú styttist á einhverjir verði hreinlega grillaðir. Hvernig stendur á að fólk eins og Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs, Þorsteinn Pálsson og margir fleiri, haldast hreinlega við í flokknum. Fólk sem fyrir löngu hafa lýst yfir sinni skoðun til Evrópumála og eru fylgjandi aðildarviðræðum. Þetta er ekki hollust við einn eða neinn, heldur hreinn og klár undirlægjuháttur.


Ungt norskt fólk þekkir rétt sinn á vinnumarkaði

Þegar fólk þekkir sinn rétt á vinnumarkaði er það gjarnan úthrópað af vissum hópi vinnuveitenda. Það eru gjarnan vinnuveitendur sem vilja fá sem allra mest frá starfsmönnum sínu fyrir sem allra minnstan tilkostnað.

Þessi hópur vinnuveitenda reynir líka gjarnan að fá fá starfsmenn sína til að kasta frá sér sínum kjarasamningsbundnu réttindum fyrir aðeins "betri" laun. Það er að fá smá meira í budduna núna, en sitja svo uppi með ekkert þegar kemur að orlofi, veikindum, atvinnuleysi og ýmsu öðru sem rekur á fjörur í lífinu.

Gott að norsk ungmenni þekki sinn rétt og láti ekki troða á honum. Réttlæti er þetta kallað og ég styð það heils hugar, bæði í Noregi, á Íslandi og annars staðar í heiminum.


mbl.is Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælabúðir krónunnar IV

Og hér eru lokaorðin úr færslu Guðmundar Gunnarssonar:

"Vextir hér eru hærri vegna krónunnar. Vextir leiða til hærra verðlags. Óstöðugur gjaldmiðill leiðir til enn hærra verðlags. Það eru aðstæður og skilyrði sem ákvarða hvort fyrirtæki vaxa og dafna. 25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku."


Þrælabúðir krónunnar lll

Og meira frá Guðmundi:

"Íslenskt atvinnulíf getur ekki endurfjármagnað sig, það er vegna krónunnar. Lönd sem eru með Evru eru ekki í sömu vandræðum. Hvergi á norðurlöndunum eða í vestan-verðri Evrópu hefur kaupmáttur fallið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar."


Þrælabúðir krónunnar ll

Og Guðmundur heldur áfram;

"Ef þjóð býr við stöðugan gjaldmiðil verður rekstur fyrirtækja og hins opinbera reistur á traustum grunngildum í stöðugu umhverfi og leiðir jafns vaxtar og skapar störf. Þetta blasir við okkur ef við lítum t.d. til Danmerkur, og það er vegna þessa að þjóðir leita inn í ESB og til að tryggja fullveldi sitt. Það rekur engin fyrirtæki til langframa með bókhaldsblekkingum – Ebita blekkingum."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

170 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband