Gagnrýni á stundum við um einstaka ráðherra - ekki heila ríkisstjórn.

Við skulum ekki blanda saman forneskjulegri stjórnarskrá og stjórnmálaflokkum samtímans. Hver og einn stjórnmálaflokkur hefur sína stefnu og vinna á eftir henni. Ráðherra úr viðkomandi stjórnmálaflokki, virðist ekki þurfa að beygja sig undir samþykktir sína stjórnmálaflokks í einstökum málum, það gerir RÁÐHERRAVALDIÐ.

Við skulum heldur ekki blanda saman málefnasamningi heillar ríkisstjórnar og ákvörðunum einstakra ráðherra.  Hver og ein ríkisstjórn hefur sinn málefnasamning og eftir honum á sú stjórn að vinna.

Síðan gerist það að ríkisstjórnin er skipuð 12 ráðherrum (eins og staðan er í dag) og þá hefur hver og einn SITT VALDSVIÐ. Það eru sem sagt allt í einu komnar 12 valdastofnanir um sameiginleg málefni einnar þjóðar og hvert þeirra getur, samkvæmt RÁÐHERRAVALDINU haft sína stefnu í einstökum málum.

Þegar við gagnrýnum ríkisstjórnina fyrir gerðir einhvers ráðherrans, erum við í raun einungis að gagnrýna þennan eina ráðherra. Það þýðir ekki að þessi eða hinn ráherrann sé vanhæf/vanhæfur heldur að stjórnarskráin og þar með stjórnunarreglur sé algjörlega úr takt við nútímann.

Tvö mál hafa opinberað þetta með áberandi hætti, það eru annarsvegar gengistryggðu lánin og hins vegar málefni Magma Energy.

Sem betur fer er hafin vinna við nýja stjórnarskrá og þá hverfa þessi fornu ákvæði einræðisvald og í staðinn koma ákvæði um fjölskipað stjórnvald, eins og við höldum mörg að sé hjá okkur í dag, en er ekki.


Ekki búið að slá fyrningarleiðina út af borðinu í kvótanefndinni.

Nægur er skíturinn og skammirnar, það er víst það eina sem ekki skortir í samfélagi okkar núna.

Fréttin um að búið væri að bakka út úr fyrningarleiðinni eða slá hana út af borðinu, hefur fengið mætustu menn til að senda frá sér órökstudd gífuryrði.

LÍÚ mönnum hefur svo sannarlega tekist ætlunarverið, að koma óorði á kvótanefndina og margir hafa kokgleypt agnið. 

Nefndin fer að skila af sér og þjóðin fær að kjósa um þá niðurstöðu sem Alþingi kemst að - öndum nú aðeins - engin tillaga liggur enn fyrir - Alþingi á eftir að fjalla um máið - þjóðin á eftir að kjósa um málið.


Hætt við nauðungaruppboð eftir klukkustund

Mikil tímamót í átt til réttarbótar fyrir neytendur/ lántakendur í landinu. Þarna er að skila sér með áþreifanlegum hætti sú mikla vinna sem lögmenn skuldara gengistryggðu lánanna, Hagsmunasamtök heimilanna og Talsmaður Neytenda hafa innt af hendi vegna hinu ólöglegu gengistryggðu lána.

Í gær bættist svo Félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason í hóp þeirra sem tekið hafa afstöðu með neytendum/lántakendum meðan réttaróvissan er enn ríkjandi.

Sýslumaðurinn í Reykjavík bættist svo í hópinn í dag eftir að húseigandi mótmælti ólögmættum gjörningi Frjálsa Fjárfestiáningarbankans. Aðför bankans þrátt fyrir dóma Hæstaréttar sýnir glögglega að lánastofnanirnar fara sínu fram svo lengi sem þær eru ekki stöðvaðar af yfirvöldum.


LÍÚ kemur aftur að borðinu í kvótanefndinni

Það er vissulega fagnaðarefni að LÍÚ forystan hefur áttað sig á mikilvægi þess að vera með í umræðunni um breytingar á kvótakerfinu, sjá  hér

Margir hafa brugðist ókvæða við og telja að nú séu allar breytingar fyrir bý og kosningaloforðið um kvótann aftur til þjóðarinnar sömuleiðis. 

Ég vil biðja fólk að staldra aðeins við og geyma stóru orðin þar til tillögur kvótanefndarinnar verða kynntar. Þá fyrst er hægt með einhverri sanngirni að setja fram skoðanir


30 milljarðar í framkvæmdir

Mikilvægt skerf á leið út úr kreppunni og ánægjulegur árangur margra mánaða undirbúnings. Sjálfbær samgönguverkefni er eitthvað sem við munum öll njóta næstu áratugina. Þarna erum við að tala um framkvæmdir sem unnar verða á næstu 4 árum og munu skapa störf fyrir marga.


mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstaða Ríkisstjórnarinnar til Dóma Hæstaréttar

Það er vissulega ánægjuefni að ríkisstjórnin skuli ekki standa bak við yfirlýsingar viðskiptaráðherra um vaxtakjör á gengistryggðum lánum eftir dóma Hæstaréttar. Í grein Árna Páls Árnasonar í fréttablaðinu í dag, kemur það skýrt fram að svo er ekki.

Í grein Árna segir m.a:

"Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn.

Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána.

Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar."

Þessu er skylt að halda til haga.



Kolkrabbinn Páll

Það er víst enginn spámaður í sínu föður/heimalandi, óska Páli langra lífdaga og góðs gengis og ekki veitir víst af


mbl.is Páll fallinn í ónáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeyjahöfn að verða tilbúin

Nú fá þér aðilar sem vilja flytja fólk milli lands og Eyja virkilega erfið ríkisstofnun að kljást við. Siglingastofnun Íslands hefur undanfarin ár sótt mjög í sig veðrið gangvart farþegaflutningum og ferðaþjónustu á sjó.

Ég er ekki að segja að Siglingastofnun hafi beinlínis lagt ferðaþjónustu á sjó í einelti, en það er ekki mjög fjarri því. Hafið í kringum Ísland er auðvitað duttlungafullt og þar geta veðrabrigði verið nokkuð tíð.

Ég hef þó á tilfinningunni að Siglingastofnun álíti að farið sé með ferðamenn í hvaða veðri sem er, en það er bara alls ekki svo.

Ég hef sjálf kynnst þeim reglugerðarfrumskógi sem Siglingastofnun vinnur eftir gagnvart ferðaþjónustuskipum og þar er á sumum sviðum farið út í algjörar öfgar.

Auðvitað er ég hlynnt öryggi og traustum björgunarbúnaði og vil hafa slíka hluti í lagi, en öllu má nú ofgera. Ég sá í sjónvarpinu slöngubát frá Vestmannaeyjum og er nokkuð viss um að reglumeistararnir hjá Siglingastofnum hafa barasta séð rautt við að horfa á bátinn.

Það verður gaman að heyra í Elliða þegar honum fer að leiðast þófið.


Chihuahua hundar eru nokkuð sjálfstæðir

Á einn svona hund og veit vel að þar fer lítið dýr með stóran og sjálfstæðan vilja. Hann hvutti minn heldur stundum að hann sé stórt ljón og telur sig eiga í fullu tré við kollega eins og Labrador, svo ekki sé talað um kattastofninn í heild.


mbl.is Hundurinn læsti bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda heimilanna verður að leysa á viðunandi hátt.

Mótmæli hafi ekki verið minn stíll fram að þessu, hef heldur reynt að finna leiðir til úrbóta, hafi ég á annað borð skipt mér af málum. Nú er hins vegar svo komið að ég er farin að halla mér að þeirri skoðun að núna sé bara ekki um annað að ræða en að rísa um og segja, NEI OG AFTUR NEI – HINGAÐ OG EKKI LENGRA.
Þegar stjórnarhættir þeirrar ríkisstjórnar sem ég styð, eru farnir að snúast um hag fjármagnseigenda umfram heimilin í landinu, þá er skörin farin að færst verulega upp í bekkinn.
Jafnaðarmenn eiga að jafna kjörin í landinu, ekki að gera þau ójafnari en þegar hefur verið úrskurðað.
Ég styð margt sem þessi ríkisstjórn er að gera eins og;

  • að sækja um aðild að ESB,
  • að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu,
  • að endurskoða stjórnarskrána,
  • að ná samningum um ICESAVE,
  • að endurskoða og sameina ríkisstofnanir
  • og margt annað.

En ríkisstjórnin hefur að mínu áliti, enn sem komið er, ekki komið til móts við skuldavanda heimilanna með viðunandi hætti, því miður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

170 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband