14.7.2010 | 02:42
Magma málið komið til Umboðsmanns Alþingis - þökk sé Láru Hönnu !!
Nú hafa þrír einstaklingar sent Umboðsmanni Alþingis formlegt erindi vegna Magma málsins svokallaða. Mál þetta hefur fengið mikla umfjöllun síðustu daga í kjölfar vandaðrar umfjöllunar Láru Hönnu Einarsdóttir í mörgum ítarlegum færslum á Eyjunni.
Það var þó færslan þar sem heimsókn Teits Atlasonar í "höfuðstöðvar" Magma í Svíþjóð var rakin ítarlega, sem setti umræður um málið verulega í gang. Þar var Lára Hanna einungis að rekja þá staðreynd að Magma í Svíþjóð er einungis skúffa eða jafnvel bara ein lítil mappa og þessa staðreynd segjast "allir" hafa vitað um mánuðum saman.
Hvað með það - fjölmiðlar tóku viðtöl og vildu svör - fengu svör og fengu ekki svör - iðnaðarráðherra undrandi - umhverfisráðherra vill rannsókn - Unnur varaði við lögunum og svo framvegis.
Það er íþrótt margra að blogga (og þar á meðal mín). Margir skrifa og segja þó ekki mikið, allnokkrir skrifa og segja þó nokkuð, örfáir skrifa og segja mikið - upplýsta mál og fylgja þeim eftir.
Lára Hanna er þar í fararbroddi. Hún skrifar um mál af mikilli þekkingu - kemur með rök - greinar/viðtöl/lagagreinar og fleiri heimildir. Við lesum það sem hún skrifar og tökum marka á henni. Erum sammála henni eða ekki eins og gengur. Fáir kasta til hennar óhróðri og skít - flestir færa rök og það er vel.
Penninn er voldugt vopn, sé honum beitt af háttvísi - skynsemi og rökfestu, það hefur Lára Hanna Einarsdóttir sýnt okkur síðustu daga og oft áður.
Upphrópanir - sleggjudómar og skítkast fer beint á haugana.
13.7.2010 | 02:45
Hvað þarf til ?????????
Það eru bráðum 2 ár síðan okkur var sagt að nú væri bankakerfið okkar sprungið. Krónan hafði þá í nokkra mánuði runnið á ógnarhraða niður verðfallsbrekkuna og enn jók hún hraðann.
Hún varð verðlaus og ónýtir gjaldmiðill á erlendum mörkuðum og til að vernda það sem eftir var af kaupmættinum og lífskjörunum, voru sett á gjaldeyrishöft. Fólk missti vinnuna í hundraðavís og um leið hrundi fjárhagur og framtíðarplön fjölskyldna eins og spilaborg.
Óskapleg reiði braust út í samfélaginu eftir að dofi fyrstu viknanna hvarf smám saman. Mótmæli urðu í það minnsta vikulegt brauð og stundum oftar. Stjórnin sprakk, ný mynduð - kosið og mynduð fyrsta félagshyggjuríkisstjórn í sögu þjóðarinnar.
Sótt um aðild að ESB og nú eru aðildarviðræður að hefjast á haustdögum, um það leiti sem hrunið er tveggja ára. Að mati margra þegna þessa lands er þetta eina færa leiðin til að koma samfélaginu okkar aftur á lappirnar.
Ákveðin öfl í samfélaginu berjast gegn aðildarviðræðunum með kjafti og klóm. Sú ásökun hefur komið fram að hluti af niðurstöðu í skoðanakönnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið, hafi verið birt vegna þess að ráðamönnum á blaðinu líkaði ekki niðurstaðan.
Einhver hópur fólks hamast hér á bloggsíðum gegn aðildarviðræðunum, undir hinum ýmsu dulnefnum. Hópurinn þarf ekki að vera svo stór, því hægt er að stofna nokkar bloggsíður undir dulnefnum og dreifa síðan alls kyns skít og skömmum
Hvað þarf til að augu þessa fólks, sem enn telur sig vera að vinna þjóð sinnu gagn með því að hamast geng þessari leið út úr ógöngunum, sem er að sækja um aðild að ESB. Er hrunið samfélag einfaldlega ekki nóg
12.7.2010 | 23:15
Við höfum unnið rökræðuna
Hér að neðan er upphafi að góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni undir nafninu Við höfum unnið rökræðuna
"Öll munum við eftir því þegar boðberar nýfrjálshyggjunnar mættu fyrir nokkrum árum með sigurglott á vör í hvern spjallþáttinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um að þau hefðu unnið rökræðuna. Sovétið væri hrunið og hið íslenska efnahagsundur byggt á nýfrjálshyggjunni blasti við.
Ég verð að segja, og hef reyndar bent á það nokkrum sinnum hér á þessari síðu, að ég sé eiginlega engan mun á niðurstöðu Sovétsins og hinu Íslenska efnahagsundri. Gríðarleg eignatilfærsla hefur átt sér stað frá almenning til fárra og þeir sem voru við völd hafa algjörlega brugðist í því að stjórna. Það er ríkið sem á að setja sanngjarnar leikreglur og halda þeim uppi.
Nú stendur þetta sjálfumglaða fólk ásamt okkur hinum yfir rústum íslensks samfélags, þúsundir heimila og fyrirtækja eru gjaldþrota. Hér á landi hefur kaupmáttur hrunið vegna falls krónunnar, skuldir snarhækkað og fjöldi heimila búinn að missa hús sín. Það gerðist ekki í nágrannalöndum okkar."
12.7.2010 | 23:11
Mótsögnin - herferð gegn aðildarviðræðum að ESB - nota evruna til að gera upp sín viðskipti.
Hér að neðan er miðkaflinn úr góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni
"Þetta sama fólk fer nú mikinn í því að koma í veg fyrir að fram geti farið viðræður við ESB um hvaða kostir standi Íslandi til boða, svo þjóðin geti tekið upplýsta afstöðu til þess hvort hún eigi samleið með öðrum Evrópulöndum eða vilji standa ein og einangruð með sína krónu.
Mótsögnin blasir í því að útgerðarmenn sem fjármagna þessa herferð gegn aðildarviðræðum að ESB, nota ekki krónuna til þess að gera upp sín viðskipti og þeir nota Evru, en vilja nota krónuna til þess að geta blóðsúthellingalaust haldið launum í landinu niðri. Ísland verði láglaunasvæði sem velmenntað vinnuafl flýr.
Ný könnun á vegum samtaka dönsku verkalýðsfélaganna sýnir að tugi þúsunda af hámenntuðu starfsfólki muni skorta á danska vinnumarkaðinn fram til ársins 2019 og þangað leita íslenskir menntamenn. Í niðurstöðum kemur fram að hámenntað starfsfólk skili mun meiru inn í hagkerfið en lítt menntað. Þetta helgast m.a. af því að hámenntað fólk býr við meira starfsöryggi, skilar meiri framleiðni, tekur færri veikindadaga og fer seinna á ellilífeyri en þeir lítt menntuðu.
Ef nota á krónuna verða vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum og verðtrygging er óhjákvæmileg. Skattar þurfa að vera hærri til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og velferðarkerfið verður máttvana vegna fjárskorts. Verðtryggða krónan var innleidd sakir þess efnahagslífið gekk ekki með óverðtryggðri krónu. Það munum við vel sem vorum að reyna að koma þaki yfir okkur á árunum 1980 1990. En fyrir því voru líka siðferðileg rök, talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verðgildi."
Hér að neðan er lokakafli úr góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni
"Málflutningur þeirra sem eru gegn því að íslendingar fái að taka málefnalega afstöðu til aðildar að ESB og þess að skipta um gjaldmiðil einkennist af einangrunarhyggju og þjóðarrembing. Ísland eigi að fá sérlausnir umfram aðra, þessu er haldið fram þrátt fyrir að erlend lönd vilja helst ekki eiga samskipti lengur við íslendinga. Þeir standa ekki við samninga og það sé nánast ómögulegt að fá niðurstöður í viðræður við samninganefndir sem koma frá Íslandi.
Nú liggur það fyrir að 71% þjóðarinnar vill fara þessa leið ef það liggi fyrir að við náum hagstæðri niðurstöðu í fiskveiðistjórnun. Báðir stjórnaflokkarnir vilja fá niðurstöður í aðildarviðræður, þó svo það liggi fyrir að VG sé á móti inngöngu. Sama má segja um stóran hóp innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
En Heimsýnarhópurinn reynir allt sem unnt er að gera lítið úr afstöðu þeirra sem vilja láta reyna á umsóknarferlið. Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna.
Mótsögnin hjá Heimssýnar afstaða þeirra til nauðsynlegra efnahagsráðstafana til framtíðar, þetta blasir í umræðum um dóm Hæstaréttar. Þar ætla menn að bæði að halda og sleppa og stefna með því inn á sömu braut og leiddi til Hrunsins. "
12.7.2010 | 22:57
Gjaldeyrirbraskarar og afturhaldsseggir
Gjaldeyrirsbraskarar og afturhaldsseggir:
Þetta er fyrirsögnin að fanta góðum pistli eftir Grím Atlason sem birtist á eyjunni um helgina. Og um hverja skyldi Grímur vera að skrifa? Gefum Grími orðið:
"Ég hef verið að hlusta á LÍÚ og aðra afturhaldsseggi sem enn fara með allt of mikil völd á Íslandi. Tæplega 200 kvótaeigendur berjast með kjafti og klóm gegn því að Íslendingar fái að kjósa um það hvort þjóðinni yrði betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Þessi hagsmunagæslukór hefur keypt sér Morgunblaðið og notar hvert tækifæri til þess að dæla út skrumskældum áróðri sínum."
Síðan vitnar Grímur í "Bréf til Láru" eftir Þórberg Þórðarson, en þar segir:
"Í heimi þessum berjast tvö andstæð megin öfl, afturhald og framsókn [ekkert tengt Sigmundi eða Hriflunni]. Afturhaldið, heimskan, deyfðin og aðgerðarleysið er í ætt við efnið og ellina. Það er stamt fyrir og skilningslaust. Hugsun þess mjakast áfram eftir spori vanans. Það streitist við að halda rás atburðanna í sama horfinu og þeir runnu í á dögum afa og ömmu. Það á enga hugsjón aðra en þá að hindra rás þróunarinnar og hrúga að sér veraldlegum gæðum. Það þekkir enga heildartilfinningu, ekkert heildarsiðferði, ekkert óeigingjarnt samstarf. Út á við fylkir það sér að vísu í heild til þess að vernda rétt sinn, en að eins meðan það hefir praktískt gagn af því. Innra er það saman sett af sundurlausum öflum, sem hatast og heyja látlaust kapphlaup um völd, metorð og auðæfi. Gildi hlutanna miðar það við praktískt gagn. Allt, sem ekki kemur að praktískum notum, er einskinsvert. Þetta er lífsspeki andleysisins. Það vakir yfir helgi eignarréttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er ég og mitt. Lóðin mín, húsið mitt, ó, togararnir mínir. (Bls. 12 í Stórbókinni sem kom út árið 1986)"
11.7.2010 | 21:23
Veitti Magma ekki ráðgjöf - heldur útskýringar
![]() |
Veitti Magma ekki ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2010 | 20:20
Lokaleikur HM
Af einhverjum ástæðum fór hann bóndi minn að horfa á úrslitaleikinn á HM. Ekki mikill fótboltaáhugi á mínu heimili. Ég er að drepa tímann með því að hanga á netinu, veit hins vegar að sonarsonur minn og báðir tengdasynirnir eru örugglega að horfa.
11.7.2010 | 06:47
Morgun
Litli hundurinn minn vaknar - vill út að pissa - förum út í morguninn - enn er blautt á - fuglarnir tísta smá - himinn enn bleikur eftir nóttina - þögnin djúp og sönn - það er ættarmót á næstu lóð - margir bílar - með gengistryggðum lánum - standa hlið við hlið - gráir flottir - tjöldin - fellihýsin - tjaldvagnar - húsbílar - allir sofa - einn á rölti - að sinna kalli náttúrunnar - eins og litli hundurinn minn - við erum öll eins - menn og dýr - það er morgun.
11.7.2010 | 06:37
Erum við ekki að vakna ?
Ég hef þá tilfinningu að þjóðin, við, séum smám saman að vakna upp af dvala aldanna og skilja um hvað hlutirnir snúast sem er að við eignum ÖLL rétt á bita af KÖKUNNI.
Hin öfgafullu dæmi úr hruninu um græðgi og auðsöfnun, sem eru svo gjörsamlega úr takt við allar þarfir hina daglega lífs, munu vonandi vekja þá sem enn sofa.
Sýna hið ómerkilega og tilgangslausa með slíkri græðgi og auðsöfnun. Ég sé aðalleikendur þessa farsa sem aumkunarverðar persónur sem töldu sig vera að kaupa sér lífsfyllingu með dauðum hlutum, til að bæta upp eitthvað tóm hið innar. Að elta ímyndina er dapurt hlutskipti.
Að lifa við öryggi - á góðum stað - með sýni fólki - í jafnvægi í daglegu lífi - við ástúð sinna - í eingin kærleika - án þess að óttast skort við næsta mál.
Það á að vera hlutskipti okkar allra.
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 110669
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar