Hvers vegna má gefa sjávarauðlindina en ekki leigja jarðhitann til nýtingar

Það hefur aldrei mátt gefa fiskinn í sjónum. Tel nokkuð einsýnt að upphafleg áform þáverandi stjórnvalda hafi verið að afhenda nýtingarréttinn, ekki sjálfan fiskinn um ókomin ár.


Í áranna rás hafa svo útgerðarmenn seilst lengra og lengra með ýmsum lagaklækjum, dómar hafa gengið sem hafa skapað erfðarétt, rétt til skipta við hjónaskilnaði og fjármálastofnanir hafa tekið veð í veiðiréttinum og svo framvegis.


Nú þegar nýtingarétturinn að orkunni á Suðurnesjum er seldur til Magma Energy, er umræðan um innköllun veiðiréttarins við Ísland orðin mjög hávær og vinna hafin í þeim tilgangi.


Þjóðin er sem sagt vöknuð um mikilvægi sinna auðlinda og það er vel. Minni á að mikil umræða var um Vatnalögin í vor. Að selja nýtingarrétt til 65 ára með möguleika á öðrum 65 eru samtals 130 ár. Það er bara of mikið til almenningur sætti sig við slíkt.


Mikið vantar á að heilstæð lög svo ekki sé talað um ákvæði í stjórnarskrá um óskoraðan eignarétt Íslenska ríkisins að auðlindum þessa lands.


Getur það verið ??

Var að skoða www.belgingur.is  og það lítur út fyrir að það verði EKKI NORÐANÁTT ALLA VIKUNA Ég ætla þó ekki að slá þessu föstu fyrr en um næstu helgi, en mikið ansi væri það gott ef satt reyndist.

Við hér við Húnaflóann erum farin að vera nokkuð vindbarin og þreytt, en SUNNANÁTTIN  VIRÐIST  VERA  Í  KORTUNUM  OG  ÉG   SPYR    GETUR  ÞAР VERIР  ??????????


Krónan og "batinn"

"Grein bandaríska hagfræðingsins og Nóbelsverðlaunahafans Paul Krugmans um að „kraftaverk“ eigi sér nú stað í efnahagsbata Íslands eru sjónhverfingar og standast ekki nánari skoðun. Þetta er mat hagfræðingsins, Dian L. Chu, sem fjallar um grein Krugmans nú um helgina."

Þannig hefst frétt á eyjunni í dag.

Þetta snýst að mínu áliti, um að skoða einungis einstaka þætti og sleppa öðrum. Ef staða einstakra atvinnugreina er skoðuð, má með góðum vilja og ákveðnum reikningskúnstum finna út "bata" fyrir þröngan og ákveðinn hluta samfélagsins.

Þetta minnir óneitanlega á fullyrðingar fjármálaráðherra þegar hann talar um að krónan "hjálpi" okkur að komast út úr kreppunni.

Gengishrunið hefur valdið þjóðinni margfalt meiri vanda en sem nemur þeim útreiknaða "bata" sem Paul Krugmans, Steingrímur J Sigfússon og aðrir aðdáendur krónunnar og andstæðingar ESB hfa fundið út.

 


Eins og kálfar á vordegi

Við erum bara breyskar sálir sem létum glepjast að nýfengnu frelsi eins og kálfar á vordegi. Þegar okkur var hleypt út á alþjóðlega fjármálatúnið, hafði alveg gleymst að girða af hættuleg svæði eins og keldur og pytti, svo ekki sé minnst á sjálfan fjóshauginn. Við vorum búin að vera svo lengi á verðbólgufæribandinu, að við kunnum ekkert á svona "stöðugleikasamfélag" eins og er hinu megin við sjóinn


Úthafsrækja tekin úr kvóta

Rétt ákvörðun hjá Sjávarútvegsráðherra og eingin rök fyrir því að úthluta kvóta í tegund sem ekki er nýtt. Útgerðarmenn reiðir og þá er það bara þannig. Við hin verðum líka stundum reið þegar ákvarðanir eru teknar af stjórnvöldum, mörg nýleg dæmi um slíkt.

En að sem verið er að opinbera með þessu er auðvitað að veiðiheimildirnar eru ekki "eign" einstakra útgerða. Þeim var hinsvegar afhentur veiðirétturinn - afnotin af auðlindinni.

Svo við líkjum þessu við Magma þá er afnotaréttur auðlinda HS orku afhentur Magma til ákveðins tíma, að vísu gegn gjaldi. Afnotarétt útgerða á Íslandi (sem í upphafi var gefinn) er hinsvegar hægt að innkalla hvenær sem er, þar sem enginn samningur er til um ákveðinn nýtingartíma (svo ég viti)

Magma er að því leiti enn alvarlegra en kvótinn sem er þó grafalvarlegt mál.

 


Mikil forréttindi að eiga vegabréf frá Íslandi

Í því ófremdarástandi sem nú ríkið í þjófélaginu okkar, eru það mikil forréttindi að eiga vegabréf sem er gjaldgengt um allan heim. Þau okkar sem kjósa að yfirgefa landið og setjast að annarsstaðar á hnettinum, geta gert það óhindrað og njóta líka alls kyns réttinda sem samið hefur verið um við önnur lönd í gegnum árin.

Það er vissulega himinn og haf milli okkar aðstæðna og því sem viðgengst því miður víða um heim. Það kemur þó ekki í veg fyrir að sum okkar velja að flytja úr landi um þessar mundir. Og sem betur fer er það mögulegt án vandkvæða hvað varðar aðgengi að öðrum löndum. 

 


Í fréttum er þetta helst !!

Í okkar snarbrjálaða samfélagi dynja á manni fréttir á hverjum degi um alls kyns svindl, lögbrot, glæparannsóknir, fjársvik, undanskot í skattaparadísir og svo margt margt annað. Þetta allt er að gerast í okkar örsmá samfélagi, sem ætti að geta verið nokkuð friðsælt og notalegt með rúmlega 300 þúsund sálir.

Ég stend mig að því að kippa mér ekkert upp við það þó verið sé að telja upp fallnar fjármálastofnanir, fólk sem liggur undir grun um stórfellt misferli eða annað slíkt. Hvers konar skráp er ég komin með. Er þetta það daglega líf sem fólki er bjóðandi.

Nú verður farið að vitana í lönd þar sem neyðin er svo margfalt meiri og því miður er það alveg rétt. Sjúkt hugarfar er alls staðar skaðlegt og við eru því miður á mjög sýktu svæði, hugarfarslega séð.


Svona er Ísland í dag !!

Við hjónin vorum  í gær hjá tengdadóttir okkar og þrem barnabörnum. Hún er af miklum dugnaði að vinna í flutningi fjölskyldunnar til Noregs, en sonur okkar er kominn þar í góða vinnu við sitt fag og er að hala inn fyrir hinu daglega brauði. Húsið (sem þau leigja af manni sem ekki var nógu fljótur að selja fyrir Hrun) er nærri tómt, búslóðin annað hvort seld, gefin eða komin á bretti í bílsúrnum.

Við áttum með þeim notalegan dag við eldhúsborðið sem ekki er enn búið að afhenda nýjum eiganda. Grillaðar voru pylsur á grillinu sem ekki er heldur búið að afhenda nýjum eiganda. Skruppum í búðina á bílnum sem þau vita í raun ekki hver á (þau eða lánafyrirtækið)
Við vorum öll glöð og hress, við vitum nefnilega að þau eru öll samtaka í að hefja nýtt líf í Noregi. Og þar er mun meiri röð og regla heldur en hér á Íslandi um þessar mundir.


Bjarni Ben talar un tvískinnung VG í Magma málinu

Eru ekki ein aðalrök Sjálfstæðismanna gegn aðild að ESB - ótti við yfirráð ESB yfir fiskimiðunum okkar. Miðað við það að sá "ótti" er fyrst og fremst bundinn við yfirráð kvóta"eigenda", þá eru ummæli Bjarna Ben um tvískinnung VG ekkert annað en stórt haglaskot í Íhaldsfótinn.
Bjarni Ben veit mun betur um sjávarútvegs stefnu ESB en hann og hans flokkur vill vera láta. Það sama gildir um Magma málið. Ég hefði í hans sporum ekki sagt neitt


Vangaveltur um Magma málið

Nefndin var ekki samhljóða í sinni niðurstöðu. Það eitt og sér segir okkur að í lögunum eru greinar sem hægt er að túlka með og á móti staðfestingar á samningnum við Magma. Báðir fulltrúar minnihlutans Björk Sigurgeirsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir, telja að meirihlutinn hafi túlkað lögum mjög þröngt. Það staðfestir að Unnur Kristjánsdóttir getur haldið því fram með réttu að niðurstaðan sé ekki brot á lögum.

Enginn hefur sagt, svo ég hafi heyrt eða séð, að niðurstaða minni hlutans sé andstæð lögunum. Það segir mér að nefndin hefði getað úrskurðað á hvorn veginn sem er, án þess að brjóta lögin.

Um ákvæðið sem Ögmundur vitnar í má segja að það styðji vel við álit minni hlutans og geri orð Unnar beinlínis vafasöm, hvað það varðar að nefndin hafi ekki haft annan kost í stöðunni, en að samþykkja gjörninginn.

Að mínu álit er Unnur með þessum orðum að freista þess að bjarga eigin skinni, í stað þess að viðurkenna að niðurstaða nefndarinnar orku tvímælis.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband