Bjartur í Sumarhúsum og auðlindirnar

Mikið er skrifað um aðlindirnar okkar og Magmasamninginn. Þar er talað um fávisku og fiflaskap á báða bóga.  Þau okkar sem erum andsnúin samningnum erum talin andlega skyld Bjarti í Sumarhúsum sem hafi bara verið asni og fifl.

Hver er asni og hver er fífl, það finnst mér ekki skipta máli, heldur hitt að þjóðin þarf nauðsynlega að njóta arðs af sínum auðlindum. Það hefur ekkert með það að gera, að  erlent fjármagn megi ekki koma inn í landið til að byggja upp og eða koma að fjárfestingum með einhverjum hætti.

Lagaumhverfi þessara mála er ófullnægjandi og að því er virðist með þannig götum að erlendir fjárfestar geta náð til sín yfirráðum og þar með arðinum af auðlindunum.

Svo er önnur hlið á þessum málum sem eru umhverfismálin. Það verður að vera tryggt að stjórnvöld hér geti haft með höndum eftirlit með nýtingu auðlindanna. Að ekki sé á þær gengið og um þær gengið að þær beinlínis skaðist/eyðist upp.

Bankarnir okkar áttu að vera góð tekjulind fyrir þjóðarbúið og um þá átti að ganga af heiðarleika. Hvað gerðist, eftirlitsþátturinn og brást algjörlega og allt hrundi.

Ég sé það fyrir mér þegar Ísland verður komið inni í ESB, að umhverfismálin verði tekin fyrir af enn meiri festu en nú er. Þá væri skelfilegt að hafa klúðrað yfirráðum yfir hluta auðlindanna og ekki væri unnt að gripa inn í næstu áratugina.

Með arðinum af auðlindunum eigum við að geta byggt hér upp gott þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. Og um fram allt, við viljum vera hluti heimsbyggðarinnar, þjóð meðal þjóða.

Bjartur í Sumarhúsum var ekki að hugsa svona - hann vildi ekki utanaðkomandi hjálp og hann hefði ekki viljað útlenda peninga. Hann var þrjóskur afdalamaður, barn síns tíma og afar þröngsýnn.


Hvað gerist þegar AGS skrúfar fyrir kranann - svör óskast??

"Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn sparifé útlendinga til að halda Íslendingum utan við ESB?"  Spyr Andri Geir á eyjunni.

Þetta er afar þörf spurning og brýnt að bera hana fram. Fróðlegt verður líka að lesa svörum sem hljóta að berast í bílförmum miðað við þann fjölda sem virðist halda „að þetta reddist“ þegar búið verði að losa okkur við AGS. Svör óskast - með rökum og tillögum.

Og Andri Geir segir ennfremur: "70% þjóðarinnar er fullviss um að svona muni þetta reddast í framtíðinni."

Ég er ein af þeim „svartsýnu“ sem trúi ekki lengur á Íslensku reddinguna.

 

 

 


Héraðsdómur hefur dæmt

Já, víst hefur Hérðasdómur dæmt og það Lýsingu í vil. Hvernig dómarinn hefur fundið út þessa niðurstöðu á lagalegum forsendum er mér hulið, enda ekki lögfræðingur að mennt. Einhvern vegin finnst mér þó að megn ólykt sé að þessum dómi og hann líkist frekar pöntun á niðurstöðu, en rökréttu framhaldi af Dómum Hæstaréttar frá 16.06.10.

Viðskiptaráðherra og framkvæmdastjóra Fjármáleftirlitsins virtist létt, meðan forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru að  varfærin í sínum orðum og vildu. Nýskipaður Talsmaður Neytenda fær þetta mál í fangið í upphafi starfs síns og hann virtist ekki ætla taka þessum dómi þeigjandi. Athygli vakti að eingin kom í kvöldfréttum hjá RUV og afar stutt viðtal var við Marinó G Njálsson á Stöð2.

Eru fjölmiðlar að draga taum fjármálafyrirtækjanna??


Umræðu - (ó)listin á netinu

Guðmundur Gunnarsson faðir Bjarkar tónlistarmanns, tekur umræðusiði á Íslandi fyrir í góðri grein á Eyjunni. Vitnað hann þar í rógsskrif og skítkast sem Björk dóttir hans hefur orðið fyrir í kjölfar aðgerða hennar í Magma málinu. Eftir að hafa tekið þátt í umræðum á netinu í rúm 2 ár, tek ég heilshugar undir með GG um þá ósiði sem hér viðgangast.

Nafnlausu skrifin eru skelfileg og einnig hvernig fólk vogar sér undur nafni og með mynd, sem oft er ekkert í ætt við þá persónu sem skrifar, að skrifa hverskonar bull og vitleysu um annað fólk, fyrirtæki og stofnanir.

Hvers vegna er ekki strangara aðhald og meiri kröfur um vandaðan málflutning, að staðreyndum sé ekki beinlínis snúið á haus og annað eftir því. Nú verður æpt um ritskoðun og skoðanakúgun.

Hver og einn hefur rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri og ekki má setja skorður við slíku. Ekki er verið með neinum hætti að bregða fæti fyrir skoðanaskipti, þó málfar verði bætt og háttvísi aukin.

Bullið níðið og skíturinn eru að mínu áliti ekki "skoðanir" heldur beinlínis sett fram til að skemma, hræða, hæða og særa. Slíkt þarf nauðsynlega að hreinsa út.

 


Baráttan um auðlindirnar á Íslandi

Kvótinn í sjávarútveginum - Magmamálið - skuldavandi Orkuveitu Reykjavíkur - yfirskuldsett sveitarfélög víða um land - Allt þetta eru svo stór grundvallarmál fyrir okkur Íslendinga að verið getur að sum okkar hafi hreinlega ekki hugmyndaflug til að hugsa þau til fulls.

Hvar verðum við stödd þegar búið verður að selja, veðsetja eða missa með öðrum hætti þessar dýrmætu auðlindir okkar. Þessar auðlindir sem eiga að geta aflað stöðugra tekna í okkar sameiginlega sjóð.

Við blátt áfram verðum að standa vaktina með öllum tiltækum ráðum, svo auðjöfrar (þjóðerni skiptir ekki máli) geti ekki sogað til sín arðinn um ókomna framtíð, meðan almenningur í landinu má búa við léleg lífskjör.

Þetta mál er allt of stórt til þess að við getum leyft okkur að jagast um það eins og hvert annað dægurmál. Leyft okkur að kasta skít hvert í annað, rakkað niður stjórnmálamenn/flokka eða almenna borgara. Við verðum að endurheimta auðlindirnar, setja haldbær lög um auðlindirnar og koma skýrum ákvæðum í stjórnarskrána okkar að þjóðin/við sjálf eigum þær.


Möguleikar íslenska landbúnaðarins innan ESB

"Sérstök grein um heimskautalandbúnað heimilar sænskum og finnskum stjórnvöldum að styðja landbúnað norðan 62. breiddargráðu allt að 35 prósent umfram það sem er heimilað annars staðar í ESB. Finnar fengu einnig heimild til að styrkja enn frekar svæði sem eiga í sérstökum erfiðleikum með að aðlagast landbúnaðarstefnu ESB."

Þessi stutta málsgrein hér að ofan er úr grein eftir Eirík Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst og birtist í Fréttablaðinu 5. apríl 2008.
Umræður um möguleika landbúnaðar hér á landi hafa ekki snúist um þessa hluti, þessar upplýsingar, heldur um eitthvað allt annað sem er sumt nokkuð fjarri sannleikanum sem felst í þessum tveim setningum hér að ofan. Hvers vegna? Er það óttinn við sláturleyfishafana, við þá sem skammta lífskjörin til sveita. Eða er það hreinlega óttinn við breytingar sem enn og aftur hamlar framförum.
 

Er kreppan búin Vilhjálmur - bara si svona ?

Þó ég sé ekki alltaf hrifin af því sem hann Vilhjálmur Egilsson er að segja, þá er ég það núna.

Sko ég meina - ég vildi bara óska þess að þetta væri satt. Það er gott að láta sig dreyma og bera fram óskir og allt það.

En það er ljótt að skrökva Vilhjálmur - meðan við erum að druslast með okkar handónýtu krónu, verðum við í einhvers konar kreppu með allt mögulegt.

Og hvað sem ríkisstjórnir reyna að koma þjóðfélaginu okkar á réttan kjöl, verður enginn stöðugleiki eða bætt lífskjör fyrir almenning í þessu landi, meðan krónan hangir um alla okkar hálsa eins og myllusteinn.

Tek það fram að núverandi ríkisstjórn stendur sig afburða vel, en krónan er hennar fótakefli eins og allrar þjóðarinnar


Viljum við stöðugann gjaldmiðil?

Þetta er sú spurning sem við verðum hvert og eitt að spyrja okkur í fullri einlægni og svara henni síðan af algjörri hreinskilni. Ef við útilokum alla aðra hugsun og leggjum þessa spurningu fram við þannig aðstæður, er ég næsta viss um að við viljum öll stöðugan gjaldmiðil. Svarið er JÁ

Þegar það svar liggur fyrir, þá er næst að leita eftir leiðum til að ná þessu takmarki. Er einhver möguleiki á að við getum við núverandi aðstæður, náð því með krónunni okkar litlu. Margir yppta öxlum og segja bara "þetta reddast". Tími reddinganna er liðinn  og nú tekur alvaran við. Lánskjör fyrir landið okkar eru afar óhagstæð. Viðskipti við útlönd geta verið í hættu til lengri tíma litið. Fólk og fyrirtæki eru þegar byrjuð að flýja land og það mun aukast. Lífskjör með krónu munu hnigna ár frá ári. Svarið er NEI

Aðeins með ESB aðild fær Ísland stuðning Evrópska Seðlabankans og aðeins þannig fær landið stöðugan gjaldmiðil (fyrst krónu innan EMR-2 vikmarka og síðan evru) og þannig aðgang að fjármálamörkuðum á viðunandi kjörum og innan ásættanlegs tímaramma.  Þannig verður óvissunni eytt.

Þá fyrst er hægt að hefja hér markvissa uppbyggingu og lagfæra lífskjörin.

 


Andri Geir - Hver er stefna okkar?

„Í grunninn bjóða nágrannalöndin upp á þrjár fyrirmyndir:

  1. Sjálfstætt og fullvalda ríki utan ESB með eigin gjaldmiðil og sterkt alþjóðlegt lánstraust – Noregur
  2. Sjálfstætt og fullvalda ríki innan ESB en með eigin alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil – Svíþjóð og Danmörk
  3. Sjálfstætt og fullvalda ríki innan ESB með evru – Finnland

Þarna er Andri Geir að setja okkar stöðu í sterkt samhengi við nágrannalöndin okkar. Hann spyr líka um það sem vonlegt er, hvert við stefnum í okkar málum. Í því sambandi er líka áhugavert að skoða okkur nágrannalönd og þeirra stöðu miðað við okkar.

Varðandi Noreg þá er himinn og haf milli okkar stöðu og þeirra. Við munum því verða að leggja Noreg til hliðar sem fyrirmynd, þ. e. að var utan ESB. Sagt er að um leið og fer að ganga á olíubyrgðir þeirra í iðrum jarðar, þá muni þeir sækja um aðild.

Hvað varaðar hinar þjóðirnar þá finnst mér Finnar álitlegastir sem fyrirmynd. Þeir eru með stór svæði norðan 62° breiddargráðunnar og hafa tekið upp evruna.

Þeir njóta styrkja sem harðbýlt svæði og þann þátt þarf að kynna mjög vel fyrir okkur Íslendingum. Okkar land er ALLT norðan 62° breiddargráðunnar og því margt að skoða og kynna sér.


Að draga aðildarumsókn að ESB til baka - galin hugmynd

Ásmundur Daði  skrifaði grein í Moggann um helgina um nauðsyn þess að draga umsóknina um aðild að ESB til baka. Hann hefur þar verið að skrifa fyrir afturhaldssinnana í sveitinni og slá sér upp í leiðinni. Hann er einn af þeim bændum landsins sem búið er að hræða árum saman með ESB grýlunni.

"Þú munt hafa það enn verra hjá þeim en okkur", hafa sláturleyfishafar sönglað látlaust og veifað lágu verði á því kjöti sem farið hefur í útflutning.

Bændur og margt annað fólk út um allt land hafa trúað þessum áróðri og líka vitað sem er að kjörin máttu ekki versna enn frekar, þá væru þau hin sömu komin endanlega á hausinn.

Þetta blessað fólk hefur trúað á Kaupfélagið sitt áratugum saman og finnst skelfilegt að hugsa um einhvern aðila úti í heimi sem eigi að koma í staðinn fyrir Kaupfélagið, sem sagt útlend yfirráð ( betra að díla við yfirráðin í Kaupfélaginu heima).

En auðvitað erum við hluti af hinum stóra heimi og verðum það áfram. Kaupfélag eða ekki Kaupfélag – um það snýst ekki lífið.

Málið er að við tökum þátt í nútímanum með nágrönnum okkar, en mokum okkur ekki aftur inn í moldarkofana.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband