30.7.2010 | 23:26
Guðni við sama heygarðshornið
Þessi mýta um að fiskimiðin okkar verði orðin full af erlendum útgerðum innan skamms er lífsseig og ekki nema von þegar menn eins og Guðni Ágústsson (sem margir trúa að segi ávalt satt) kemur í fram í fjölmiðli og lætur út úr sér svona rugl.
Það er líka með ólíkindum að fólk trúi því að hver sem er geti fjárfest í útgerð við Ísland, þó við göngum í ESB. Nú sem stendur er verið að endurskoða fiskveiðistefnuna og meðhöndlun veiðiheimilda.
Lagarammi um eignarhald á auðlindum okkar er í undirbúningi og skýr vilji núverandi stjórnvalda að binda ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum í Stjórnarskrá.
Endurskoðun á Stjórnarskránni er líka í undirbúningi og með þá reynslu á bakinu sem Íslensk þjóð er með nú, verður búið svo um málin í samningum við ESB að okkar auðlindamál verði tryggð, þar á meðal fiskimiðin.
Að halda öðru fram er rakalaus þvættingur.
30.7.2010 | 01:31
ICESAVE - nýr flötur
Þarna er að koma nýr flötur á ICESAVE málinu og verði þetta niðurstaðan, er það auðvitað frábært fyrir Ísland.
Ég hef fram að þessu tekið fremur lítið mark á þeim álitum að okkur beri ekki að greiða þennan reikning. Ekki að ég sé svo áfjáð í að ausa út peningum, heldur fannst mér að álitsgjafarnir væru ekki með það sterka stöðu að þeir gætu gefið álit sem Bretar og Hollendingar tæku mark á.
Þarna kemur Framkvæmdastjórn ESB með sitt álit og segir að ríkisábyrgð væri ekki á innstæðum á Evrópska efnahagssvæðinu, ef tryggingasjóður viðkomandi ríkis hefði ekki bolmagn til að standa undir ábyrgðunum.
Mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með málinu.
29.7.2010 | 04:33
Heldur Runólfur Ágústson embætti umboðsmanns skuldara?
Fréttir af eldri fjármálum Runólfs Ágústssonar sem fram komu í DV í dag varpa vissum skugga á hans stöðu sem Umboðsmanns skuldara. Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti varðandi þessi skuldamál og mun því ekki tjá mig um þau sérstaklega.
Það setur hins vegar að mér þann ugg að verið sé að bola honum burt úr þessu mikilvæga embætti. Hann sé einfaldlega of skeleggur og fylginn sér til að tala máli hins skulduga almennings í landinu.
Það eru örugglega einhverjir verulega hræddir um að hann muni ná árangri og geta rétt hlut hins almanna manns meira en góðu hófi gegnir. Vona að hann haldi embættinu, skuldurum veitir ekki af duglegum talsmanni.
29.7.2010 | 03:01
Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku
Braskið er að byrja og ekkert verið að fela slíkt. Auðjöfrar telja sig og hafa ætíð talið sig vera í fullum rétt að versla með ALLT, hvort sem það er dautt eða lifandi. Mannslíf eru þar engin undantekning. Haft var eftir bandarískum námueigandi eftir námuslys hjá hans fyrirtæki, þar sem allmargir námuverkamenn létu lífið (29 ef ég man rétt) að allt eftirlit og reglur væri til mikils trafala. Samviskan ekki að angra.
28.7.2010 | 23:19
ESB er engin "töfralausn" - samt eina færa leiðin
Auðvitað er ESB aðildin engin "töfralausn" fyrir okkur Íslendinga, enda fremur lítið um slíkt í okkar hversdagslega lífi. Ég tel hins vegar að það sé okkar skásti kostur í slæmri stöðu að ganga til liðs við nágrannaþjóðir okkar og freista þess með þeim að viðhalda mannsæmandi lífskjörum í okkar heimshluta.
Það fyrsta sem frumkvöðlar okkar um aldamótin 1900 áttuðu sig á var að okkur væri nauðsynlegt að hafa góð samskipti og góðar samgöngur við önnur lönd. "Óskabarn þjóðarinnar" - Eimskipafélag Íslands var stofnað með framlögum fátækra þegna þessa lands.
Hlutabréfin í Eimskip voru heilagir pappírar og engum óbreyttum datt í hug að "braska" með þau. Þetta var lífæðin og það vissi fólkið. Flugið kom seinna og það breytti líka miklu ásamt svo fjölda mörgu öðru.
Þær kynslóðir sem byggðu upp okkar þjóðfélag, eiga það inni hjá okkur sem nú lífum að við skilum arfleiðinni til komandi kynslóða sem hluta að okkar heimshluta, en ekki sem hnignandi fátæktar samfélagi sem brugðist hefur börnum sínum. Brugðist hefur vegna græðgi og óstjórnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2010 kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.7.2010 | 15:49
"Húsbændur og hjú" - "hugleiðing"
Ég hef ekki beint mínum sjónum svo mjög að útrásarvíkingunum svokölluðu, enda litið á þá sem einskonar burðardýr í þessu máli öllu með Hrunið hjá okkur. Hrunið á sér að mínu álit djúpar rætur í litla þjóðfélaginu okkar
Það fólk sem snemma á síðustu öld hófst handa við að byggja hér upp samfélagið, hafði nánast allt alist upp í mjög einangruðu samfélagi sjálfsþurftarbúskapar til sveita. Þetta fólk hafið margt liðið mjög mikinn skort á síðustu áratugum 19. aldar.
Þjóðin var þá um 70 þúsund (1880) og öll kot setin. Fólk komið á vergang og Ameríkuferðirnar í algleymingi. Þegar svo er farið að byggja upp út um landið, verða Kaupfélögin til og þá fannst örugglega mörgum að nú væri þjóðin að komast á beinu brautina.
Síðan er farið að fikra sig inn á aðrar brautir í atvinnumálum. Eins og víðar í veröldinni var hér rík hefðin um Húsbændur og hjú. Launagreiðslur voru í skötulíki og hörð kjarabarátta hefur einkenndi okkar samfélag langt fram á okkar daga.
Stórbændahugsunin var ríkjandi meðal allra þátta atvinnulífsins og það þótti bara sjálfsagt að skipta kökunni milli nokkurra stórbænda.
Klíkumyndanir hafa komist á mjög snemma og þótt við hæfi eins og það var kallað. Klíkusamfélagið át sig að innan og að lokum út á gaddinn. Hverjir eru með skuldirnar á bakinu, það er fólkið í landinu. Við erum að mörgu leiti aftur í þeim sporum sem við vorum í um 1880. Öll kot setin og margir komnir á vergang. Nú er það ekki vegna lélegrar grassprettu eða kulda, heldur vegna fjárhagslegra skógarelda sem víða skilja eftir sig sviðna jörð.
Þetta er auðvitað ekki fræðileg úttekt, heldur hugleiðinga hálfsjötugrar konu sem hóf lífið í fastmótuðu bændasamfélagi aldanna, meira að segja í torfbæ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2010 | 02:00
Mótun skoðana
Að vera stefnufastur/föst hefur löngum verið talin kostur og sýna að viðkomandi er traustur einstaklingur. Vissulega er þetta rétt svo langt sem það nær. Lífið er eins og á eða lækur, á stöðugri hreyfingu og það verður viss breyting á hverju augnabliki. Viðhorf okkar til einstakra mála er líka að breytast dag frá degi, með nýjum upplýsingum, ný sjónarmið opnast og svo koma inn til okkar nýjar hugsanir.
Ég hef talið mig nokkuð fastheldna og það er trúlega rétt á vissan hátt. Ég hef á undanförnum mánuðum farið í gegnum ákveðið endurmat að ýmsum viðhorfum mínum til grundvallarmála í uppbyggingu eins samfélags. Sumar breytingar hafa mér þótt réttlætanlegar, en svo eru aðrar sem ég hef átt í vissum erfiðleikum með og hafa vafist verulega fyrir mér.
Ég hef í áranna rás verið mjög fylgjandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi (álfyrirtækja) og talið hann hafa gert margt gott fyrir þjóðarbúið. Held raunar að svo hafi verið til að byrja með og jafnvel lengur. Nú er ég hins vegar að draga í land með hrifningu mína á þessari tegund atvinnufyrirtækja. Nú sé komið nóg og heppilegt að fara nýjar leiðir til að koma okkar endurnýjanlegu orku í verð. Set þessar vanga veltur mínar hér inn sjálfri mér til umhugsunar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 00:59
Ummæli að stoðarmanns menntamálaráðherra
Talsmáti aðstoðarmanns ráðherra sem notar klámfengið götumál til að koma skilaboðum á framfæri, er að mínu álit ekki í lagi.
Nú bregður svo við að fólk hendir þessi ummæli á lofti og setur þau jafnvel í fyrirsagnir á blogfærslur. Það skiptir ekki máli hvort það er aðstoðarmaður ráðherra eða Jón og Gunna úti í samfélaginu. Við eigum öll að gæta orða okkar.
27.7.2010 | 20:45
Andstaða við söluna á HS orku - ekki það sama og andstaða við erlendar fjárfestingar
Þau ykkar sem haldið því fram eruð bæði að misskilja málið og snúa út úr því. Erlendar fjárfestingar eru af hinu góða og vil viljum þær inni í landið.
Það sem þetta mál snýst um er að þjóðin sjálf/við, eigum að hafa yfirráðarétt yfir auðlindum okkar og fá af þeim arð.
Það lagaumhverfi sem er í gildi í dag, virðist götótt og ófullkomið og enn vantar að setja það skýrt í Stjórnarskrána okkar að allar auðlindir okkar séu þjóðareign.
Magmamálið snýst um að yfirráðin yfir sjálfri auðlindinni á Reykjanesinu flytjist úr landi og geti síðan gengið kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur vara.
Þarna er á ferðinni orka sem vel er hægt að eyða upp á tillögulega skömmum tíma. Það eru settar stórar spurningar við umgengni erlendra auðjöfra við slíkar auðlindir.
Olíuslysið á Mexíkóflóa er ekki meðmæli með því að miskunnarlausir peningamenn stýri slíkum verkefnum.
Umgengni við náttúruna er stórt mál og þegar við verðum orðin aðilar að ESB mun hin ískalda peningahyggja víkja fyrir strangari reglum um náttúruvernd
26.7.2010 | 16:25
Fagna upphafi aðildarviðræðna við ESB
Ég fagna því sérstaklega að viðræðurnar séu fornmlega hafnar. Það hef ég gert við hvert formlegt skref í þessu mikilvæga ferli.
Ég tel að það sé okkar eini raunhæfi kostur í stöðunni að leita samninga við ESB. Er líka sannfærð um að ef við hefðum verið komin þarna inn, gengið inn í kjölfar EES samningsins.
Þá hefðum við sloppið við Hrun en fengið þessi í stað efnahagslægð eins og okkar nágrannalönd. Þá væri hér hvorki upplausnarástand, né landflótti, ekkert ICESAVE eða gengistryggð lán, ekki bankakreppa né útrásarvíkingar og síðast en ekki síst, ekki verðtrygging eða okurvextir.
Sérstaklega fagnaði ég þó þann dag sem Alþingi Íslendinga samþykkti að sækja um aðlid að ESB. Þá var haldin veisla á mínu heimili.
Fyrir mig var það og er von um nýtt og betra líf á Íslandi
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar