2.9.2010 | 00:22
Fleiri styðja aðildarviðræður við ESB
"Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18. - 25. ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%." segir í frétt á www.visir.is nú í kvöld.
Þessi frétt er afar ánægjuleg og alveg í takt við það sem ég hef haldið fram áður á þessari síðu sjá her
29.8.2010 | 19:50
Kefjandi framtíðarhugsun
Stundum er hugsun of stór til að hinn almenni maður höndli hana, en þó er rétt að gera tilraun. Greinin hans Ármanns Jakobssonar Fátækt, sjálfbærni og hattræn hugsun sem birtist á Smugunni, inniheldur mjög krefjandi langtíma hugsun og áleitnar spurningar um framtíðina og samtímann. Þær fjármála og náttúruhamfarir sem riðið hafa yfir heiminn nú undanfarin misseri, eru að mínu áliti skýr skilaboð um að nú VERÐUR að koma inn ný hugsun og ný forgangsröðun.
Auðsöfnun á einstaka staði í heiminum er andstæð tilvist okkar hér á þessari jörð. Að miðla okkar á milli er það sem er svo nauðsynlegt. Sum okkar hafa náð mjög góðum lífskjörum og búum við þau í dag. Miðlun þekkingar og upplýsinga er að mínu áliti albesta leiðin til að jafna lífskjör í heiminum, ásamt því að koma böndum á taumlausa auðsöfnum einstaklinga og fyrirtækja.
Bætt réttarstaða vinnuafls er mjög stórt mál og þannig má svo telja upp verkefnin sem framundan eru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2010 | 14:30
Ráðherravaldið - stór vandi frá 1904.
Einn íslenskur ráðherra tók við af dönskum landshöfðingja 1904, í stað tveggja eins og sumir vildu á þeim tíma. Þá skapaðist strax hefð fyrir því ráðherravaldi sem síðan var yfirfært á aðra ráðherra eftir því sem þeim fjölgaði. Hefur þessi hefð eða skipan haldist fram á þennan dag.
Stjórnalagaþingið sem ákveðið er að efna til n.k. vetur hefur það hlutverk að endurskoða/gera stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þar verður væntanlega tekið á þessum mikla vanda sem er að springa framan í okkur Íslendinga með ýmsu móti þessa dagana og hefur valdið okkur margskonar vanda undanfarin 106 ár.
Þetta ráðherravald hefur valdið hinni gríðarlegu klíkumyndunum sem við höfum verið að upplifa undanfarna áratugi og þjóðfélagið er gegnumsýkt af.
Það er ekkert skrítið að hver höndin sé upp á móti annarri, þegar landshöfðingjar í hverjum málaflokknum eftir annan láta ljós sitt skína hver um annan þveran.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2010 | 18:35
Gylfi talaði um lán í erlendri mynt en svaraði ekki um gengistryggingu
Auðvitað reynir Gylfi að klóra í bakkann og teystir því um leið að almenningur sé ekki "of vel upplýstur" um þessi mál. En það vill bara svo vel til að það eru æ fleiri sem skilja þessa hluti. Hagsmunasamtök heimilanna með Marinó G Njálsson og fleiri í broddi fylkingar hafa líka unnið þrekvirki við að upplýsa okkur hin um lagaramma þessara lána og okkar rétt.
Hvað Gylfi Magnússon kemst upp með teygja þetta mál út og suður. Hann hefur líka sýnt það hvað eftir annað að hann stendur greinilega með fjármálastofnunum í þessu mál.
Ráðherra hlýtur að sitja i embætti til að þjóna hagsmunum ALLRA íbúa, fyrirtækja og stofnana í landinu, en ekki aðeins hluta þeirra.
Málið snýst ekki einungis um hóp bileigenda og annan hóp íbúðaeigenda, heldur um fjölda fyrirtækja og stofnana.
Þessi ummæli Páls Magnússonar Útvarpsstjóra, skaða trúverðugleika RÚV verulega. Þessi fjölmiðill okkar allra á að vera hlutlaus gagnvart þjóðmálaumræðunni og einstökum aðilum þjóðfélagsins.
Hvað sem okkur finnst um Jón Ásgeir, þá er það forkastanlegt að yfirmaður RÚV skuli voga sér að blanda sér í þann hatursáróður gegn JÁ sem stundaður er af hægri mönnum á Íslandi.
Hvað má þá segja um umfjöllun um önnur mál eins og aðildarviðræðurnar að ESB, innköllun fiskveiðiheimilda, Magmamálið, gengistryggðu lánin og svo fjöldamargt annað sem hægri mönnum í þessu landi er ekki hugnanlegt.
7.8.2010 | 23:48
Hver var og er tilgangurinn?
Gengistryggðu lánin eru að mínu áliti afar svartur blettur á íslenska fjármálakerfinu eins og það leggur sig.
Vitneskjan um ólögmæti þessara lána virðist hafa verið til staðar innan kerfisins allan tíman. Lánin eru veitt og meðan gengir er uppi, sleppur þetta til, eins og sagt er.
Síðan fellur gengið - fyrst hratt - svo ofsa hratt og lánin hækka á ljóshraða.
Fyrirtæki og fjölskyldur fara í þrot - fjöldi missir störf - heimili og fjölskyldur sundrast - þjáningar tugþúsunda eru gríðarlegar - fólk tekur líf sitt.
Hver var og er tilgangurinn með þessu öllu - eru peningalegar eignir virkilega svona mikils virði?
7.8.2010 | 21:22
Ekki skylda Seðlabankans að upplýsa um lögfræðiálitin ??
Með fyllri virðingu fyrir Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra, þá er ekki sammála honum um þetta mál. Það hefði einmitt verið mjög nauðsynlegt og nánast skylda Bankans að kynna þessi tvö álit fyrir skilanefndum bankanna.
Seðlabanki hvers lands er ekki einhver skrifstofa út í bæ, heldur æðsta stofnun fjármálaviðskipta í hverju landi/svæði fyrir sig.
Hvers vegna er enn unnið með sama pukursmátanum og gert var fyrir Hrun. Okkur sem þjóð veitir ekki af allri þeirri samstöðu og öllum þeim heilindum sem möguleiki er á.
Getur það verið að Gylfi Magnússon ráðherra viðskipta hafi lagt svo fyrir Seðlabankann að þessum lögfræðiálitum yrði leynt.
En það er sitthvað að leyna þjóðina - almenning - eða leyna skilanefndir um verðgildi þeirra pappíra sem þar er höndlað með.
Eru þessi viðbrögð kannski vísbending um væntanlega lagasetningu um vaxtakjör ef dómur/dómar Hæstaréttar verða ekki "réttir"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2010 | 23:13
Um heimildir til upplýsingagjafar og tilmæla
Stafsmenn Seðlabankans er nú sem stendur að bera af sér vegna þess að upp hefur komist um álit sem bankinn fékk um ólögmæti gengistryggðu lánanna í maí 2009. Þar er talað um að heimild vanti um birtingu frá viðkomandi lögfræðistofu sem vann álitið. Seðlabankinn hafði að því er virðist heimild til þess að gefa út tilmæti um meðferð vaxta á gengistryggðum lánum í kjölfar Hæstaréttadóma 16.06.10. Var hann þá ígildi dómsvalds?
Hver heimilaði að upplýsingum um lán til einkahlutafélags í eigu Runólfs Ágústssonar var komið til DV eftir skipan RÁ í embætti Umboðsmanns skuldara. Var meiri nauðsyn að upplýsa um þessi mál núna, en þegar RÁ var skipaður í stjórn Vinnumálastofnunar sem hefur með gera ráðstöfun gríðarlegra fjárhæða til atvinnuleysisbóta og vinnumarkaðsúrræða.
3.8.2010 | 22:23
Ráðning Runólfs sögð umdeild
Hvað er það undir sólinni sem ekki er hægt að deila um. Það finnst mér ekki vera aðalatriðið varðandi Umboðsmann skuldara, heldur hitt að þarna var ráðinn maður (Runólfur Ágústsson) sem hefði staðið mjög vel við bakið á þeim sem eru í skuldafeni upp fyrir haus. Hann hefur nú stigið til hliðar.
Mér þætti fróðlegt að vita hve margir af þeim sem hér á netinu og víðar, óskapast út í Árna Pál og Runólf vegna þessarar ráðningar, þekkja það af eigin raun að vera í skuldafeni upp fyrir haus.
3.8.2010 | 20:19
Bönkunum tókst að bola Runólfi burt
Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.
Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.
Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.
Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.
Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar