Einblínum ekki á árin eftir 2007 segir Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn Pálsson er hér að nálgast kjarna málsins. Rannsaka verður einkavæðingarferlið og aðrar stjórnvaldsákvarðanir aftur fyrir þann tíma sem bankar voru einkavæddir. Hlutur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar er þar stór.

Einnig verður að rannsaka forsendur þess hvernig hin nýja peningastefna var innleidd 2001 sem leiddi til þess taumlausa frelsis sem gerði það mögulegt að fjármálakerfið stækkaði eins og raun ber vitni. Hlutur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar er þar einnig stór.


Rannsaka þarf sérstaklega þátt Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra. Það hafa verið miklar sögur á kreiki um hans stjórnunarstíl og þjóðin á það inni að þær verði staðfestar eða bornar til baka eftir því sem við á.


Rannsaka þarf einkavæðingu bankanna

Brýnt er að rannsaka einkavæðingarferli bankanna af tveim ástæðum.

1. Það er ljóst að mikil mistök hafa verið gerð við einkavæðingu bankana og fleiri opinberra fyrirtækja á Íslandi. Þar eru auðvitað ákveðnir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð, (þó hún sé fyrnd). Starfi stjórnmálamanna fylgir ábyrgð og þeir geta vissulega gert mistök eins og annað fólk.

2. Þessi mistök hafa komið miklu óorði á einkavæðingu almennt. Það ætti því að vera mikið kappsmál fyrir talsmenn einkavæðingar og einkageirans almennt, að hreinsa þetta óorð af ferlinu, svo nota megi þennan valmöguleika með góðum árangri í framtíðinni þegar búið er að setja um það viðunandi regluverk á grundvelli fenginar reynslu.


Áfangi í átt til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Sáttanefndin um kvótakerfið hefur skilað sinni skýrslu. Þar er talað um tvær meginleiðir til breytinga og hefur hin svokallaða sáttaleið hlotið náð fyrir augum meri hluta nefndarinnar. Það kemur ekki á óvart þar sem hagsmunaaðilar virðast haf verið með meiri hluta fulltrúa á sínu bandi. Nú verður málið unnið áfram svo raunveruleg sátt náist um þetta stóra auðlindamál. Yfirlýsing endurnýjaðrar ríkisstjórnar gefur svo sannarlega tóninn með það að betur má ef duga skal. Við almennir borgar þessa lands munum alls ekki sætta okkur við niðurstöðuna eins og nefndin skilaði henni af sér, sáttaleiðina. Ég er ekki sammála Finnboga Vikari um að skipan nefndarinnar hafi verið mistök, þvert á móti því nú höfum við valkost núverandi handhafa kvótans, ásamt valkosti minnihluta nefndarinnar sem vinna þarf mun betur og getur orðið grundvöllur á ásættanlegri niðurstöðu. Það mun taka einhvern tíma í viðbót að klára þetta mál, en við skulum ekki gleyma því að þarna er við sterk öfl að eiga og það má ekki missa úthaldið á endasprettinum þó hann verði í lengra lagi.


Færeyingar langt á eftir okkur í jafnréttismálum samkynhneygðar

Viðbrögð Færeyinga við hjúskaparstöðu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra okkar í tengslum við opinbera heimsókn hennar til eyjanna, eru sterk skilaboð til okkar um að veita samkynhneigðu fólki í Færeyjum allan þann stuðning sem unnt er í þeirra jafnréttisbaráttu.

Ég hrökk við að heyra þessi fornaldar viðbrögð frá þingmanni þar í landi varðandi það að sitja Jóhönnu og hennar konu í hátíðarkvöldverði í gærkvöld. Viðtal við færeyska samkynhneigða konu í kvöldfréttunum undirstrikaði svo að, því miður eru fordómar gagnvart slíkri kynhneigð, útbreiddir í Færeyjum og réttarstaða samkynhneygðara slök.

Ef þetta upphlaup þingmannsins verður til þess að vekja athygli á málinu og þörfinni fyrir stuðning okkar, er það vel. En það verð ég að segja að ekki á hann neinn heiður skilið fyrir tiltækið, nema síður sé. Hinn almenni borgari í Færeyjum virðist miður sín yfir þessu.


Hvað er sagt af andstæðingum aðildar að ESB um ESB ?

Þetta er sagt af andstæðingum ESB

Ísland missir fullveldi sitt við aðild að ESB.

Rétt er: ESB er samband fullvalda og sjálfstæðra þjóða, sem hafa ákveðið að deila hluta af fullveldi sínu í sameiginlegum stofnunum til að skapa öllum innan sambandsins sama rétt við atvinnu og í viðskiptum. Í slíku framsali felst ekki missir fullveldis þegar rétt er á málum haldið, heldur víðtækari réttur. Dani eða Breta virðist ekki skorta fullveldi eftir rúman aldarþriðjung í ESB. Svíar eða Finnar eru engar nýlenduþjóðir. Ýmislegt annað alþjóðlegt samstarf felur í sér svipað framsal fullveldis, svo sem aðild að mannréttindasáttmálum. Aðild Íslendinga að slíkum samningum hefur ekki reynst óheillaspor.

Aðild að Evrópusambandinu fæli raunar í sér frekara fullveldi Íslands en núverandi staða lýðveldisins í EES-samstarfinu. Nú þurfa Íslendingar að taka upp um þrjá fjórðu hluta af efnisreglum ESB-réttar án þess að hafa nokkur formleg áhrif á ákvarðanatökuna. Með aðild getum við haft áhrif á allar slíkar reglur, og reynslan sýnir að smáar þjóðir hafa veruleg áhrif innan ESB þar sem þær kjósa að beita sér af fullum þrótti.


Fjölbreytt mannlíf á Víflisstöðum

Það voru margir kynlegir kvisti mannlífsins sem fundust innan veggja Vifilsstaða. Ég man eftir konu sem þarna var og hafði verið um tíma. Hún var á tveggja manna herbergi og henni var sko hreint ekki sama hver var sett í hitt rúmið. Beytti hún ýmsum kenjum til að flæma frá sér "leiðinlega" stofufélaga.

Eitt sinn gengu sko leindin alveg fram af kellu. "Ég hótaði lækninum að ég færi bara heim ef þessi  ... verður ekki færð úr herberginu mínu"  sagði hún með þjósti.


Vífilsstaðaspítali 100 ára í dag - Haukur Pressari

Áhugavert aukablað er með Mogganum í dag í tilefni af  100 ára afmæli Vífilsstaðaspítala. Ég var að vinna þar í 2 ár, frá vori 1964 og til vors 1966. Ég tek undir með þeim sem tala um þennan sérstaka heim sem þarna var. Berklarnir voru á hröðu undanhaldi á þeim tíma og í plássin höfðu komið ýmsir sem hvergi pössuðu í "kerfið" eins og það var kallað.

Einn þeirra var Haukur Pressari. Ég sá hann fyrst snemma morguns þar sem hann kom á móti mér eftir ganginum og fór mikinn. "Sæl, þú þekkir mig auðvitað, ég er landsfrægur, það komu myndir af mér í Mogganum og Vikunni" Ég var bara eingu nær. Haukur var tímanaumur - á leið í bæinnn í Borgarþvottahúsið og var rokinn.

Nokkur seinna þegar ég hafði spjallað aðeins við hann, mætti ég honum í Lækjagötunni í Reykjavík. Ég heilsaði, en Haukur virti mig ekki viðlits. Þegar ég leitaði skýringa daginn eftir, sagði Haukur snúðugt. "Ég læt eingan í Reykjavík sjá að ég þekki ykkur stelpurnar á hér á spítalanu, fólk gæti haldið að ég lægi hérna"

Hann vildi sem sagt ekki að það vitnaðist hvar hann dvaldi - ég var þá búin að vinna þarna í rúman mánuð og ekki orðin landsfræg. En hann tók bara ekki sénsinn hann Haukur.

 


Bændablaðið stundar mikinn hræðsluáróður gagnvart bændum

Óttinn er enn og aftur notaður til að stjórna, halda fólki niðri. Hvert sem litið er hefur svo verið um aldir. Lántakendur óttast innheimtuaðgerðir, skerðingu framfærslu, missa eignir, laskað mannorð og allt mögulegt sem því tengist.
Bændur eru að því leiti með sérstöðu að sumir sitja á jörðum foreldra/forfeðra og er þá að bregðast þeim (sem er auðvitað ekki rétt)
Innheimtuaðgerðir fyrri tíma snérust um að skerða afkomu – skert afkoma þýddi skort – sem þýddi hungur – sem leiddi til dauða. Þó þessi sé ekki raunin í dag, þá lifa gamlar hugsanir og gamlar setningar sem fólk heyrði í æsku, góðu lífi í undirvitund fólks.
Það er því mun auðveldara að hræða bændur með ESB (eða einhverju öðru) en aðrar stéttir þessa lands.
Ekki vegna þess að bændur séu heimskir, auðtrúa eða illa menntaðir.
Þeir hafa einfaldlega annann bakgrunn margir hverjir.


Áhugaverð grein eftir Kaupfélagsstjórann í Borgarnesi

Var að lesa mjög áhugaverða og góða grein á Pressunni eftir Guðstein Einarsson sem hann kallar, Villtu bæta kjör þín um 105 þúsund á mánuði, sjá hér

Þarna vísar Guðsteinn í bætt kjör meðalfjölskyldu vegna húsnæðiskaupa upp á 20 milljónir, ef lánakjör á ESB svæðinu eru borin saman við Íslenskan veruleika í lánakjörum.

Það sem mér finnst vera ánægjulegast við þessa grein er að höfundur hennar er Kaupfélagsstjóri. Sú tegund fyrirtækja (þ. e. Kaupfélögin) hafa verið mjög tengd bændastéttinni í landinu og talað fyrir þeirra sérhagsmunum. Þarna er því nýr og gleðilegur tónn úr þessum geira þar sem hagsmunir fjöldans eru teknir fram yfir gamaldags sérhagsmunagæslu sem er í raun alls ekki til bóta fyrir neinn.

Ég vil hag okkar allra sem bestan og með góðum samningi við ESB er allnokkur von til þess að okkur takist að komast að nýju á réttan kjöl og viðhalda hér viðunandi lífskjörum fyrir okkur öll.

 


Til hamingju við öll með nýjan ráðherra velferðarmála - Guðbjart Hannesson.

Guðbjartur Hannesson er mikilhæfur stjórnmálamaður, afburða samningamaður og mikill jafnaðarmaður. Vinnur öll mál á afar vandaðan hátt og er líka treyst fyrir miklu. Fagna því að Guðbjartur sé kominn í velferðarmálin, þar er réttur maður á réttum stað. Til hamingju Guðbjartur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband