15.10.2010 | 03:05
Skuldir heimilanna - peningaöflin berast gegn almennri úrlausn.
Þetta má ekki gerast - að ekki verði komið til móts við almenning í landinu. Ég óttast mjög að hér brjótist út miklar óeirðir sem geti jafnvel kostað mannslíf.
Ágæti lesandi!
Þú varst ekki spurður og ekki við hin, þegar þú varst látin ásamt okkur hinum, standa straum af því að tryggja innistæður auðmanna þegar allt hrundi.
Þú hefur heldur ekki verið spurður og ekki við hin, þegar hvert stórlánið af öðru hefur verið afskrifað hjá stórtækustu lántakendunum.
Þú varst ekki spurður og ekki við hin, þegar lánamistök Seðlabanka Íslands voru sett á greiðslulista ríkissjóðs.
Þetta og margt fleira hefur verið sett á okkar bök. Ég tel að við verðum að horfast á augu við þann bitra sannleika að hér fer hópur AUSTURFARA (til Noregs og fleiri Evrópulandi) sístækkandi.
Það mun bitna MJÖG HARKALEGA Á LÍFEYRIASÞEGUM / SKATTGREIÐENDUM - BÆÐI MÉR OG ÞÉR.
13.10.2010 | 02:03
Tilvalin sparnaðarleið fyrir stofnanir, félagasamtök o. fl.
Sir Phillip Green, eigandi Topshop verslunarkeðjunnar hefur lagt fram viðamikla skýrslu sem inniheldur margskonar sparnaðarleiðir fyrir Breska ríkið. Ein leiða sem hann bendir á til sparnaðar er að fundahöld ýmiskonar fari fram í gegnum fjarfundabúnað, í stað þess að fundarmenn safnist saman á einn stað, með tilheyrandi kostnaði við ferðalög og uppihald. Þetta er leið sem við Íslendingar eigum að nota milklu meira en gert er í dag. Þessi leið sparar bæði mikinn tíma og umtalsverða fjármuni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 02:19
Sérhverjum einstaklingi ber að sýna virðingu
Það er mikið vandaverk að vinna við að umgangast og þjóna fólki og sérstaklega fólki í vanda. Það er svo stutt í hroka sumra gagnvart fólki í vanda, stutt á að sýna vald sitt.
En þá er það spurningin stóra, vald til hvers? Hefur einhvert tiltekið fólk í þjónustu vald til að sýna yfirgang og þá til hvers. Það er að mínu áliti ekki svo og þið sem vinnið við að þjóna fólki hafið blátt áfram afar ríkar skyldur til að þjóna viðskiptavinum.
Ykkur ber að upplýsa þá sem til ykkar leita, sem allra bestum þá möguleika sem sú stofnun/fyrirtæki sem þið vinnið fyrir, hafa upp á að bjóða fyrir þá sem til ykkar leita. Og ykkur ber líka að sýna ÖLLUM virðingu og tillitsemi.
Þessi hugleiðing er sett á blað nú í því fárviðri sem geysar á Íslandi og við köllum SLULDAVANDA HEIMILANNA. Örvæntingin er víða orðin algjör og stutt í uppgjöf sem endað getur með sjálfsvígi.
12.10.2010 | 00:22
Forsendubrestur húsnæðiseignenda
Hvort fjölskyldur/einstaklingar skulda vegna húseigna sinna hjá þessari eða hinni fjármálastofnunni, í erlendri mynt eða íslenskum krónum, þá hafa ALLIR orðið fyrir forsendubresti. Þó Þórólfur Matthíasson tali um að sumir geti enn borgað af sínum lánum (sem vafalaust er rétt) þá hefur það sama fólk orðið fyrir eignaupptöku sem það á kröfu um að sé bætt. Innstæður í bönkum sem enn voru til staðar við hrun, voru bættar og það á líka að gilda um innstæður í húseignum.
12.10.2010 | 00:20
Íhaldið hunsar fundi um vanda heimilanna
Þegar stjórnvöld virðast loks vera til viðræðu um niðurfærslur húsnæðislána og eru að kalla ALLA málsaðila að borðinu, virðist hluti stjórnarandstöðunnar vera í fýlu og mætir ekki á fundi. Hvort það breytir einhverju um niðurstöðu fundarhaldanna skal ósagt látið, en vanvirðingin við skuldugu heimilin er algjör.
12.10.2010 | 00:18
Umboðsmaður skuldara
Ég leit á það sem gríðarleg mistök, já stórt slys þegar Runólfur Ágústsson var hrakinn úr embætti Umboðsmanns skuldara sl sumar. Þó þetta embætti hafi verið allt of seint til komið, hafði ég von um að Runólfur gæti blásið lífi í grútmáttlausar aðgerðir ríkisstjórnarinnar (sem ég styð að öðru leiti).
Því miður virðist sem núverandi Umboðsmaður skuldara skorti einurð til að standa upp og virkilega sópa út þeim hindrunum sem hún talar jú um að séu til staðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 16:36
Heilbrigðiskerfið - hagræðing - sparnaður
Niðurskurðarfréttir úr heilbrigðiskerfinu eru nokkuð svæsnar núna og sumstaðar svo að fólki blöskrar.
En hvaða þjónusta er veitt á hvaða stofnun núna og hvernig er í raunhægt að hagræða án þess að skerða þjónustuna sem við eigum öll rétt á. Rekstur á skurðstofum er afar viðkvæmt og heitt mál á mörgum stöðum.
En er það endilega nauðsynlegt að geta gert skurðaðgerðir af mörgu tagi vítt og breytt um landið. Samgöngur í dag eru þess eðlis að fólk getur hæglega komið sér á milli staða án vandræða.
Vel má hugsa sér að sérhæfa skurðstofur meira en gert er í dag og senda fólk milli landshluta til vissra sjúkrahúsa til ákveðinna tegunda aðgerða og endurhæfingar í kjölfarið. Rekstur stofnana er misdýr og vel væri hægt að spara töluvert fé með þessum hætti.
Smákónga/drottningaveldi í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt og þar keppist hver við að halda sinu burtséð frá hagkvæmni.
Sumstaðar virðist jafnvel varasamt að orða tilfærslur á þjónustu milli stofnana, þó hagkvæmar séu og það er mjög slæmt.
Ég persónulega vil gjarnan sjá og heyra umræður um að færa vissa þjónustu meira frá Reykjavík - af Landsspítala Háskólasjúkrahúsi og framkvæma vissar tegundir aðgerða á minni sjúkrahúsum úti á landi.
Sömuleiðis má styrkja fæðingardeildir á völdum stöðum út um land og hafa sem valkost fyrir konur af Höfuðborgarsvæðinu.
28.9.2010 | 18:12
Atkvæðagreiðslan á Alþingi.
Tillögur Atlanefndarinnar að breytingum í stjórnkerfinu eru góðar og mikilvægt að náðst hafi einróma niðurstaða í afgreiðslu hennar. Því vil ég fagna sérstaklega og tel það vera stóra málið sem afgreitt var í dag
Þegar kemur að ráðherraábyrgð og Landsdómi voru þingmenn ekki á einu máli og þess var heldur ekki að vænta.
Flokkslínur voru hreinar hjá VG og Hreyfingunni með ákærum og hjá Slálfstæðismönnum á móti. Framsókn og Samfylking voru bæði með eða á móti. Mjótt var þó á munum og atkvæðagreiðslur nokkuð tvísýnar.
En hvað var þess valdandi að niðurstaðan var þessi. Kreppan var í kortunum strax 2006 til 2007 og fátt til ráða. Geir H Harde var einum stefnt fyrir Landsdóm og tel að ábyrgð Geirs á setu Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum hafi ráðið úrslitum.
Hef sjálf haft vissar efasemdir um það að stefna ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H Harde fyrir Landsdóm
Hinsvegar verður að rannsaka einkavæðingu bankanna og starfstíma/feril Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Þar liggja mistökin og þau verður að skoða vandlega.
27.9.2010 | 23:38
Þjóðarsáttin - tillögur HH
Það verður sífellt óskiljanlegra að til þess sé ætlast að fólkið, fyrirtækin, stofnanirnar, sveitarfélögin og fl, skuli í alvöru vera krafin um greiðslu þeirra óskaplegu hækkana lána sem átt hafa sér stað í Hruninu.
Það skiptir í mínum huga ekki máli hvaða lánaflokka er um að ræða. ÖLL LÁN HAFA HÆKKAÐ - ÞAÐ VARÐ FORSENDUBRESTUR. Ef það kallast ekki forsendu brestur að fjármálakerfi heillar þjóðar hrynur til grunna, þá veit ég bara ekki hvað orðið forsendubrestur þýðir.
Fagna tillögum HH sjá hér og tel að þær séu góður grunnir að þjóðarsátt um sæmilega viðunandi lífskjör í landinu.
21.9.2010 | 16:04
Umræðan um orkunýtinguna
Andri Snær og Tryggvi Þór tókust á um auðlindamálin og orkunýtinguna í Kastljósinu í gærkvöldi. Varð fyrir veruleg vonbrigðum með málflutning beggja aðila og fannst raunar að hann væri á köflum afar ruglingslegur. Andri Snær var líka með kjánalegar aðdróttanir sem mér fannst skemma málstað hans og hans stuðningsmanna.
Tryggvi Þór datt líka í þann pytt að kenna stjórnvöldum klúður sem rekja má til ákvarðana sem teknar hafa verið í einskonar fljótræði þar sem treyst hefur verið að færibandaafgreiðslu stjórnvalda.
Andri Snær og hans fylgjendur hafa mjög mikið til sýns máls varðandi það að rannsaka verður miklu betur hvert nýtingarþol háhitasvæðanna er. Varðandi vatnsaflsvirkjanir þá eru það líka umhverfisáhrifin sem skipta gríðarlegu máli.
Að setja orkuna okkar í eina stóra iðngrein er ekki skynsamlegt eða hagkvæmt. Þeir aðilar sem rætt hafa um orkusölu inn á veitukerfi meginlands Evrópu, eru að mínu áliti að skoða áhugaverðan kost til að auka verðmæti orkunnar og setja með því væntanlega meiri verðpressu á stóru orkukaupendurna hér heima.
En aftur að Kastljósinu, karp er ekki það sem okkur vantar núna, heldur málefnaleg rökræða þar sem mismunandi skoðanir eru ræddar án þess keppst sé á um að koma höggi á andstæðinginn.
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Svo eru mannslíf í hættu vegna örvæntingar því kjörin versna mun meira ef ekki verður gert eitthvað raunhæft í málum heimilanna.
Hvað er til ráða - hvernig getur fólkið í landinu stutt við kröfurnar um skuldaleiðréttingu