LÍÚ kemur aftur að borðinu í kvótanefndinni

Það er vissulega fagnaðarefni að LÍÚ forystan hefur áttað sig á mikilvægi þess að vera með í umræðunni um breytingar á kvótakerfinu, sjá  hér

Margir hafa brugðist ókvæða við og telja að nú séu allar breytingar fyrir bý og kosningaloforðið um kvótann aftur til þjóðarinnar sömuleiðis. 

Ég vil biðja fólk að staldra aðeins við og geyma stóru orðin þar til tillögur kvótanefndarinnar verða kynntar. Þá fyrst er hægt með einhverri sanngirni að setja fram skoðanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Íslandsmið verða opnuð fyrir aðra en Kvótagreifa ert þú til í að fara með mér í útgerð og við kaupum togara eða loðnuskip frá Noregi,Færeyjum eða Íslandi á 2.000.000.000.kr og veiðarfæri á um 250.000.000.kr ráðum vana menn á skipið og fynnum kaupendur að aflanum og verðum í góðum málum eða ertu bara að bulla.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 05:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðmundur Ingi.

Togaraútgerð er ekki mitt draumastarf, en það hefur ekkert með það að gera sem ég skrifa hér að ofan. Það eru örugglega einhverjir aðrir tilbúnir með þér í útgerð eða jafnvel einir og sér.

Hvað "bullið" mitt varðar þá verður hver að dæma fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.7.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki tek ég þátt í neinum fögnuði vegna þessara tíðinda.

Ef kvótagreifar eiga að fá nýtingarrétt til áratuga þá eru landsfundarsamþykktir ríkisstjórnarflokkanna orðnar lítils virði.

Enda bjóst ég aldrei við öðru.

Árni Gunnarsson, 9.7.2010 kl. 09:30

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

LÍÚ  heftur tekist að blekkja þig eins og marga aðra. Guðbjartur Hannesson formaður kvótanefndarinnar og Björn Valur Gíslason varaformaður nefndarinnar hafa báðir borið þessa túlkun LÍÚ til baka og segja hana alranga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.7.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Guðmundur Ingi.

Þetta eru bara mjög lágar tölur sem þú nefnir þarna fyrir skip og veiðafæri.

Það hefði ekki fengist mikill kvóti fyrir þessa aura sem þú nefnir á markaðstörgi LÍÚ og glæpa-bankanna rétt fyrir hrun.

Kanski rétt um 500 tonn af þorski sem duga svona meðal trillu sem gerir út á línu 8 mánuði á ári.

Í þessu dæmi sértst vitleysan og heimskan sem réði (og ræður) ríkjum hjá kjánum eins og Fannari frá Rifi og álíka kvótapostulum.

Níels A. Ársælsson., 9.7.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband