Athyglisverð færsla af Eyjunni

Guðbjörn Guðmundsson skrifar athyglisverða færslu á eyjuna  sjá her sem heitir - VIÐ GÆTUM HAFT ÞAÐ SVO GOTT.

Hér eru tölulegar staðreyndir úr færslu GG, ásamt lokaorðum hans:

Ísland - 20.000.000 til 40 ára - fyrsta afborgun  kr. 143.592.156 .

Miðað við 5% verðbólgu á ári – síðasta greiðsla etir 40 ár kr. 679.009 .

Bílalán hjá Íslandsbanka til 60 mán.  kr. 2.000.000 með 8,6% vöxtum.

Fyrsta afborgunin kr. 42.950 en afborganir lækka svo í kr. 35.525 

Verðtrygging þar að auki og ekki unnt að fá marktæka lokagreiðslu.

Þýskaland Sparda Bank

Fasteignalán 127.340 evrur (kr. 20.000.000 milljónir ) til 40 ára - ber næstu 10 ár fasta vexti 3,7%, eru fastar afborganir af láninu 630 evrur á mánuði (100.000 kr.) næstu 10 árin. Ekki verðtryggt lán - afborganir hækka ekki

Lánið greitt niður á 40 árum og árleg endurgreiðsla 2,5% af höfuðstólnum, sem lækkar við hverja afborgun.

Upphafleg lánsfjárhæð  127.340 evrur (20 milljónir kr.), eftir 10 ár er höfuðstóll lánsins kominn í 89.430 evrur (14.040.000 kr.). 

Bílalán kr. 2.000.00  Bon Kredit til 60 mánaða með 5,14% óverðtryggðum, föstum vöxtum og eru fastar afborganir af láninu upp á 237 evrur (37.700 kr.). Afborganir af bílaláninu yrðu því frá 1. til 60. greiðslu eða í 5 ár 237 evrur á mánuði.

Það er eitt ráð við þessu og það er að ganga í Evrópusambandið og taka upp annan lögeyri. Hversvegna vill 60 % þjóðarinnar láta fara svona illa með sig?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Röksemdin er sem sagt, út frá forsendunni um einstaklingshyggju. Einstaklingurinn, á að meta þetta fra sinum prívat þörfum, ekki skynjun viðkomandi á því hvað hann/hún telur vera hagsmuni sinnar þjóðar.

Annars er þetta algerlega út úr korti, þ.s. Ísland er ekkert á leið inn í Evru á næstu áratugum.

Þannig að samanburðurinn, hefur ekkert með það að gera, hvað er eðlilegt að ráði úrslitum um val viðkomandi. En, fyrir Jón eða Gunnu, er það ekki úrlitaatriði hvaða vexti af lánum viðkomandi gæti hugsanlega öðlast innan næstu 20-30 ára, kannski.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.6.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Haltu þinni svartsýni bara fyrir þig Einar, ég er ekki að kaupa hana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.6.2010 kl. 04:42

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vonum að þessi 60% lesi og læri og taki ákvarðanir í samræmi við faglega niðurstöðu.  Við verðum að trúa því.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.6.2010 kl. 08:48

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það mun verða mikið rætt um þetta mál næstu misserin. Fræðsla um samninginn verður að vera mikil og góð og ég er sannfærð um að viðhorfin munu mjakastí rétta átt. Missum ekki sjónar af lokatakmarkinu og stefnum á það ótrauð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.6.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæl Hólmfríður

Hann heitir Guðbjörn Guðbjörnsson sem skrifaði pistilinn á eyjunni.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 18.6.2010 kl. 10:03

6 identicon

Það þýðir ekkert að reyna að leiðrétta Hólmfríði.

Hún virðist ein af þeim sem telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:17

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt hjá þér Sigrún - þegar fólk er blindað af trúnni, þá er það barasta þannig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.6.2010 kl. 11:38

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólki

Takk fyrir að leiðrétta föðurnafnið á honum Guðbirni - tek ekki að mér að feðra fólk.

Að "leiðrétta" mig já - það er nú það

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.6.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 110267

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband