Viðbrögð forsetans við rannsóknarskýrslunni gagnrýnd harkalega.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor hefur farið mikinn yfir umfjöllun um sig í Rannsóknarskýrslunni og þá sérstaklega siðfræðihlutann. Hann virðist trúa því að með stóryrtu orðskrúði geti hann enn einu sinni valtað yfir álit annar á sér og sínum gjörðum.

Núna er hann samt að deila við algjöran ofjarl sinn, eða Rannsóknarnefndina í heild sinni. Það er eins og hann átti sig ekki á því gríðarlega vægi sem skýrslan hefur í hugum þjóðarinnar. Hann virðist hafa misst flugið og tekið í rangt handfang til að hækka það að nýju. Einhver líkti honum við Davíð Oddsson og slík samlíking er vart til vinsælda fallin á Íslandi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsetinn er gjörsamlega búinn að niðurlægja embættið að hann á að segja af sér strax.......Hann er sér og þjóð sinni til skammar.....það vita allir sem vilja vita að hann hefur orðið sér til mikillar skammar og niðurlægt forsetaembættið.....

Jón Kr. Óskarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vinsældavogin er ekki mjög haldgóður mælikvarði fyrir Bessastaðabóndann sem stendur. Ef það er virkilega sú vog sem stýrir gjörðum hans þá gæti afsögn verið næsti leikur, hver veit.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 110258

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband