Jóhanna Sigurðardóttir talaði hreint út á Ársfundi SA

Gott að lesa kafla úr ræðu forsetisráðherra á Ásfundi SA þar sem hún talar um framtíðarsýn fyrir okkur Íslandinga. Birti hér 2 stutt brot úr ræðunni sem eru mikil hvatning til okkar allra og ekki veitir af.

Kaflana kalla ég;

  • FORTÍÐ  “Íslendingar þurfa nú að móta stefnu til langs tíma. Gamla hagkerfið – með sitt einhæfa atvinnulíf, helmingaskipti og raðgengisfellingar – er ekki eftirsóknarverður valkostur. Frjálshyggjutilraunin sem hrundi með bankakerfinu á ekki afturkvæmt. Hún átti aldrei erindi við okkur. Við þurfum endurreisn en ekki afturhvarf"

  • FRAMTÍР “Ég tel að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé óaðskiljanlegur hluti af endurreisninni. Í henni felast skýr skilaboð til umheimsins og hún er veigamikill þáttur í stefnumótun okkar til lengri framtíðar. Það er mikill misskilningur að of miklum fjármunum og tíma sé varið í undirbúning að samningaferlinu. Staða okkar mun eflast þegar Ísland verður viðureknnt umsóknarríki og í ferlinu sjálfu munu skapast margskonar möguleikar og tækifæri til aðlögunar og uppbyggingar"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður.

Þessi ESB umsókn og öll sú vitleysa er gjör tapað mál fyrir ykkur.

Jóhanna heldur að vísu enn í ESB þráhyggjunna þó svo 70% landsmanna vilji ekkert með ESB apparatið hafa að gera.

Þú veist það mæta vel sjálf þó þú sért nú góð að stunda afneitun og sjálfsblekkingu að þá er ESB trúboðið og þeirra fylgilið allt nú á hröðu undanhaldi og flótta undan sjálfum sér.

Þessi ESB sértrúarsöfnuður er orðinn mjög einangraður minnihlutahópur sem tvístrað hefur þjóðinni og unnið henni ómælt tjón með átrúnaði sínum og þvergirðingshætti.

Rökin fyrir ESB aðild Íslands eru flest ef ekki öll fokinn útí veður og vind og ekki stendur steinn yfir steini fyrir ESB rökfræðinni. Þar þarf ekki okkur ESB andstæðinga til því þetta yfirríkjabandalag hefur enn og aftur afhjúpða getuleysi sitt og vonleysi. 

Margir hafa því gengið af trúnni og alger flótti hlaupinn í liðið.

Einn helsti ESB trúboðinn ISG vill nú kalla ESB umsóknina til baka þegar í stað sökum algers fylgisleysis. Sem er eitt það fáa sem hún hefur sagt rétt og satt undan farinn mörg ár.

Sjálfur yfirtrúboðinn og Goðið ykkar sjálft, sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson viðurkennir dapur ósigur ykkar og segist ekki sjá að Ísland muni ganga í ESB í fyrirsjánlegri framtíð.

Undir þetta tekur sjálfur Æðsti Prestur ESB- trúboðsins á Íslandi sjálfur Eiríkur Bergmann.

Er nú ekki mál að hlusta á þjóðina sína og láta af þessari mestu sundrungu sem Íslensk þjóð hefur mátt upplifa og draga umsóknina til baka tafarlaust og hefja uppbyggingu og sameiningu þjóðarinnar á ný.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 20:42

2 identicon

Gunnlaugur, mér finnst voðalega gaman að sjá þig skrifa illa um ESB. Sérstaklega þar sem þú ert mesti aðdánandi ESB hérna. Þú átt heima í ESB landi, lifir samkvæmt lögum ESB (öllum, ekki bara hluta þeirra eins og íslendingar), notar evruna, ert með lága evruvexti, ert með óverðtryggð húsnæðislán á föstum 5% vöxtum (þar um bil), ert einnig að kaupa vörur á hinu lága verðlagi sem einkennir þau lönd sem eru í ESB (breytilegt engu að síður) síðan eru fleiri atriði sem ég ætla ekki að nefna hérna.

Ef þú hatar ESB svona mikið þá skora ég á þig að flytja til Íslands í verðbólguna, háu vextina, verðtryggðu húsnæðislánin og hið gífurlega háa verðlag sem einkennir Ísland í dag, síðan eru öll hin atriðin sem gera Ísland að verri stað að búa á stað heldur en ESB ríkin svona efnahagslega fyrir fólk.

Ég bíð spenntur eftir svari hjá þér hvenar þú ætlar að flytja til íslands. Þar sem þú hatar ESB svona mikið, þá reikna ég með því að verði sem fyrst.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gunnlaugur. Hafðu það sem best í ESB landinu Spáni. Við erum á leið inn í ESB hvort sem þér líkar betur eða verr. Þegar þjóðin fer að átta sig eftir hrunið og sér valkostina þá rennur af þeim móðurinn og skynsemin tekur við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.4.2010 kl. 22:49

4 identicon

Sæl Hólmfríður og takk fyrir góðar kveðjur til mín hingað til Spánar. 

Nei Hólmfríður mín Íslendingar munu ekki ganga í ESB í náinni framtíð þar er ég innilega sammála Jóni Baldvini Hannibalssyni.

Svo vil ég óska þér og þínum gleðilegs íslensks sumars.

Jón Frímann, ja það er nú enginn flótti hlaupinn í þig, þó stórlega hafi fækkað í söfnuði ykkar ESB rétttrúnaðarsinna. 

Þú stendur enn fremstur í flokki og efast aldrei sama hvað á gengur og hvað málstaður ykkar ESB sinna hefur sífellt versnað og hallast illa á ykkur í rökræðunni líka.

Þú spyrð hvenær ég flytji til Íslands. Ég spyr á móti ætlar þú að halda áfram að búa á Íslandi eftir að þjóðin hefur endanlega hafnað ESB aðild ?

Ég sakna oft Íslands og hvað það er gott land og hvað börnin mín og þeirra börn líka eru heppinn og hafa mikla möguleika í þessu góssen landi, nú og til framtíðar litið.

Sérstaklega ef við höldum fast í sjálfstæði okkar og fullveldi og höfum vit á því að halda okkur utan við  svona ólýðræðisleg og ómanneskjuleg og spillt skrifræðisapparöt eins og ESB óhroðinn hefur þróast.

Ætli ég flytji ekki bara heim til míns fallega og gjöfula föðurlands svona u.þ.b. þegar þjóðin endanlega verður búinn að jarðsetja þessa óheilla ESB umsókn.  

Ætli við hittumst þá kanski í Leifs stöð Jón Frímann, það yrði gaman að því.  Ég að koma heim fagnandi en þú á leið úr landi grátandi á vit ESB draumsins og þeirra villuljósa.  Kanski næ ég þá loksins að snúa þér við á síðustu stundu.

Einu skal ég lofa þér ég mun allan tímann þangað til og alveg fram á síðustu stundu reyna allt sem ég mögulega get til þess að snúa þér af ESB- villu þíns vegar. 

Gleðilegt íslenskt sumar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gunnlaugur. Þú skallt sem allra fyrst snúa þér að einhverju öðru en að snúa minni skoðun á inngöngi Íslands í ESB. Ég hef haft þá skoðun um árabil að þangað lægi okkar leið með einum eða öðrum hætti. Það eru samt einhverjir trúgjarnir ennþá til sem dreymir um fátæka rómantíska framtíð að hætti Bjarts í Sumarhúsum, sem  búa í verðbólgu, verðtryggingar og vaxtafeninu og vilja endilega vera þar áfram. Ég skipti ekki um skoðun, það er nokkuð ljóst. Minn tími í feninu er liðinn og tími ESB handan við hornið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.4.2010 kl. 10:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og einu get ég lofað þér Gunnlaugur, þér mun ekki takast að snúa Jóni Frímanni. Hann veit of mikið um ESB til að láta ljúga að sér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.4.2010 kl. 10:07

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Jóhanna talar um sýna framtíðarsýn, hún talar ekki fyrir munn allra Íslendinga

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 11:45

8 identicon

Gunnlaugur, þetta er ekki svar hjá þér. Þetta er útúrsnúningur. Ég spurði þig beinnar spurningar, sem þú kemur þér undan að svara beint. Kemur í staðinn með eitthvað ómarktækt orðaskrúð sem þýðir ekki neitt. Ég reikna því með að þú sért ekkert að fara að flytja til Íslands, þar sem þú hefur það svo gott í ESB landinu Spáni þessa dagna. Notandi evrur og verslar vörur ódýrt, og ert væntanlega með óverðtryggt húsnæðislán ef þú hefur keypt hús á Spáni.

Annars er uppgangstími andstæðinga ESB búinn. Rannsóknarskýrslan sá til þess, ásamt öðrum hlutum sem teljast til hliðaráhrifa skýrslunnar.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:13

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þorsteinn Valur - Þegar framtíðarsýnin okkar jafnaðarmanna verður að veruleika mun þorri þjóðarinnar verða mjög sáttur. Enginn gerir svo öllum líki og svo mun ekki verða hér frekar en annars staðar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.4.2010 kl. 13:32

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Við skulum bara drífa þetta í dóm þjóðarinnar og kjósa samhliða næstu sveitarstjórnarkosningunum.

En ég geri ekki ráð fyrir að þið viljið það því ykkar stefna er að þvinga þjóðina inn í ESB.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 23:07

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar þjóðin fær tækifæri til að kynna sér þá samninga sem gerðir verða við ESB, er ég þess fullviss að afstaða fólks um breytast. Margir eru enn í afneitun á það hvaða stjórnunarmistök ollu hruninu og til hvaða aðgerða er nauðsynlegt að grípa.

Svo er minnimáttarkennd gagnvart erlendum ríkjum og reglum sem birtist í miklum hroka og einhvers konar þjóðernisrembingi. Það tekur tíma fyrir okkur að ná áttum eftir stór áföll og þar tel ég að flokksmenn Sjálfstæðis og Framsóknarflokka séu verst á vegi staddir. Finnst það í raun afar eðlilegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2010 kl. 01:14

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Með fullri virðingu Hólmfríður, trú þín á væntanlega samninga sem mútuþægir stjórnmálamenn rúnir trausti ætla að gera fyrir hönd þjóðarinnar,minnir mig töluvert á viðhorf trúarhópa um frelsun og betri tíma.

Mannkynssagan og fyrirliggjandi staðreyndir segja aðra sögu, sögu nýlendukúgunar og arðráns auðlinda með því að blekkja auðtrúa.

Ísland er ekkert annað en hlaðborð sem ESB vill eta.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband