Tilboð frá Bretum og Hollendingum.

Samkvæmt fréttum Reuters er það tilboð sem við Íslendingar getum ekki hafnað. Er sem sagt búið að hringja í SDG og fá leyfi. En svona í alvöru þá væri gott ef hægt væri að ljúka þessu langa farsa. Hef minni áhyggjur af innihaldi tillögunar, þessi þvæla er þegar orðin það dýr að hún kostar okkur of fjár þegar upp er staðið.


mbl.is Undirbúa nýtt Icesave tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Gaman væri að sjá útreikninga þína á því hvað þetta er búið að ,,kosta" okkur og svo hvað þetta tilboð mun ,,kosta" okkur í framtíðinni.  Koma svo...

Sigurjón, 19.2.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aumingja Hólmfríður þú vilt gefa lýðræðið!

Gerðu það áttu það við sjálfa þig ekki aðra og ef þú vilt endilega borga óráðsíu glæpamanna þá er þér það velkomið

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 01:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki hagfræðimenntuð, en veir þó að kostnaðurinn er ærinn. Hrun-flokkarnir hafa notað Icesave mánuðum saman til að þyrla upp eins miklu moldviðri eins og möguleiki er á, til að draga athygli okkar frá þeirra ljótu áratuga gömlu slóð. Flokkarnir skiptu hagkerfinu á milli sín og svo voru flokksgæðingarir settir á bestu spenanan og sugu fast.

Ef það nýjasta trixið í bókinni að "banna" fólki með "óæskilegar" skoðanir að tjá sig. Ykkur verður ekki kápan úr því klæðinu frekar en Sigmundi Davíð. Nei það verður að herða skrifin og það verulega. Brýna pennan vandlega og stinga fastar á kýlin sem nóg er af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2010 kl. 09:53

4 identicon

Á aþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þykir álíka gáfulegt að fjárfesta Íslandi og í Nígeríu. Og með hverjum deginum sem líður með Icesave óleystan þá minnka líkurnar að hér á landi muni koma inn erlent fjármagn í formi fjárfestinga í atvinnulífinu.

Með hverjum deginum sem líður með samninginn í uppnámi, skaðast orðspor Ìslands sem þjóð til að treysta á í viðskiptum og að koma til baka verður erfiðara og erfiðara.

Íslenska krónan verður með hverjum deginum sem líður studd með gjaldeyrishöftum, verðlausari pappír.

Halda menn að þetta kosti ekki neitt, vilja menn keyra orðsporið algjörlega í botninn þannig að ekki verði aftur snúið. Hvar er þjóðarstoltið?

það grátlega við Icesave deiluna er það að íslendingar eru í raun að sanna það í eitt skipti fyrir öll hve vanþroska þessi þjóð er, hún var reyndar búinn að því all rækilega í útrásinni en er nú að slá endahnútinn.

Ef hægt er að finna einhvern sameiginlega flöt á málflutningi andstæðinga Icesave samningsins þá er hann:

Allt er Ömurlegt.

Ekki er að sjá nokkurstaðar neina sameiginlega stefnu um það hvað á að gera eftir að samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 10:05

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ragnar. Þér hefur greinilega blöskra þau fáránlegu skrif sem tvímenningarinr hér fyrir ofan settu á blað.  Gott innleg hjá þér Ragnar og takk fyrir það, hverju orði sannara. Nýlega var sett fram í grein í Fréttablaðinu að stöðnun samfélagsins miðað við mögulegann 3% hagvöxtværu 75 milljarðar á mánuði. Það eru væntanlega smáaurar miðað við "Lýðræðið, þjóðarstoltið, sjálfstæðið og hvað þetta er kallað allt saman" Gallinn er bara sá að við getum ekki borðað þessa hluti, ekki greitt skuldir með þeim ekki klætt okkur í þá, ekki mentað unga fólkið, byggt upp samfélag með þeim eða neitt það annað sem við þurfum á að halda.

Þegar búið er að semja um IVESAVE, erlanda lánsféð farið að liðka hjólin hjá okkur og við gengin í ESB, munum við vonandi endurheimta þessa eiginleika til baka sem nú eru komnir út í hafsauga fyrir okkar eigin heimsku við að telja okkur trú um að við séum að verja þá með þrjósku, monti, vankunnáttu og fíflagangi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2010 kl. 14:14

6 Smámynd: Sigurjón

Bíddu, hvað er fáránlegt við að óska eftir nánari útreikningum og rökstuðningi?

Sigurjón, 20.2.2010 kl. 16:10

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurjón þetta er kallað siðblinda af verstu tegund hjá Hólmfríði og Ragnari líka meðvirkni. Með því að kjósa um icesave er verið að færa lýðræðið til almennings þegar er búið að kolfella samninginn sjá aðrar þjóðir hversu óréttlætið er mikið með að setja á okkur skuldir nokkurra manna og einkastofnunar. Ég endurtek Hólmfríður borga þú og Ragnar líka látið aðra í friði, alveg ótrúlegt að sjá að þú Hólmfríður eigir börn og barnabörn sem hefðu þurft að takast á við icesave þrældóminn ef forsetinn hefði skrifað uppá og þú situr hjá ánægð með stjórnvöld?

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 20:26

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Okkur ber að greiða ICESAVE. Lánalínur erlendis frá eru nær lokaðar. Tafir að uppbyggunni hér á landi. Verklegar framkvæmdir enn í biðstöðu. Atvinnuleysið meira og svona mætti lengi telja. Þetta vita landsmenn allt saman mæta vel og þarf ekki að telja hér upp.

Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar af andstæðingum ICESAVE eftir að samningurinn hefur verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Hver er framtíðarsýnin og hverjar verða aðgerðirnar til að reisa Ísland við að nýju. Hvað með ESB umsóknina. Hvað með lán erlendis frá. Hvað með aðgerðaráætlun AGS og hvað með menntamálin, heilbrigðismálin og velferðina. Verum við aftur að fátækum þurfalingum í lokuðu landi, hvaða framtíð bíður okkar ??????????????????????????????????????????????????????????????????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2010 kl. 21:32

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður.

Siðblinda plagar mig ekki og hefur aldrei gert. Ég met stöðuna hverju sinni með raunhæfum hætti og varast að blanda óraunveruleika, draumórum, stærilæti, þrjósku og væntingum sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum þar inn í. Vil ítreka spurningar sem eru ritaðar hér að ofan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2010 kl. 22:29

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ertu ekki sátt við að margar þjóðir heims eru farnar að líta til okkar og sjá hvað Bretar og Hollendingar eru að gera okkur með görðum sínum hryðjuverkalög stöðva AGS í krafti stærðar sinnar og með þessum aðgerðum þeirra vilt þú ganga inn í ESB. Eftirgjöf frá Bretum og Hollendingum er orðin staðreynd við höldum áfram á þessari braut næst er að taka á gjaldþroti seðlabanka. Einnig verðum við að ná þeim sem komu okkur út í þetta skuldafen ekki leifa þeim að koma til baka eins og bankarnir hafa gert.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 14:43

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er ég sátt við viðhorfsbreytingar sem ganga í átt til aukins réttlætis hvar sem er í heiminum. Ég rugla ekki saman ICESAVE málinu og samningaviðræðum við ESB. Það er tvö mál í mínum huga.

En svo það sé á hreinu þá eru viðhorf almennings ekki ígildi laga og hafa aldrei verið. Þar stendur hnífurinn í kúnni og ekki í fyrsta skipti. Tökum vændi sem dæmi. Við erum  mörg sem höfum viljað koma lögum yfir þá sem kaupa sér þjónustu þeirra einstaklinga sem stunda og selja vændi. Það er núna fyrst sem hægt er að kæra "viðskiptavinina" og mun það verða gert í máli "Miðbaugs maddömunnar" svokölluðu.

Hvað varðar þá sem brutu af sér hér í fjármálaheiminum, þá er verið að rannsaka mörg mál, lagabreytingar sem herða eftirlit og utanumhald þess, liggja fyrir Alþingi. Við verðum að fara að lögum og það tel ég vera grundvallar forsenduna í öllu endurreisnarstarfinu.

Við gagnrýnum það harðlega og með fullum rétta að ekki hafi verið farið að lögum hér fyrir hrun og það í stórum stíl. Við verðum því án undanbragða að fara að lögum eftir hrun, ef hér á að verða friður um það sem gert er og gert verður.

Gleymum því ekki að þeir sem ekki fóru að lögum fyrir hrun, bíða nú eftir því að núverandi valdhafar misstigi sig á lagalega sviðinu. Munum að þeir sem brjóta lögin vísvitandi, kunna lögin líka ansi vel og koma því betur auga á mistök, verði þau

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband