ICESAVE málið í fáeinum orðum!

Málið snýst um það í dag að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fékk þetta ICESAVE mál í fangið með undirrituðu plaggi þar sem Geir H Harrde og Árni Matthísen staðfesta greiðsluloforð fyrir Íslands hönd á innistæðutryggingunni rúmum 20 þús evrum per haus.

Dómstólaleiðin hafði áður verið rædd og skoðuð. Ríkisstjórn þess tíma (haust 2008) fannst dómstólaleiðin of áhættusöm á þann hátt að dómur gæti allt eins fallið á þann veg að krafan um að ÖLL innistæðan, (ekki bara tryggingin) yrði innheimt hjá Íslensku þjóðinni.

Samkonulagið sem GHH og ÁM undirrituðu var að þeirra mati illskásti kosturinn og lái þeim hvar sem vill. Úr þeim pakka hefur núverandi ríkisstjórn verið að vinna og gert sitt besta.

Við byrjum ekki að borga fyrr en 2016 og þangað til eru heil 6 ár og fjölmargt getur gerst á þeim tíma sem gjörbreytir stöðunni.

Við erum núna að staðfesta samning sem byggir á stöðu mála í dag. Og það verðum við að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Skoðanir okkar, tilfinningar, lögfræðiálit, samúð erlendis eða hvað annað sem týnt er til, breytir því ekki. Við verðum að halda áfram, staðfesta þennan samning og vinna okkur svo uppúr kreppunni. Þetta er mergurinn málsins.

Hvað mér eða öðrum finnst um þetta og hitt sem sagt hefur verið eða gert breytir engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú aðallega að skrifa það sem þér finnst.  En samt skiptir það ekki máli segir þú.

Það var ekki fyrri ríkisstjórn sem vildi ekki fara dómstólaleiðina af því það væri áhættusamt.  Það voru Bretar, Hollendingar og ESB sem neituðu því.  Alveg sama hvað fólki finst um það.

'Islendingar voru neiddir til að skrifa undir plagg, sem hefur ekkert lagalegt gildi sem slíkt, en er viljayfirlýsing um að standa við sínar skuldbindingar.

Þetta mikið misnotaða orð skuldbindingar er svo notað eins og þær séu eins og Bretar og Hollendingar heimta.

En þeir sjálfir mótmæltu þegar Írar lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum írskra banka á Englandi.  Misnotkun Íra á samkeppni sögðu Englendingar þá.  Og engin viðlíka yfirlýsing kom frá 'Islandi fyrir hrun.

En samt heimta þeir núna ríkisábyrgð eftir á.  Það er sannleikurinn.  Sama hvað þér finst um Steingrím, Hólmfríður sennilega frænka mín.

Hin raunverulega skuldbinding íslenska ríkisins er í raun núll komma núll.  Það er bara svoleiðis.

Þess vegna ætti að vera auðvelt að hefja uppbyggingu, og ekki bremsa allt með vinstristjórn og vitleysu.

J'on Ásgeir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:01

2 identicon

Mér sýnist á öllu að það verði alveg sama hvort þjóðin kýs með eða á móti í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, Jóhanna og Steingrímur ætla að standa við "sínar skuldbindingar"  hvað sem hver segir. Ég sé ekki annað en það sé tíma - og fjármagnssóun að láta þessa kosningu fara fram.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hómfríður - þetta er orðin mjög gömul tugga.

þ.s. þú vísar til, er svokallað "memorandum of understanding", sem er bráðabygðasamkomulag.

Þ.e. þó eingöngu bindandi, innan þess samningsferlis sem það "memorandum" er hluti af.

Ef, það ferli fjarar út eða leiðir ekki til niðurstöðu - þá hefur þetta "memorandum" enga sjálfvirka tengingu við næstu samningslotu.

-----------------------------------

Í næstu samningslotu, eru aðilar, formlega óbundnir, nema að aðilar verði ásáttir um, að halda áfram að vinna með það fyrra "memorandum of understanding".

------------------------------------

Sú fundur er fór fram hér síðla árs 2008 og lyktaði með, þessu "memorandum of understanding" leiddi síðan ekki af sér endanlegan samning. Þannig að þeirri samningalotu lauk, án þess að samingar færu í reynd fram. 

Síðar var svokallaður "ECOFIN" fundur, þ.s. ný viðmið um lausn málefna Íslands, voru sett.

Í framhaldi af því, hefði átt að hefja alveg ferska samningalotu, þ.e. byrja alveg á byrjunarreit, á því að semja um nýtt "memorandum of understanding".

En, slíkir bráðabyrgða samningar, setja stefnuna um hvernig á að leysa mál, þ.e. með hvaða aðferð og út frá hvaða forsendum. Þetta er gjarnan gert á fundum með leiðtogum, þ.e. "memorandum of understanding" leggur meginlínur. Er einhver konar, gróf drög að samningi.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, þá var hún algerlega óbundin af þessu fyrra bráðabyrgða samkomulagi, þ.s. ECOFIN fundurinn, hafði í reynd sett ný viðmið. En, af einhverjum ástðum sem ég er ekki viss, að ég muni nokkru sinni full skilja, ákvað hin nýja vinstri stjórn, þó hún væri þá í engu bundin af þessum fyrri samingsdrögum, að nota þau sem upplag að nýum samningi.

Með þeirri ákvörðun, skapaði hún einmitt þá flækju, sem síðan hefur reynst óleysanleg. Þ.e. hún sú ákvörðun, að gera mistök fyrri ríkisstjórnar, alveg að nauðsynjalausu, að sínum mistökum.

Síðan, hafa samningar ríkisstjórnarinnar um Icesave, verið ein samfelld hörmungarsaga mistaka á mistök ofan, og eftir þetta stöndum við nú, ári seinna, með nánast engin verk kláruð - efnahagslífið í enn verra kalda koli en áður, og Icesave málið komið í algera klemmu, enn eina ferðina.

Mér sýnist flest benda til þess, að Icesave sagan muni halda áfram, þ.e. eftir að hún tapar þjóðaratkvæðagreiðslunni, þá verði enn ein samninganefndin send út, gerðar einhverjar minniháttar lagfæringar á síðasta Icesave samningi, og síðan hefjist þriðja lota deilu um málið á Alþingi - og allt endurtaki sig sem áður, og síðan klárist þetta ár líka með sama hætti og það fyrra.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Ásgeir. Þó að mér finnist þetta mál allt súrt, fúlt óréttlátt eða eitthvað annað, þá breytir það ekki því að búið er að gangast við þessari skuldbindingu og best að kyngja því.

Ég er ekki að segja að mér finnist þetta mál flott eða næs. Mistök hafa verið gerð og dómstólaleiðin ekki talin fær, þú segir af B&H. Guðmundur Ólafsson talaði um Haarde og félaga. Þá hafa allir verið sammála þar. Þú segir að plaggið sem Haarda og Matthisen hafi skrifað undir sé marklaust. Ekki eru allir sammála um það. Álit mitt á Steingrími er þessu máli óviðkomandi og sé eg frænka þín, þá máttu vera stoltur drengur/karl minn af því.

Þetta sem ég set hér á blað að ofan er kallt mat á raunveruleikanum. Svo getur maður haft allskonar skoðanir á raunverulekanum, "frændi" (segðu mér meira um ættina þína og mína)

Sæl Jónína. Það er rétt að þjóðin verður að standa við þessa skuldbindingu hvernig sem kosningin fer. Verðið er að kjósa um tiltekin lánakjör, en ekki hvort við borgum eða ekki. Það er ódýrast fyrir okkur að segja já núna því seinkunin er svo svakalega dýr og við meigum ekki við meiri skuldum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Hvort sem tuggan er gömul eða ný, skiptir ekki máli. Heldur hin raunverulega staða eins og hún er í dag. Fortíðinn og verður ekki breytt því hún er liðin, en auðvitað má læra af henni.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 16:10

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Hvort sem tuggan er gömul eða ný skiptir ekki máli. Heldur hin raunverulega staða eins og hún er í dag. Fortíðinni verður ekki breytt því hún er liðin, en auðvitað má læra af henni.  Minningagreinar um samningaferlið þjóna þeim einum tilgangi að rugla fólk í rýminu og það er nægilega komið af slíku

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 16:13

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl aftur  Jónína. Það er alveg hárrétt hjá þér að það er tíma og fjársóun að halda þessar kosningar. Það er líka tíma og fjársóun að forsetinn hafnaði þessu lagafrumvarpi undirskiriftar. Og það er megin ástæðan fyrir því hvað ég varð reið við forsetann 5. jan sl. Að sóa tíma og peningum á tímum sem þessum. Þetta breytir engu öðru, bara SÓUN EYÐSLA  FLOTTRÆFILSHÁTTUR  SNOBB  VINSÆLDALEIKUR.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 16:19

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hómfríður, þ.s. þú sjálf rifjaðir þetta mál, þá er tækifæri að benda á þau mistök ríkisstjórnarinnar, að hafa ákveðið að binda sig við þetta "memorandum of understanding" fyrri ríkisstjórnar Geirs Haarde, þ.s. þá batt hún sitt trúss við þau samingsdrög.

Það þurfti hún alls ekki að gera, en með því að framvkæma það val, þá lendir hún náttúrulega í því veseni, að vera alltaf að flækjast í þeim erlda gerningi. Betra hefði verið, að hafa byrjað alveg á nýju.

Sannarlega má segja, að það sé lærdómur þeirrar sögu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 16:19

9 identicon

Ég var mjög stolt af forsetanum að hafa tekið þessa ákvörðun og standa með sinni þjóð. Aftur á móti finnst mér þrjóskan vera slík hjá þeim Jóhönnu og Steingrími að þetta hafi ekki verið til neins. Því miður, en  í staðinn er ég ekki viss um að ég vilji búa áfram í þessu þjóðfélagi. Það er að minnsta kosti geymt en ekki gleymt hvað þau ætla að láta í skiptum fyrir inngöngu í ESB.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 16:55

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Jónína. Gott að þú talar uminngöngu okkar í ESB.

Þá ætla ég að segja þér sögu sem ég sá hér á blogginu um daginn hjá Ómari Valdimarssyni reyndum fjölmiðlamanni. Hann segist hafa heyrt hjá aðilum innan lands og utan að ESB muni taka alla ICRSAVE skuldina og greiða hana og að við mundum ekki þurfa að borga krónu. Þá er auðvitað verið að gera ráð fyrir þvíað við förum þar inn. Ómar fullyrti að þessi vitneskja liggi fyrir hjá stjórnarandstöðunni eins og stjórnarliðum. Enginn tali þó um þetta og enginn muni staðfesta þetta sem stendur. Þetta staðfestu nokkrir sem skrifuðu færslu hjá Ómari

Tek það  fram að þetta er bara saga, en sennileg nokk þar sem fordæmi eru fyrir því að ESB létti skuldum af ríkjum við inngöngu. Innganga í ESB er þér ekki að skapi og hvað er það sem þér ekki líkar?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 17:38

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hólmfríður þú notar grimmt í flestum rökum sem ég hef séð hjá þér um Icesave að GH og ÁM hafi samþykkt verra samkomulag og því hafi þetta lent í höndum núverandi Ríkisstjórnar. Um leið og einhver bendir á að þetta sé rangt og það samkomulag hafi verið úr sögunni og því ekki nýtilegt til að afsaka núverandi samning þá er verið að hanga í fortíðinni eða eins og þú segir núna að fortíðinni verði ekki breytt því hún sé liðin. Þú getur ekki notað sögufölsun og svo bannað fólki að nota þau rök í andsvörum við þig og um leið talist málefnaleg. Það er ekki heldur trúverðugt að halda í einhverjar kjaftasögur um að um leið og komið sé inn i ESB hverfi samningurinn á einhvern óskýranlegan hátt. Allar skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti er andsnúinn ESB og þessi þvingunaraðferð Ríkisstjórnarinnar til þess að koma Icesave í gegn í andstöðu við þjóðina hefur reynst mögnuð aðferð til þess að snúa þjóðinni á móti ESB aðild. Ég ætti að fagna þar sem ég vil ekki í ESB en ég er orðin skelfingu lostin um að það verði ekkert Ísland eftir þessa Ríkisstjórnarómynd.

Hvernig má það vera að þú tilheyrir flokki sem hefur alla tíð líst yfir vilja til þjóðaratkvæðagreiðslu um álitamál en bara þegar það hentar hans gerðum?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.1.2010 kl. 18:17

12 identicon

Hólmfríður mín ég á tengdadætur sem eru komnar frá þjóðum sem eru innan þessa himneska bandalags eða þannig, þær þekkja vel til hvaða áhrif inngang í ESB hefur haft á þeirra þjóðir. Önnur er frá Póllandi og ég heyrði á fólkinu hennar í sumar að þegar við gengjum inn í ESB þá væri þjóðin búin að vera vegna þess að Pólverjar hafa ekkert að segja yfir fiskimiðum sínum lengur. Þeir hafa jú fengið hellings pening í styrki til þess að búa til vegi en hvað svo þegar því er lokið.  Allt hefur hækkað margfalt í landinu síðan landið gekk í ESB en launin hafa að sama skapi ekki hækkað í hlutfalli við hvað allt annað hefur hækkað svo sem matur og fatnaður. Launin eru ennþá mjög lág en verð á húseignum hefur rokið upp úr öllu og þá væntalega byggingarefni líka.

Í þýskalandi þaðan sem hin tengdadóttirin kemur hefur verið talað um það sama, það hefur allt hækkað og sérstaklega eftir að Evran var tekin upp. Við þekkjum það líka að það er gríðarlegt atvinnuleysi í Þýskalandi sem hefur ekkert batnað þrátt fyrir þetta blessað ESB.  Fólkið þar segir við okkur að það sé ekki glætu von að við fáum nokkru ráðið innan þessa bandalags.

Hvar heldur þú að við stöndum ef við fáum ekki að ráða sjálf yfir fiskimiðunum í kringum landið?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 18:27

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Hann segist hafa heyrt hjá aðilum innan lands og utan að ESB muni taka alla ICRSAVE skuldina og greiða hana og að við mundum ekki þurfa að borga krónu."
 

Hómfríður, hefur þú heyrt orðatiltækið, að ef eitthvað hljómar og gott til að vera satt, þá er það sennilega svo?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 20:17

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Hann segist hafa heyrt hjá aðilum innan lands og utan að ESB muni taka alla ICRSAVE skuldina og greiða hana og að við mundum ekki þurfa að borga krónu."
 

Hómfríður, hefur þú heyrt orðatiltækið, að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það sennilega svo?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 20:19

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Jónína. leitt að heyra af reynslu þessa fólks og ég get auðvitað ekki rengt þau eða þig og mun heldur ekki gera. Pólverjar hafa nú aðgang að sameiginlegum fiski miðum ESB. Þekki auðvitað ekki þann samning. Gott að verið er að byggja upp samgöngukerfið í Póllandi. Það mun síðan leiða til betri möguleika íbúanna til að byggja upp hvers kyns atvinnutækifæri þar i landi. Pólverjar eru dugmikið fólk til vinnu, svo mikið hef ég séð til þeirra. Laun hafa verið mjög lág þar og þar er vissulega þörf á að lagfæra. Atvinnuleysi þar í landi hefur verið mikið og er það eitthvað að lagast.

Hvað varðar okkar fiskimið hér í kringum landið þá eru staðbundnir fiskistofnar á miðunum í kring um landið og við munum hafa þar full yfirráð eftir sem áður. Hvað varðar þá fiskistofna sem við semjum um veiðar úr í dag og kallaðir eru flökkustofna, þá verðum við að semja um  þær veiðar við ESB eftir inngöngu.

Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur verið vandi árum saman og að mér skilst meira austan til. Hef heyrt þær kenningar að það megi rekja til þess þegar múrinn féll. Þá hefur evran væntanlega verið tekin þar upp einhverjum árum eftir opnun landsins. Vestur Þýskaland var eftir því sem ég veit best, eitt af þeim löndum sem komu mjög snemma inn í Kola og stálbandalagið sem var forveri ESB. K&B var víst stofnað meðal annars til að tryggja frið í Evrópu.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er engin "töfralausn"  að gangá í ESB. Því hefur Samfylkingin heldur ekki haldið fram  Það er samt skoðun mín að okkar hag sé betur borgið, ég endurtek betur borgið innan ESB en utan. Staða okkar er afar þröng í dag og sé hægt að bæta hana með því að ganga þarna inn, þá tel ég rétt að stíga það skref.

 Auðvitað ekki er hægt að taka endanlega ákvörðun um aðild eða ekki, fyrr en samningurinn liggur fyrir fullbúinn.

Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur öll að upplýsingar um samningaferlið séu mjög góðar og þeim miðlað á hlutlausan hátt til almennings allan samningstímann.

Einar. Þú ert að tala um "söguna" sem ég sagði. Ég tek ekki ábyrgð á sannleiksgildi hennar, en fannst samt allt í lagi að láta hana hér inn. Sögur eru stundum sannar og stundum ekki, þannig er það bara.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 21:15

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Adda Þorbjörg. Geir H Haarde og Árni Matthissen gerðu ekki samning um ICESAVE, en þeir skrifuðu undir viðurkenningu þess efnis að við mundu greiða þessa skuld. Þá skuldaviðurkenningu fékk ríkisstjórnin  í fangið og samningagerð fór af stað (daginn hef ég ekki). Að þessar upplýsingar séu sögufölsun hef ég enga ástæðu til að ætla. Ég banna engum að koma með rök í málum og hvernig á ég að geta slíkt og hafa rétt til þess. Ég get hinsvegar sagt og það með fullum rétti að ég telji þetta og hitt ekki rétt. Það er bara allt annað.

Sagan af blogginu hans Ómars Valdimarssonar er auðvitað bara saga og ég tók það fram. Ég sjálf tel að þessi saga geti átt við rök að styðjast, en það segir ekki neinum öðrum að trúa því.

Ég segi við þig eins og hana Jónínu hér að ofan. Tekið skal fram að þessi afstaða mín er mun eldri en ICESAVE.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er engin "töfralausn"  að ganga í ESB. Því hefur Samfylkingin heldur ekki haldið fram  Það er samt skoðun mín að okkar hag sé betur borgið, ég endurtek betur borgið innan ESB en utan. Staða okkar er afar þröng í dag og sé hægt að bæta hana með því að ganga þarna inn, þá tel ég rétt að stíga það skref.

Auðvitað ekki er hægt að taka endanlega ákvörðun um aðild eða ekki, fyrr en samningurinn liggur fyrir fullbúinn.

Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur öll að upplýsingar um samningaferlið séu mjög góðar og þeim miðlað á hlutlausan hátt til almennings allan samningstímann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 21:32

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maður þarf alltaf, að gjalda varhug við ósennilega jákvæðum sögum.

Ég hef einnig heyrt þessa flökkusögu áður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 21:40

18 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta minnir mig á þá sem ekki geta notið góðs veðurs vegna þess að slíkt hefnir sín alltaf.  Ég er að eðlisfari afskaplega bjartsýn og finnst það bara allt í lagi. Svo við tölum aðeins um flökkusöguna þá finnst mér hún býsna sennileg og ætla bara að leyfa mér það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2010 kl. 01:26

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú um það - en, skoðaðu ástand t.d. Liháens, sem er meðlmur í ESB. Þar er verið að leggja niður skóla, sjúkrahís - almennt, að skera hið opinbera inn að beini.

Ekki, borgar ESB þeirra skuldir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.1.2010 kl. 15:15

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Orðalag á borð við það sem kemur mér í hug nú um hluta af því sem hér er orðið að umræðuefni mun ég reyna að forðast.

Að ESB muni greiða fyrir okkur alla þessa umræddu, meintu skuld þagar við verðu komin með aðild segir mér afar sterka sögu. Læt það engin áhrif hafa á afstöðu mína til þessa máls. 

Fullveldi þjóðar minnar = greiðsla á skuld sem Miskunnsami Samverjinn átti sjálfur að tryggja með lögum að ekki gæti myndast.

Fullveldi = baunadiskur!

Og ég mun ekki koma til með að skoða "hvað er í boði."

Fullveldi íslensku þjóðarinnar er ekki á bögglauppboði í mínum huga.

Jón Sigurðsson spurði dönsk stjórnvöld aldrei að því hvað þau gætu hugsanlega boðið honum fyrir að hætta öllu tuðinu.

Ég ætla að ganga svo langt að kalla þennan hugsunarhátt skort á mannrænu.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 20:04

21 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Árni. Velkominn á síðuna mína. Var þér eitthvað misboðið að ég skyldi voga mér að tala um aðild að ESB sem raunhæfan möguleika innan skamms. Það er í mínum huga svo sjálfsagt að ég sé ekki neitt  athugavert við slíkt. Að mínu áliti hefur það engar breytingar í för með sér gagnvart sjálfstæðinu, nema ef vera kynni að aðildin mundi frekar efla okkur sem sjálfstæða þjóð meðal annarra sjálfstæðra þjóða.

Ísland er að mínu áliti ekki sjálfstætt í dag og allra síst eftir að forsetinn setti okkur stólinn fyrir dyrnar með frekari uppbyggingu. Við erum í þvílíkri klemmu og komin út á brúnina gagnvart umheiminum.

Söguna af síðunni hans Ómars Valdimarssonar setti ég hér inn til að sjá hver viðbrögðin yrðu og þau eru svo sannarlega komin.

Varðandi hina ýmsu erfiðleika sem nú um stundir steðja að löndum innan ESB, þá er því til að svara að kreppan sem hefur gengið yfir heiminn hefur að sjálfsögðu komið þar niður eins og annars staðar. Þeir sem eru á móti ESB segja auðvitað að þetta og hitt sé verra vegna tilvistar ESB og það er að mínu áliti afar mikla einföldun og hlýtur að fara eftir því hvernig staðan hefur verið í hverju landi fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2010 kl. 22:16

22 identicon

Hahaha, ráðum rosa miklu sem krækiber í helvíti (ESB) og verðum þá fyrst aftur sjálfstæð!!

Bíddu hvernig var það, eru Icesave og innganga í ESB ekki algjörlega óskyld mál? skv. sögunni þinni þá er Icesave núna orðinn kostnaður við að ganga EKKI inn í ESB (samþykkja ESB = Icesave niðurfellt, samþykkja ekki ESB = sitja uppi með Icesave) ... tær snilld.

Guðný (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:26

23 identicon

Byrjum ekki að borga fyrr en 2016? ÞAÐ ERU ÞEGAR ÁFALLNIR VEXIR Á ICESAVE SKULDINA UPP Á 40MILLJARÐA!!!! Hvað átti Sundabrautin að kosta en var alltaf of dýr? Var það ekki ca. 30milljarða? Svo lýgur Steingrímur J. því að það fari að losna um einhverja 100-200milljarða á næstunni í Landsbankanum. En Landsbankinn er þrotabú og  það verða dómsmál um ýmislegt sem hann varðar. Fyrr en þau mál eru leyst verða engir peningar greiddir út úr þrotabúinu. Svo að vaxtaskuld vegna 2009-11 verður a.m.k. 120-130milljarðar. Allir þeir sem styðja Icesave frumvarpið benda á að það sé betra að semja en að fara dómstólaleiðina vegna þess að það er hætta á því að við fáum verri niðurstöðu fyrir dómi. Það er skondið því að það eina sem Bretar og Hollendingar hafa ekki hótað okkur er að stefna okkur fyrir dómi.

Addi (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:58

24 identicon

Ég held að það beri líka að hafa eitt í huga þegar hugsað er tilbaka til þess tíma þegar að Baldur Aðalsteinsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins skrifaði undir viljayfirlýsinguna við samningnefnd Hollendinga þann 11. október 2008. Þá höfðu fyrrverandi stjórnendur Landsbankans staðhæft að það stæðin engin hætta af kröfum vegna Icesave. Það var var vegna þess að þeirra sögn að Landsbankinn hefðu nægar eignir sem væri hægt að selja til þess að borga allar innistæður Icesave reikninganna. Stjórnvöld hljóta að hafa í fyrstu talið að það væri innistæða fyrir þeim fullyrðingum. En því miður stóðust þær ekki að fullu.

Addi (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:08

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Guðný. Sagan sem ég setti hér inn og er af bloggsíðu Ómars Valdimarssonar, er ekki sagan mín að neinu leiti. Hún er orðrómur sem gengið hefur manna á milli einhvern tíma og það ber að taka hana sem slíka.

ICESAVE og ESB eru sem betur fer óskyld mál og framgangur annars á ekki að hafa áhrif á hitt.

Sæll Addi. Þetta er eins og með aðrar skuldir sem greiðslum er frestað af, vextirnir tifa allann tímann, hvað sem skuldaranum finnst um það.

Haustið 2008 var gríðarlega flókið tímabil og þá voru mörg mistök gerð og af mörgum. Ein af þeim mistökum hefur örugglega verið að skrifa undir skjal eða skjöl um ICESAVE. Það sem einum fannt líklegt fannst öðrum fjarri. Það dugar þó skammt að jagast um orðinn hlut og það sem þá var sagt hefur örugglega verið sagt eftir bestu vitund þess tíma. Undirritaðir pappírar, (sanngjarnir eða ekki) eru hins vegar gögn í málinu sem munu halda, að svomiklu leiti sem þannig gögn halda yfirleitt (er ekki lögfræðingur)

Steingrímur J verður að svara fyrir sig, en ekki ætla ég manni í hans stöðu, að hann segi nema það sem hann telur sig hafa vissu fyrir. Uppgjörsmál í þrotabúi banka hljóta að vera nokkuð margþætt, án þess að ég taki frekari afstöðu til þess.

Sjálfstæði eða ekki sjálfstæði - huglægt mat fólks í því efni er nokkuð mismunandi - það sem einum finnst vera laust er í huga annars bundið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 08:14

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hólmfríður. Já mér er misboðið þegar því er haldið fram að fullveldi þjóðar minnar sé háð einhverju mati á því hvað felist í orðinu fullveldi. Út yfir tekur þegar því er ítrekað haldið fram að þá fyrst séu stoðir fullveldisins sterkar þegar það hefur verið afsalað öðrum.

Þessi þrætubókarárátta um fullveldið er auðvitað engum manni bjóðandi.

Ystu mörk eru þó að baki þegar þúsundir svonefndra Íslendinga halda því fram að það sé ekki marktæk afstaða sem menn eins og ég og mín skoðansystkini leyfa sér að boða.og felst í því að:

Taka afstöðu í þessu máli án þess að vera búinn að skoða hvað sé í boði!

Eiginlega á ég engin orð.

Árni Gunnarsson, 23.1.2010 kl. 12:37

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

....því hefur verið afsalað til annara.

Árni Gunnarsson, 23.1.2010 kl. 12:39

28 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll  Árni.

Ég  TEL að hagsmunum íslands sé betur borgið innan ESB en utan þess.

Endanlega ákvöðum tökum við svo hvert og eitt þegar ljóst er hvað er í boði.

Ég hef ekki sagt að ég VITI ÞAÐ HÉR OG NÚ AÐ BETRA SÉ AÐ VERA INNAN ESB EN UTAN.

TEL = EITTHVAÐ SEM ER LÍKLEGA SVONA.

FULLVELDINU HÖLDUM VIÐ EINS OG FRAKKAR, ÞJÓÐVERJAR, SPÁNVERJAR OG ALLAR HINAR ÞJOÐIRNAR SEM ERU NÚ Í ESB

ÞETTA ER MÍN SKOÐUN.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 17:15

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem -

ég held, Hólmfríður, að réttara sé að miða við það, að fullveldi sé skali þ.e. það geti verið mismikið eftir tilvikum.

Mín skoðun, er nefnilega, að  - ef við leyfum okkur að nota það orðalag - magn fullveldis sé mismikið eftir ríkjum innan ESB.

Eins og þú hefur væntanlega heyrt, þá er fullveldi lagt í púkk.

Síðan fá þau það til baka, í gegnum áhrif á sameiginlegar ákvarðanair sambandsins sjálfs.

En, punkturinn er sá, að það sem þau fá til baka er mismikið að vöxtum - eftir því hvaða ríkia eiga í hlut.

þ.s. ég á við, er að sum ríki séu jafnari en önnur, þ.e. sum hafi meiri áhrif á sameiginlegar ákvarðanir sambandsins en aðrar.

Með öðrum orðum, ef fullveldið innan ESB miðist við, magn áhrifa á sameiginlegar ákvarðanir sambandsins, þá sé Þýskaland mest fullvalda, síðan Frakkland, svo Bretland - síðan getur þú rakið þig niður röðina, þangað til að röðin er komin að Möltu, sem er þá með minnsta fullveldið af þeim öllum, í þeim skilningi að hafa minnstu áhrifin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.1.2010 kl. 18:05

30 identicon

Fengu í fangið, lentu í þessu, xD hitt og xD þetta, vinstri píslarvottar, allt dabba og d flokknum að kenna...etc.

Málflutningur þinn er svo einfaldur hjólhýsaliði væri skömm af !! Hvernig, Hólmfríður, hvernig í fjáranum geta ráðherrar sjálfstæðisflokksins skuldsett þjóðina til tugi ára með SINNI einka viljayfirlýsingu ???

Ert þú á því að einstaka stjórnarmenn geti með ORÐUM sínum skuldsett þegna landsins út yfir gröf og dauða ?? Ef svo er, þá man ég það núna að Björgvin litli, óupplýsta, vinalausa ráðherraprufan úr samfylkingunni gaf mér persónulega viljayfirlýsingu um það að sökum spillingar og skorts á greind yfirvalda, fengi ég og mín fjölskylda 855 milljónir árlega og ótakmarkaða veiðiheimild á Íslandsmiðum næstu 27 árin.

Óskaðu mér svo til hamingju með vinninginn.

P.S

Hendum svo alþingisliðinu, því ef miða skal við þankagang vinsta "fólksins" þá er einræði á Íslandi, ekki þingræði, lýðræði.

P.S2

Ertu með stálmanninn, ekki ofurhetjuna heldur hinn, uppi á vegg ??

P.S3

Bullið,óstjórn og svik ykkar vinsta liðsins eru farin að fá mig til að verja flokk sem ég hef ALDREI kosið og ætíð haft viðbjóð á !!

runar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:33

31 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir Einar og Árni. Fullveldið er greinilega orða eða hugtak sem við getum rætt hér fram og til baka ef við höfum til þess tíma og úthald.

Sæll Rúnar. Þínar skoðanir á skjölum frá ríkisstjórn GHH breyta ekki túlkun Breta og Hollendinga á þeim sömu skjölum.

Þú talar um skort á lýðræði á Íslandi og það er vissulega rétt. Stjórnarskráin okkar er frá 1874 og þar er gert ráð fyrir konungi eða einvaldi. Vald ráðherra í ríkisstjórn Íslands er með þeim hætti að þeir geta tekið ákvarðanir EINIR í þeim málaflokkum sem heyra undir þeirra ráðuneyti.

Dæmi: Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tóku á sínum tíma ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. - Einar K Guðfinnsson tók ákvörðun um að hefja að nýju hvalveiðar við Ísland á seinasta degi í embætti sjávarútvegsráðherra á síðasta ári.

Þessar ákvarðanir voru báðar teknar í krafti þess ráðherravalds sem viðkomandi einstaklingar fóru með þegar ákvarðanirnar voru teknar.

Sama er að segja um vald forsetans um að hafna lögum staðfestingar. Þar eru ekki undanskildir ákveðnir málaflokkar eins og milliríkjasamningar (ICESAVE) og fleira, eins og gert er í stjórnarskrám flestra vestrænna ríkja.

Þarna er um að ræða einskonar einræði ráherra og forseta hér á Íslandi sem eru leifar frá konungsríkinu Danmörk á 19. öld. 

Endurskoðun stjórnarskrárinnar er eitt af þeim fjölmörgu málum sem brýnt er að ráðast í hér á landi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 21:57

32 identicon

Takk fyrir vinsamlegt svar og margt rétt í því. Þetta mál er bara einfaldlega það stórt að það er ekki í verki einnar kennitölu að skera út um það.

Svona þungavigtamál verða að fara í gegnum þingið og í ofanálag, helst að fara  í gegn um Jón og Gunnu, sem að venju borga reikninginn.

Djöfull höfum við verið illa mönnuð í brúnni öll þessi ár !!

runar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 22:17

33 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Rúnar. Þakka jákvæð orð í minn garð. Það þjónar ekki neinum tilgangi að vera skammir og skæting. Við verðum að tala saman af skynsemi og einurð.  ICESAVE málið er stórt og ætla ég ekki með nokkrum hætti að draga fjöður yfir það. 

Það er mín skoðun að ICESAVE málið hafi með vilja verið blásið sérstaklega upp af stjórnarandstöðunni til að fela önnur ljót mál sem fjallað er um og fjallað verður um á næstu vikum og mánuðum. Einnig til að koma höggi á ríkisstjórnina ef vera kynni að unnt væri að koma henni frá.

Það er margt í stjórnarsáttmálanum sem stjórnarandstaðan getur ekki með nokkru móti þolað að verði gert. Rannsókn aðdraganda hrunsins, breyting á úthlutun fiskveiðiheimilda, rannsóknarnefnd Alþingis fer að skila af sér, endurskoðun stjórnkerfisins þar sem búið er til margra ára að raða inn rétta fólkinu, skoðun á skuldastöðu Seðlabanka Íslands og mistök fyrir hrun, skoðun á stjórnun Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og svona mætti lengi telja.

Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr ICESAVE en þó það sé stórt og vont, þá eru svo mörg önnur mál stór og jafnvel stærri en ICESAVE þó ótrúlegt sé.

Þó okkur finnist súrt að staðfesta ICESAVE sem það er, þá er það samt okkar eina leið nú. Við skulum ekki láta undan þrýstingi peningaaflanna í landinu og leyfa þeim að komast aftur að kötlunum.

Þau munu staðfesta ICESAVE ef þau komast til valda því það er eina leiðin og það vita þau mæta vel.  Og þau munu líka kæfa að mestu leiti þá skoðun á spillingunni sem verið er að gera. Kvótakóngarnir fá að valsa með sjávarauðlindina áfram. Auðlindina sem búið er að veðsetja í útlöndum og getur þess vegna komist í hendur erlendra banka og fjármálafyrirtækja fyrr en varir. Velferðarkerfið okkar þykir fremur svelt núna, en það verður skorið niður við trog eins og hagfræðingur (man ekki nafnið) sagði um daginn að væri mjög brýnt.

Það er líka alkunna að samningar um skuldir eru teknir upp að nýju ef greiðandinn getur ekki með nokkru móti staðið við sitt. Þetta hafa mjög margir gert og meðan greiðandinn sínir vilja til að standa í skilum, þá hefur hann visst tak á eiganda skuldarinnar til að ná betri samningum. Það tak höfum við ekki í dag af því að við erum ekki enn komin með staðfestan samning. Það eru svo margir fletir sem vert er að skoða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 23:17

34 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einungis Alþingi, sem hefur rétt til að skuldsetja Íslands, að þjóðarrétti.

Ákvörðun eða yfirlísing ráðherra, getur það ekki.

-----------------------

Þ.e. ástæða fyrir því, að alþjóðalög gera ráð fyrir, að þjóðréttarlega skuldbindandi gerningar, krefjist staðfestingar viðkomandi þjóðþings.

Sú staðfesting er ekki bara stimpill, því þ.e. einmitt hún, sem framkallar skuldbindinguna - þ.e. staðfesting þjóðkjörinna fulltrúa þjóðar.

Þess vegna, eru slíkir samningar, ætíð undirritaðir með fyrirvara um staðfestingu viðkomandi þjóðþings.

Það þíðir einfaldlega, ef viðkomandi þjóðþing hafnar staðfestingu, þá er viðkomandi samningur dautt plagg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.1.2010 kl. 23:40

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hólmfríður. Gleymum ekki að lengi getur vont versnað. Nytsamur, drjúgur og hollur er heimafenginn baggi í landi sem er jafn gjöfult og Ísland.

Þurfum bara að standa saman um að losna við skemmdu eplin í þessu landi til að hin, sem eru í meirihluta geti þrifist. Heimsveldið ESB er með enn fleiri skemmd epli og enn meiri eymd.

Við getum verið í samvinnu við umheiminn án þess að selja úr okkur sálina, lifrina og lungun til hernaðarbandalags sem er því miður bara í atkvæðaveiðum fyrir hernaðar-heimsveldi. Þeir sem ekki vilja skilja það munu fá þann hernaðarkosnað sem þeir biðja um, bæði í peningum og mannslífum ef hernaðarbandalaginu þóknast svo.

Hinir munu líka kenna á því sem ekki vildu láta blekkjast. Ábyrgðin er mikil hjá þeim sem ætla með öllum ráðum að vinna fyrir mútunum og blekkingar-svikunum. Sorglegt er hvernig pólitískur áróður fer með fólk og þjóðir. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2010 kl. 01:28

36 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vinur minn einn hvatti mig til að taka 100 milljón króna lán hjá bankanum mínum. Ég sagði við hann:

"Ertu bilaður? Vextirnir einir og sér væru 10 milljónir. Ég er ekki einu sinni með þriðjung af þeirri fjárhæð í tekjur FYRIR skatt. Hvernig á ég að geta borgað þetta?"

Þá svaraði hann:

"Hafðu engar áhyggjur af því. Bankastjórinn sem er núna er af gamla skólanum og mjög harður á því að menn borgi skuldir sínar. Hann kemst á aldur á næsta ári og þá tekur yngri maður við. Reyndu bara að standa í skilum þetta eina ár til að sýna að þú standir við skuldbindingar þínar. Taktu bara annað lán til að borga af þessu láni. Síðan geturðu samið við nýja bankastjórann um að fá þetta fellt niður að mestu eða öllu leyti, því hann er ekki eins harður og sá gamli."

"Já, mér líst vel á þetta. Alltaf til í að taka lán sem ég þarf ekki að borga." Svaraði ég.

Hvað segið þið Hólmfríður og fleiri? Er ekki bara rakið dæmi fyrir mig að taka þetta 100 milljón króna lán? Er þetta ekki óveruleg áhætta?

Theódór Norðkvist, 24.1.2010 kl. 09:46

37 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Anna Sigríður. Þú ert að tala um að selja úr þér sálina og fleira. Og svo talar þú um ESB sem hernaðarbandalag.  Þessar athugasemdir eru ekki tengdar ICESAVE á nokkurn hátt og þar að auki báðar byggðar á misskilningi og/eða röngum upplýsingum.

Theodór. Þjóð, fyrirtæki eða einstaklingar fara ekki að gamni sínu í það að taka stór lán eða viðurkenna stórar skuldir. Okkar þjóð er í miklum vanda og það er eins færa leiðin út úr honum að viðurkenna ICESAVE og taka stór erlend lán til að fleyta sér yfir verstu flúðirnar.

Þetta er sá eini kostur sem er fær og þá tekur maður hann. Þú ert væntanlega með þann draum í kollinum að við getum bara sagt, við borgum ekki - við borgum ekki. Sá draumur er bara ekki í boði, eins og sagt er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 14:00

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Verstu flúðirnar eru himinháar afborganir af Icesave. 40-50 milljarðar í vexti áður en afborganir hefjast. Þegar það verður mun ríkið vera að borga þriðju til fjórðu hverja krónu af tekjum sínum í Icesave og þá er ég að miða við tekjur ríkisins þegar bólan stóð sem hæst, áður en allt hrundi.

Ef einhverjir ganga með drauma í kollinum eru það þeir sem halda því fram að þjóðarbúið ráði við þær drápsklyfjar að borga þrefaldan kostnað Landsspítalans í skatt til annarra landa.

Theódór Norðkvist, 24.1.2010 kl. 14:34

39 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að það sé reyndar ekki alveg rétt, að um sé að ræða 40-50 milljarða í vextir.

Sjá útreikninga Jóns Daníelssonar  hérna . Þá hleðst niður Ecxel skjal. Síðan er hlekkur á blaðagrein hans.

Fremur, að þetta hafi verið greiðslan ásamt vöxtum.

Heildar vextir séu í kringum 387 milljarðar. 

Síðan komi afborgarnir upp á 120 milljar.

Samtals 507 milljarðar.

Þetta miðast við 88,2% endurheimtust standist, sem einungis á við ef virkilega allt fer eins og best verður kosið.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.1.2010 kl. 14:45

40 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stóri vandinn, eru gjaldeyristekjur - en á þessu ári og því síðasta, ef gjaldeyrisjöfnuður Íslands neikvæður.

Þess vegna þurfum við þessi lán frá AGS og hinum, til að fleyta okkur yfir tímabilið á meðan við verðum í mínus, þangað til að sala eigna lækkar vaxtagjaldakostnaðinn í erlendry mynnt.

  • Verðin fyrir eignirnar verða að vera góð, mjög góð.
  • Við meigum ekki heldur við því, að greiðslur dragist úr hömlu t.d vegna þess að dómsmál standi yfir um ágreiningsatriði um skipti eigna, sem mjög vel getur hent, og jafnvel dregið eignasölu um fleiri ár. Gjaldþrot er þá alveg öruggt.
  • Að auki, væri mjög varasamt að ef krónan fellur e-h að ráði, sem vart getur talist mjög ólíklegt útkoma, en þá hækka að sjálfsögðu erlendar greiðslur á sama tíma skv. ísl. lögum er krafan okkar skildgreind í krónum, þannig að þ.s. við fáum úr þrotabúinu lækkar einnig.

Áhættan er því mjög mjög mikil af samkomulaginu, og eins og Jón Daníelsson útskýrir mjög vel, öll okkar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.1.2010 kl. 14:52

41 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Því hefur aldrei verið haldið fram að engin áhætta fylgi því að reisa Ísland við að nýju. Hefðum við raunverulega þann kost í stöðunni að hafna þessum samningi og að hafna því að greiða þessa innistæðutryggingu, þá væri það gert.

ÞANN KOST HÖFUM VIÐ EKKI OG ÞVÍ MÁ EKKI HAFNA SAMNINGNUM.

HVAÐ SEM LÍÐUR ÖLLUM LÖGFRÆÐIÁLITUM - HAGFRÆÐIÚTREIKNINGUM - SAMÚÐARSKRIFUM OG HVAÐ ÞETTA HEITIR ALLT.

ÞAÐ MÁ VÍSA Á ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR  - VIÐ HÖFUM EKKERT VAL.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 15:13

42 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hólmfríður við höfum alltaf val nú stendur það um það að vera menn eða mýs Ég ætla að vera maður og segja Nei við Icesave. Hvers vegna. Jú vegna 4 ára barnabarns míns sem að ég ætla ekki að láta borga skuldir útrásarvíkinga ég ætla h eldur ekki að bjóða henni upp á verri mentakerfi en gengur og gerist vegna þessara sömu skulda. Það getur verið að þú viljir láta afkomendur þína borga reikninginn en ég vil það ekki hvorki mína eða þina. Þess vegna er valið auðvelt fyrir mig.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.1.2010 kl. 15:22

43 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, skv. þessu, verðum við að gera þetta, jafnvel þó líkur á gjaldþroti séu augljósar:

  • tekjur duga ekki fyrir vaxtagjöldum, á þessu ári, því næsta, og líklega einnig nokkur næstu ár.
  • afleiðing, lán frá AGS og öðrum, verða að koma til að koma í veg fyrir greiðsluþrot, en annars verður það strax á næsta ári, 2011.
  • vonin er sú, að sala eigna skili nægilega háum verðum á eignum, til að höfuðstóll skulda lækki að nægilegu marki, svo að vaxtagjöld í erlendri mynnt, lækki niður fyrir okkar tekjumúr - þ.e. svo að við förum að geta staðið undir þeim.
  • þá má ekki verða nýtt stórt verðfall erlendis; en skv. aðvörunum AGS er hagvöxtur í iðnríkjunum einungis haldið uppi með eyðslupökkum ríkissjóða iðnríkjanna og varar AGS við, að sá hagvöxtur geti horfið eins og dögg fyrir sólu ef ekki er haldið áfram að eyða af krafti. En, á sama tíma hækka skuldir ríkissjóða iðnríkjanna með ógnarhraða, og samt er þetta einungis að skila mjög - mjög litlum hagvextir, sbr. einungis 0,4% hagvöxtur áætlaður á Evrusvæðinu.
  • að auki það ekki gerast, að dómsmál tefji greiðslur úr þrotabúi LB - en, líkur þess, að einhverjir kröfuhafa fari í hart, til að reyna að rétta sinn hlut, verða að teljast miklar, slíkum málaferlum myndi alltaf fylgja lögbann á greiðslur úr þrotabúi, á meðan að staða einstakra kröfuhafa þ.e. goggunarröð, væri fyrir dómi.
  • síðast en ekki síst, má ekki verða nýtt sórt verðfall á krónunni.

-------------------------------------

Jæja Hólmfríður, þinn flokkur talar um að það sé áhætta, en hefur þú raunverulega fram að þessu áttað þig á, hvað hún er risastór?

Við erum að tala um rússneksa rúllettu, fremur en einhverja smávegis áhættu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.1.2010 kl. 16:49

44 identicon

Veistu Hólmfríður, allt þetta svartsýnis hjal í þér er ekki til neins, við sannir íslendingar er tilbúnir til að berjast fyrir rétti okkar og barnana okkar. Hvar værum við stödd núna ef að menn hefðu lúffað fyrir bretum í landhelgismálinu, þá stóðu menn i fæturna og létu ekki einhverja Whithall riddara hræða líftóruna úr sér.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 17:33

45 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið.

Þið getið skrifað marga kílómetra af hverskyns þjóðremburausi - hagfræðikenningum - lögfræðiskýrslum og hvað við köllum þetta allt saman. Ég er viss um mína stefnu í þessu máli. Ég ætla að samþykkja lögin 6. mars nk. verði ekki búið að finna niðurstöðu af stjórnvöldum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 19:41

46 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skil, Fríða - þú hefur tekið trú.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.1.2010 kl. 22:55

47 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef mína sannfæringu og hún kemur trú og trúmálum ekkert við

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 00:17

48 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL - Fríða.

Sannfæring sbr. trúarsannfæring.

Þ.e. enginn munur á, að vera sannfærður að Guð sé til, eða að segjast trúa því. Nákvæmlega sami hluturinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 02:22

49 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hefði helst ekki viljað blanda Guði í þetta þrátefli okkar Einar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 13:55

50 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Misskilningur margra, er að eina form af trú - sé trú á þekkt trúarbrögð.

Þ.e. fjölmargt sem fólk trúir án nokkurrar sérstakrar vitnesku, telur rétt.

Slíkt er ekki síður trú.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 110253

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband