Var fundurinn svo rýr eftir allt saman?

Á fundi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna ákvað fyrirkomulag á skipan samninganefndar, komi til þess að Hollendingar og Bretar fáist aftur að samningaborðinu varðandi ICESAVE. Þetta hefur þá eftir allt saman ekki verið svo rýr fundur. Silfurskeiðadrengirnir voru borubrattir að vanda eftir fundinn og töldu hann langan miðað við innihald. Hvað má þá þjóðin segja um allar margendurteknu ræðurnar á Alþingi undanfarna mánuði. Fortíðinni breytum við ekki, við við viljum endilega læra af henni, gerið það líka strákar mínir. Með von um farsælt framhald þessa máls.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Hér með tilkynnist að öll vinna við hagstjórn á Íslandi mun liggja niðri þar til að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Þeir, sem þessi störf rækja venjulega, verða í fríi til 8. mars. Þeim, sem vilja koma athugasemdum á framfæri, vegna þessarar tilkynningar, skal bent á skrifstofu forseta Íslands. Þar eru örlög þjóðarinnar í gjörgæslu.

Ursus, 19.1.2010 kl. 14:04

2 identicon

Áfram heldur ruglið og vitleysan. Þetta er orðið svo LEIÐINLEGT að maður á ekki til eitt auka tekið orð. Þetta er svo fáránlegt og ég held að flokkur sá er ég kaus í síðustu kosningum í apríl síðastliðnum (Samfylkingin) sé að klúðra þessum málum all snarlega. Ekki hækka þeir bæturnar hjá öldruðum og öryrkjum. Nei öðru nær. Þeir láta mig og aðra þá sem eru á þessum bótum, þjást. Það er ekki eins og þetta séu svo háar upphæðir per.mánuð.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 18:25

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon í janúar 2009

 Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum (IceSave) er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:

Trúir þú honum núna Hólmfríður eða trúðir þú honum þá?

Ég trúði honum þá.

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 11:07

4 Smámynd: Halla Rut

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon í oktober 2008

 

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi sett sem skilyrði að mál vegna Icesave reikninga Landsbankans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hollendinga.
Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé lagalega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/
 

Trúir þú honum núna, Hólmfríður eða trúðir þú honum þá?

Ég trúði honum þá.

 

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 11:08

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Halla Rut. Í október 2008 voru öll má á Íslandi í mikilli upplausn. ICESAVE málið var á þessari stundu hulið mikilli þoku. Mál þrotabús Landsbankans var í enn meiri þoku og þá mun Steingrímur hafa verið að tala um ALLA skuldina óháð þrotabúi LB. Lagaleg skylda ábyrgðarsjóðsins var líka mjög á reiki á þessum tíma. Svo er á það að líta að ég dreg stórlega í efa að Steingrímur hafi á þessari stundi vitað um undirskrift Geirs H Harde og Árna Matthísen undir loforð um að greiða lágmarks tryggingu hverrar innistæðu, rúmar 20.000 evrur. Á þessum tíma var Steingrímur að vara við því alversta sem gæti gerst í stöðunni. Sú viðvörum átta fyllilega rétt á sér á þessum tíma miðað við fyrirliggjandi upplýsinga SJJ.

Í janúar hefur Steingrímur ekki enn haft aðgang að öllum upplýsingum um málið og ber að skoða hans orð í því ljósi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 11:53

6 Smámynd: Halla Rut

Ekki gleyma að það var Björgvin bankamálaráðherra sem lofaði að borga og það á alþingi Íslendinga.

Engin af þessum mönnum hafði leyfi til að lofa þessu svo það kemur málinu ekkert við.

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 13:39

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já ekki gleyma Björgvin. ég sakal ekki gera það. Málið snýst um það í dag að ríkissjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fékk þetta mál í fangið með unddirrituðu plaggi þar sem Geir H Harrde og Árni Matthísen staðfesta greiðsluloforð fyrir Íslands hönd á innistæðutryggingunni. Dómstólaleiðin hafði áður verið rædd og skoðuð. Ríkisstjórn þess tíma (haust 2008) fannst hún of áhættusöm á þann hátt að dómur gæti allt eins fallið á þann veg að krafan um að ÖLL innistæðan, (ekki bara tryggingin) yrði innheimt hjá Íslensku þjóðinni. Samkonulagið sem GHH og ÁM undirrituðu var að þeirramati illskásti kosturinn og lái þeim hvar sem vill. Úr þeim pakka hefur núverandi ríkisstjórn verið að vinna og gert sitt besta. Við byrjum ekki að borga fyrr en 2016 og þangað til eru heil 6 ár og fjölmarg getur gerst á þeim tíma sem gjörbreytirstöðunnu. Við erum núna að staðfesta samning sem byggir á stöðu mála í dag. Og það verðum við að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Skoðanir okkar, tilfinningar, lögfræðiálit, samúð erlendis eða hvað annað sem týnt er til, breytir því ekki. Við verðum að halda áfram, staðfesta þennan samning og vinna okkur svo uppúr kreppunni. Þetta er mergurinn málsins.

Hvað mér eða öðrnum finnst um þetta og hitt sem sagt hefur verið eða gert breytir engu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

250 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 110177

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband