8.3.2009 | 22:45
Vil sjá Dag B Eggertsson sem næsta leiðtoga Samfylkingar.
Vil byrja á að senda árnaðaróskir til Ingibjargar Sólrúnar. Lít svo á að hún sé að taka sér hlé frá stjórnmálum og skil það vel.
Ég sé Dag B Eggertsson fyrir mér sem næsta leiðtoga Samfylkingarinnar. Hann er að mínu áliti einn af þeim fáu sem getur vel aðskilið menn og málefni.
Hann virðist líka horfa vandlega fram í tímann þegar verið er að ræða þjóðmálin. Hann er afar vel máli farinn, rökfastur og kurteis maður með ríka réttlætiskennd og sterkur málsvari jafnaðarstefnunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru spennandi tímar framundan hjá Samfylkingunni má segja þrátt fyrir þau leiðinlegu tíðindi að Ingibjörg sé hætt.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:01
Það kemur maður í manns stað. Það er eitt sem er á hreinu. Það koma alltaf góðir menn í mann stað. En ef ég á að vera hreinskilinn að þá vil ég sjá Jóhönnu sem næsta formann Samfylkingarinnar og ef ekki hún að þá Dag B. Eggertsson.
Hafðu það sem best í nótt Hólmfríður mín.
Kær kveðja.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:47
Loksins hætti hún "opinberlega" þó svo að hún hafi verið hætt fyrir löngu síðan í rauninni og með þessu hátterni sínu hefur hún unnið ómælt tjón.
Jóhann Elíasson, 10.3.2009 kl. 10:08
Ég get með engu móti tekið undir þessa fullyrðingu þín Jóhann Elíasson, um "ómælt tjón" sem Ingibjörg Sólrún hefur valdið. Hún hefur hins vegar á stjórnmálaferli unnið mörg og mikil afrek á stjórnmálasviðinu og þau verða ekki frá henni tekin. Hún er kannski ef sterk persóna fyrir íslenska pólitík og hefur oft sagt óþægilega hluti fyrir einstaka stjórnmálamenn. Hún gengur vonandi vel að ná góðri heilsu svo hún geti komið að nýju ínn vettvang þjóðmálanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 23:06
Fríða, hver eru þessi afrek hennar? enhagskerfi Íslands féll meðan hún var í stjórn og segir núna að ríkisstjórnin hafi vitað um ástandi um hálfu ári áður en ekkert var aðhafst, Ingibjörg er einn ofmetnasti stjórnmálamaður sem uppi hefur verið á Íslandi. Ég vona hinsvegar að hún ná skjótum og fullum bata.
steini (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.