18.7.2009 | 02:09
Verðtryggingin heyrir brátt sögunni til.
Ég fagna því mjög að verðtryggingin muni brátt heyra sögunni til. Ég hef oft spurt mig að því síðustu mánuði, hversu margar vinnustundir af minni stafsævi, hafa farið eingöngu í að vinna fyrir verðtryggingunni af þeim lánum sem ég hef tekið og greitt af um dagana. Þær eru örugglega æði margar og þegar ég hugsa um tímann frá því verðtryggingin var tekin upp og til dagsins í dag, er hún það eina sem ég er verulega ósátt við. Af þeirri einföldu ástæðu að hún var og er skattur fyrir það að hafa okkar ónýtu krónu.
Hrunið sem slíkt hefur ekki valdið mér miklu hugarangri eða ergelsi. Það tel ég vera rökrétta afleiðingu af hagstjórn umliðinna áratuga. Stóri kosturinn við hrunið er á mínu mati að nú verður algjörlega skipt um gír, tekið til og lagt upp með nýjar áherslur. Það mætti segja mér að eftir nokkur ár muni margir hugsa með hryllingi til þeirra ára þegar verðtryggingin hélt öllu í greyp sinni, Þegar Kolkrabbinn og SÍS skiptu landinu með sér, þegar einkavinavæðing og valdaklíkur voru allsráðandi, þegar Davíð bjó til sitt eigið tilrauna regluverk í peningamálum, þegar kvótakóngar átti fiskinn í sjónum o. s. frv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2009 | 01:43
Búið að sækja um aðild að ESB - mjög gleðilegt.
Það kemur fljótlega í ljós að sú staðreynd að Ísland sé búið að sækja um aðild að ESB mun hafa jákvæð áhrif fyrir land og þjóð. Stefnan er mörkuð og það eitt mun styrkja okkar stöðu verulega á alþjóðlegum vettvangi. Ekki kæmi á óvart þó krónan mundi styrkjast. Endurreisn bankakerfisins un líka hafa jákvæð áhrif svo og sú staðreynd að verið er í alvöru að rannsaka aðdraganda hrunsins hér á landi.
Okkar litla hagkerfi með sjálfstæðri mynt og heimagerðri peningamálastefnu, ásamt miklum slaka í eftirliti og lítilli bindiskyldu fjármálastofnana, mun reynast rannsóknarefni til framtíðar. Í það verður örugglega vitnað þegar verið er að tala um hvernig ekki eigi að stjórna peningamálum ríka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 11:47
Þorgerður Katrín
Mér finnst Þorgerður Katrín hafa sýnt ákveðið áræði þegar hún á sat hjá við atkvæðagreiðsluna, en um leið kjarkleysi að hafa ekki gengið alla leið og sagt já. Það er löngu vitað að hún er hlynnt aðildarumsókn. Það er ekki við hana að sakast þó kvótaelítan og hennar áhangendur hafi haft betur á Landsfundi flokksins í vetur. Þar hefur átt sér stað skipuleg smölun eða forval á fulltrúum til að tryggja andstöðu við aðild. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla var líka málamiðlun fyrir þá fjölmörgu fulltrúa sem voru og eru fylgjandi aðildarumsókn.
![]() |
Staða Þorgerðar Katrínar veikist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 20:42
Mikil umskifti framundan
Það gleður mig margt varðandi umsóknina um ESB er að nú sér þjóðin loks hilla undir að lánsfé á Íslandi verði á viðráðanlegu verði á viðráðanlegu verði, að gjaldmiðill þjóðarinnar verði traustur, að matvörur muni lækka í verði, að loks verði virk byggðastefna í landinu þar sem við erum á harðbýlu svæði og munum því njóta sérstakra styrkja þar að lútandi. Ég finn það núna að þungu fargi er af mér létt. Ég get andað róleg og veit að framtíðarsýn okkar er samstarf við nágrannaþjóðir þar sem réttindi fólks á félagslega sviðinu eru eins tryggð og kostur er.
16.7.2009 | 14:47
Mikið er ég glöð
Búið er að samþykkja á Alþingi tillögu um aðild að ESB. Nú finnst mér komin upp framtíðarsýn sem hægt er að búa við og treysta á. Við erum á leið út úr þeim myrkviðum sem klíkuflokkarnir komu okkur í. Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með þennan merka áfanga og veit að hann verður okkur öllum til mikillar blessunar.
16.7.2009 | 02:26
Okkar ögurstund !
Þessi vika sem nú er að líða er mikil ögurstund í lífi þjóðarinnar. Ámorgun tökum Alþingi ákvörðun um það hvort sótt verður umaðild að ESB. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingið felli þá tillögu. Það væru þvílík mistök að ég hef ekki hugmyndaflug til að sjá fyrir afleiðingarnar. Ég bið þingmenn að hugsa um heildar hafsmuni þjóðarinnar og samþykkja frumvarpið.
14.7.2009 | 21:20
Hvað eru klækjastjórnmál?
Sá hluti VG sem ekki er hlynntur umsókn að ESB, sakar formann sinn um klækjastjórnmál vegna þess að hann og meirihluti þingmanna flokksins eru sammála því að sækja um aðild. Þar eru engir klækir á ferð, heldur sá blákaldi sannleikur að Ísland verður að kanna sína möguleika innan ESB og það er aðeins gert með umsókn. Þjóðin mun svo greiða atkvæði um samninginn þegar hann liggur fyrir og þá velur hver og einn fyrir sig.
Þegar stjórnarandstaðan er með öllum ráðum að trufla og afvegaleiða umræður um stór mál á Alþingi eins og gert hefur verið frá því stjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir tók við. Þá hefur varla skipt máli hvað er til umræðu sem varðar framtíð þessarar þjóðar. Þar hafa að mínu mati, oft á tíðum verið á ferðinni ómerkileg klækjastjórnmál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2009 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2009 | 20:57
Hvað er með Seðlabankann
Seðlabankinn sendir frá sér upplýsingar eða álit sem ekki er álit eða upplýsingar frá bankanum, heldur frá hluta starfsmanna og þá þeirra eða þess persónulega álit. Ég vil þakka Árna Þór Sigurðssyni fyrir að upplýsa okkur hin um þessi vinnubrögð. Við erum að vinna úr rústunum þjóðfélags eftir Davíð, Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Okkur vatnar ekki meiri ráð úr herbúðum þeirra sem rústuðu, heldur faglega úttekt á skuldastöðu þjóðarbúsins frá starfsmönnum Bankans.
13.7.2009 | 16:07
Peningar í sveitum landsins
Fólk fætt var á fyrstu 20 árum síðustu aldar og bjó allan sinn aldur í sveit, fór margt hvert ekki að hafa peninga undir höndum fyrr en ellistyrkurinn fór að berst þeim. Þetta fólk vann myrkranna á milli og allt var lagt inn hjá Kaupfélaginu. Peningarnir lágu svo þar inni og tekið var út það brýnasta á hverjum tíma til framfleyta fjölskyldunni og reka búið. Vörurnar voru verðlagðar eftir þörfum Kaupfélaganna á hverjum tíma svo þau gætu safnað í sjóði. Fólkið fékk nóg að borða sem var mun betra en áður hafði verið og allir undu glaðir við sitt, eða þannig.
13.7.2009 | 15:57
Rannsaka verður þátt stjórnmálamanna í orsökum hrunsins
Þess er vænst að þáttur stjórnmálamanna í því skipulagi sem leiddi til svo mikilla hamfara á fjármálasviðinu verði rannsakaður sérstaklega til að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar. Þá er ég ekki að tala um einhverja fáeina mánuði fyrir hrun, heldur allan lýðveldis tímann. Fyrst kemur grunnur helmingaskrifta og svo er byggt ofan á eftir því sem við á á hverjum tíma. Leikreglur lagaðar að þörfum valdablokkanna eftir því sem árin liðu. Þegar óæskilegir aðilar voru að sprikla, var þeim komið fyrir kattarnef með "löglegum" hætti á hverjum tíma. Gjafakvótinn í fiskinum er gott dæmi um svoleiðis ráðslag. Landbúnaðinum var haldið í svo miklum helgreipum hjá SÍS að ekki var eins mikið pláss fyrir kvótabrask þar eins og í fiskinum. Forkaupsréttur sveitarfélaga á bújörðum kom líka í veg fyrir að óæskilegir aðilar færu hamstra jarðir og búa stórt. Nei menn réðu við hokrið en ekki stórbændur. Talað var fallega um stöðu litla bóndans hvenær sem tækifæri gafst. Litli bóndinn var líka upp á náð og miskum kaupfélagsins kominn og var ekki með múður.
Um bloggið
155 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar