Miklir atburðir að gerast þessa dagana

Það eru miklir atburðir að eiga sé stað nú þessa dagana. Verið að afgreiða Icesave, umsókn um aðild að ESB er í burðarliðnum og stór dagur í endurreisn bankanna á föstudaginn. Norskt endurskoðunarfyrirtæki væntanlegt í skúrkaleit að ráði Evu Joly sem eru stórar fréttir. Ekki hefur hingað til mátt blaka við peningafólki á Íslandi, hvað sem á hefur gengið. Kústurinn hennar Jóhönnu Sigurðardóttir er farinn að virka og það rækilega.


Sennilega besta lausnin

Það er auðvitað alltaf hættulegt þegar hús brenna og heilmikið tjón. Valhöll á Þingvöllum brann á föstudaginn og þar fóru örugglega ýmis verðmæti. Húsið sjálft var þó ekki verðmætt í sjálfu sér, en hefur um áratuga skeið sett ákveðinn svip á Þingvelli. Það hafði samt verið dæmt varasamt og allt að því ónýtt af þar til gerðum aðilum. Þegar svona hús eru talin best til niðurrifs, hefst ævinlega mikil togstreita tilfinninga og raka. Nú hefur eldurinn sparað okkur þær deilur og það er vel. Niðurstaða mín er því sú að sennilega var þetta bara best.


Sammála Reyni Traustasyni

Las stuttan pistil eftir Reyni Traustason í DV helgarblaðinu um Útrásarvíkingana og Davíð Oddsson. Þar bendir hann réttilega á ábyrgð Davíðs á öllu  heila málinu.Hann telur gríðarlega nauðsyn þess að rannsaka þátt Davíðs í öllu heila málinu og mikið er ég sammála Reyni.


Þá verður veisla á mínu heimili.

Daginn sem Ísland leggur inn umsókn um aðild að ESB, verður veisla á mínu heimili. Þá sé ég hylla undir að samfélagið sem ég bý í verði réttlátt og sanngjarnt. Ísland verði hluti af samfélagi þjóðanna og réttindi þegnanna verði virt á allann hátt.

 


Reiðin rífur niður, eyðir og skemmir.

Reiðin rífur niður, eyðir og skemmir. Ég hef sjálf farið í gegnum gjaldþrot og það gerðist 1985 þegar bylgja slíkar atburða gékk yfir samfélagið. Okkur hjónum tókst að horfa á þetta sem nýtt upphaf og horfðum fram. Fólk sem lenti í svipuðu var mjög reitt og beinlínis heiftugt. Maður að nafni Grétar gaf út bók sem hann kallaði Undir hamrinum. Hann bað mig að segja SÉR sögu okkar til að birta í bókinni. Hann mundi færa hana í stílinn og hann var mjög reiður. Ég sagði honum að ef sagan okkar kæmi í bókinni, mundi ég skrifa hana með mínum eigin orðum og það gerði ég. Hann var svo reiður yfir því hvernig ég nálgaðist málið að hann sendi mér ekki bókina. Sagan okkar var ekki nægilega neikvæð og reiðileg, en hún kom í bókinni.

Reiðin er ekki nauðsynleg fyrir alla.  Ég vil breytingar en byggi það viðhorf ekki á reiði. Ég sé vel að þegnar þjóðfélagsins hafa verið misrétti beittir í mörg ár, en nú eru félagshyggjuöflin að byggja hér nýtt samfélag og ég fagna því. Að rífa niður er undanfari þess að byggja upp. Við hönnun nýs samfélags verður byggt á reynslunni og varast að gera sömu mistökin aftur. Hrunið var nauðsynlegt og óumflýjanlegt, nýtt upphaf er að verða til


Hugarróin dýrmætari en allt annað

Ólgan og reiðin í samfélaginu er afar skaðleg og heilsuspillandi. Áhyggjur hafa engan vanda leyst. Ró hugans er það sem okkur hverju og einu er svo mikilvæg. Fólk segir gjarnan að það sé ekki hægt að halda ró sinni í þessu ástandi. Ég fullyrði samt að það er vel hægt og meira að segja auðvelt. Við hvert og eitt eigum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að stjórna eigin líðan, hugsunum, gjörðum og viðhorfum til lífsins. Við skulum taka okkur sund fyrir svefninn eða á öðrum þeim tíma sem hentar og einbeita okkur hvert og eitt að því að fylla líkama og sál af kærleika og friði.

Við skulum líka senda öðrum frið og kærleika, það mildar okkur og gefur öðrum aukinn frið. Þetta hefur ekkert að gera með trúarskoðanir okkar, kærleikurinn er alsstaðar og hafinn yfir trúbækur og bókstafi þeirra. Hann er stórvirkjum mannkyns sem hvert okkar getur eflt.


Uppbygging mun ganga fyrr á landsbyggðinni

Mér segir svo hugur að uppbyggingin muni ganga fyrr og betur á landsbyggðinni en á Höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur tvennt til og er fyrst að nefna að reiði er mun minni úti á landi og eins hitt að fólk í dreifbýli hefur undanfarin ár verið að efla sín byggðarlög með fjölbreyttari uppbyggingu og þar er frumkvæði mikið og gott. Síðan þegar áhrifa aðildar að ESB fer að gæta, þá er byggðastefna sambandsins á harðbýlum svæðum mjög vænleg til mikils árangurs vítt og breytt um landið. 


Þinghlé innan tíðar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sér hylla undir þinghlé og það er gott. Það segir að málefnavinna vegna frumvarpa sem eru í vinnuferli er á góðu skriði og afgreiðsla því í sjónmáli. Vel hefur gengið að vinna eftir 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar þó stjórnarandstaðan mögli.

Þetta segir mér líka að ríkisstjórnin er með meirihluta fyrir afgreiðslu þeirra mála sem mest eru rædd í fjölmiðlum og er það vel. Ekki veitir að að nýta tímann vel og hraða uppbyggingu.


Fagna aðgerðum Iðnaðarráðherra

Katrín Júlíusdóttir var að undirrita viðskiptasamning vegna Álþynnuverksmiðjuna á Akureyri sem er að hefja starfsemi síðar í sumar. Samningurinn felur í sér undan þágu frá gjaldeyrishöftum og vilja til áframhaldandi frekari viðskipta við fyrirtækið. Hún kynnti einnig að vinna væri að hefjast við gerð rammaáætlunar um almennar ívilnanir á þessu sviði gagnvart erlendum fjárfestum. Þessu fegna ég sérstaklega og vek athygli á þessari opnun til útlanda sem er mjög skynsamleg og nauðsynleg. Þetta undirstrikar að framsýn og dugmikil kona eins og Katrín Júlíusdóttir er á réttum stað í stóli Iðnaðarráðherra.


Hreinsunarstarfið á nýtt stig

Húsleitin í dag er viss áfangi í þeirri hreinsun sem hafin er. Horfði á Ólaf Þór Hauksson í Kastljósinu og skynjaði mikið traust. Tryggvi Þór Herbertsson gæti verið flæktur í þetta og eins Þór Sigfússon. Ísjakinn er að koma í ljós.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband