Þetta eru bara peningar!

Jón Ísberg fyrrverandi sýslumaður Húnvetninga var borinn til grafar s.l. föstudag. Hann var mikill sómamaður og gott yfirvald. Árið 1985 stóðum við hjónin frammi fyrir því að verða lýst gjaldþrota eftir að verðtryggingin var innleidd í óðaverðbólgu, sem var mikil snilld eða hitt þó heldur.

Ég gerði mér ferð á Blönduós að hitta Ísberg til að kynna mér hvernig gjaldþrot færi fram. Hann tók mér ljúflega og fór vel og vandlega yfir ferlið. Í lok samtalsins spennti hann greypar fram á skrifborðið, horfði á mig og sagði. 

" Ég ætla að biðja þig um eitt Hólmfríður mín, mundu að þetta eru BARA peningar"

Hann pírði örlítið augunum og brosti.  Ég horfði á hann og fann hvernig mér létti fyrir brjósti.

Þó að mér og bóndanum hefði orðið hálft á peningasvellinu, þá höfðum við ekki framið  neinn glæp. Þessi ábending Ísbergs hefur æ síðan fylgt mér. Hún hefur gert mér gott, peningar koma og fara en eru ekki óbætanlegir dýrgripir eins og svo margt í lífinu.


Ekki orð að marka, æ, æ!

Kæra stjórnarandstaða. Viljið þið vera svo væn að fara rétt með það sem þið eruð að segja um það sem verið er að gera í að taka til eftir ykkur. (Þessu er ekki beint til Borgarahreyfingarinnar) Starfsmenn ráðuneyta, þingmenn og ráðherrar hafa vart undan að leiðrétta það sem frá ykkur kemur. Það er svo ljótt að skrökva krakkar mínir og þið vitið það.


Myndin að skýrast

Þó enn vanti örugglega mörg púsl í heildarmyndina af samfélaginu okkar sem hrundi, þá er myndin að skýrast. Hvort hún fríkkar eða ljókkar finnst mér ekki aðalmálið, heldur hitt að viðbrögðin og uppbyggingarstarfið verður heilstæðara. Verkefnið er ærið og tekur tíma. Það sem okkur vantar hvað mest núna er uppbyggjandi umræða í  samfélaginu. Samstaða, stuðningur, bjartsýni og kærleikur eru þeir eiginleikar sem okkur ber að rækta. Vanti einhvern verkefni þá er alltaf nærtækt að veita aðstoð, hjálpa til.

Ég fæ sennilega ekki mörg viðbrögð við þessu bloggi og það er bara í góðu lagi. Ég er bara að segja skilið við neikvæðnina og einbeiti mér að því jákvæða og uppbyggilega. Það skilar líka árangri á svo margann hátt og er mér sjálfri til góðs.


Stöðugleikasáttmálinn.

Ég vil sérstaklega fagna því að búið sé að undirrita Stöðugleikasáttmálann sem unnið hefur verið að undanfarið. Tiltektin eftir fyrr valdhafa er mikið verk og vandasamt. Þar verða allir að vinna saman og horfa fram en ekki aftur.

Þá er ég ekki að tala um að við eigum að gleyma fortíðinni og láta hana bara liggja. Heldur að við eigum að kappkosta að byggja upp og skapa okkur nýtt samfélag á þeim rústum sem eru staðreynd.

Fortíðin verður skoðuð og það vandlega. Farið verður yfir verklag og vinnubrögð, fyrirtækja og stofnana. Mál rannsökuð og ástæðurnar leiddar fram og frá þeim sagt þegar þær eru ljósar. Þeir sem af sér hafa brotið verði látnir sæta ábyrgð og í leiðinni sett undir þá leka sem gerðu afbrot þeirra möguleg.


Ráðning Seðlabankastjóra

Það er fagnaðarefni að farið hefur fram faglegt val og ráðning í kjölfarið, Seðlabankastjóra. Már Guðmundsson sem aðalbankastjóri og Arnór Sighvatsson sem aðstoðarbankastjóri. Þetta eru stór tímamót í ráðningum í svo veigamikil embætti hjá íslenska ríkinu. Í stað stjórnmálamanna sem eru að komast á aldur, eru nú ráðnir tveir menn með tilskylda menntun og þeir valdir að undangengnu starfi valnefndar. Ég vil óska Jóhönnu Sigurðardóttir sérstaklega til hamingju með þennan áfanga í hreinsunarferlinu eftir fyrri valdhafa. Svo óska ég okkur öllum til hamingju með að fagmennska í þess konar ráðningum sé komin á, í stað frænda og vinaráðninga sem viðgengist hafa um árabil.


Stuðningur við Ásdísi Auðunsdóttur

Ég vil byrja á því að lýsa yfir miklum stuðningi við Ásdísi Auðunsdóttir veðurfræðing sem steig fram og kvartaði yfir einelti í sinn garð hjá Veðurstofu Íslands við sitt stéttarfélag. Það er mikið búið að gerast áður en þetta skref er stigið og Ásdís hefur verið búin að líða mikið. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er vissulega sigur að því leiti að eineltið er staðfest. Bótaupphæðin er hins vegar til algjörrar skammar bæði fyrir dóminn og ríkið. Þegar einhver hrekst úr starfi, er það lágmarks krafa að halda launum í uppsagnarfresti auk mun hærri bóta. ég óska Ásdísi alls hins besta og vona auðvitað að hún ákveði að áfrýja þeim hluta dómsins sem snýr að fébótum.

Einelti á vinnustöðum er langt um algengara en við gerum okkur almennt fyrir. Ég var um árabil að vinna hjá Stéttarfélaginu Samstöðu á Hvammstanga og þetta voru alerfiðustu málin sem upp komu.

 


Röng fullyrðing um Icesave

Hinir lærðu hafa blásið sig verulega út vegna þess að Ríkisstjórnin sé með samningnum við Breta og Hollendinga að viðurkenna skuldbindinu okkar Íslendinga vegna Icesave reikninganna. Þarna fer hver eftir annan með rangt mál og VEIT BETUR.

Þegar Davíð Oddsson kastaði því fram í reiði sinni í Kastljósviðtalinu (sem betur hefði aldrei farið í loftað) að við Íslendingar mundum ekki borga skuldir óreiðumanna í útlöndum. Hann getur vel hafa haft þá persónulegu skoðun að ekki ætti að borga, en það verður að gera þá kröfu að einstaklingur í opinberu starfi, blandi ekki saman eigin skoðunum og reglum í milliríkjaviðskiptum.

Sú fullyrðing að Íslendingar séu með þessum samningi að viðurkenna skuldbindingu sína vegna Icesave reikninganna er röng því  samkomulagið við Breta og Hollendinga snýst aðeins um uppgjör ábyrgðar íslenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar innstæðna á ESS svæðinu. Þrátt fyrir að önnur sjónarmið hafi heyrst í umræðunni hér innanlands í kjölfar hruns bankanna hefur í reynd verið gengið út frá þessari ábyrgð frá upphafi í öllum áætlunum og yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda:

Ég hlýt því að gera þá kröfu til fólks sem er að vinna fyrir okkur þegnana, alþingismenn, lögmenn o. fl. að þeir gapi ekki um svona mál af sama ábyrgðarleysi og áður nefndur Davíð Oddsson.

 


Þegar vísvitandi er sagt annað en það sem raunverulega er rétt

Mikið hefur verið fjasað um lánasamninginn við Breta og Hollendinga. Þar hefur hver spekingurinn eftir annan stigið fram og sagt lærðar setningar með ábyrgar miklu augnaráði. Ég sem flokksbundin í Samfylkingunni er áskrifandi að vefritinu Rauði þráðurinn. Í pósti frá gærdeginum segir:

Mikið veður hefur verið gert út af ákvæði um að Ísland afsali sér friðhelgi vegna fullveldisréttar og fullyrt að þar með geti bresk stjórnvöld gengið að hvaða eigum sem er. Staðreyndin er sú að svona ákvæði um "waiver of sovereign immunity" er regla í lánasamningum milli ríkja og tíðkast m.a. í öðrum lánasamningum sem Ísland hefur gert eða er að vinna að. Ástæðan er sú að þetta er eina leiðin sem lánveitandi hefur til að koma ágreiningi vegna endurgreiðslu fyrir dómstóla. Án þessa ákvæðis er lántökuríkið ónæmt og varið á bak við fullveldisrétt sinn og sá sem afhent hefur fjármuni á engin úrræði því eitt ríki dregur ekki annað ríki fyrir dóm nema með samþykki beggja aðila.

Svo mörg voru þau orð og mér er til efs að þetta ákvæði sé alveg nýtt á nálinni, enda er talað um að  - ákvæði um "waiver of sovereign immunity" er regla í lánasamningum milli ríkja og tíðkast m.a. í öðrum lánasamningum sem Ísland hefur gert eða er að vinna að.

Hér er því verið að þyrla upp pólitísku moldviðri til að hrella almenning og gera hann andsnúinn núverandi ríkisstjórn. Þarna eru gömlu valdablokkirnar að siga fram öllum þeim sem þær halda að almenningur trúi. Hagsmunir þjóðarinnar eru ekki stóra málið í þeirra huga, heldur þær eignir og önnur ítök sem valdablokkirnar sjá að verið sé að "skemma". Völdin skipta öllu - ekki þjóðin.


Horfum á sigrana

Sjálfsskoðun okkar, kjaftasögur sem ganga manna á milli og fjölmiðlun að stærstum hluta er byggt á frásögnun af því sem miður hefur farið. Minna fer fyrir sigrum (nema í íþróttum) og hvers konar jákvæðri umfjöllun. Þegar sagt er frá atburðum eða öðru er dregin upp dökk mynd af málinu.

Umfjöllun um samning okkar við Breta og Hollendinga er gott dæmi um slíkt. Þar er reiknaðar út verstu niðurstöður, greinar samningsins hártogðar út í ystu myrkur og fólk tekur þetta sem sannleik.

Ég hef ásamt fleirum verið að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki og vissulega hefur gengið á ýmsu eins og gengur. Í þessu ferli eru margir sigrar og nú er ég að fara yfir málið svona fyrir mig og þá verða sigrarnir tíundaðir rækilega. Hitt verður skoðað sem atvik sem læra má af.


Ekki dagurinn þeirra í Kópavogi

Ég er alveg vissum að það er gott að búa í Kópavogi, en þetta er ekki dagur Bæjarstjórnar Kópavogs. Sektir vegna tjóns á trjágróðri, fjarfestingareglur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs brotnar og svo bæjarstjóraskipti vegna vafasamra verkkaupa.

Farið er að horfa á reglur og ætlast til að þær séu haldnar, æ æ og verndarhöndin stóra, blágræna farin og allt í volli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband