18.6.2009 | 20:08
Rifið hús
Hús var rifið á Álftanesinu í gær eins og þjóðin veit í dag. Fólk segist skilja manninn og sumir eru meira að segja glaðir yfir tiltækinu. Ég er hvorki glöð eða skilningsrík því mér finnst þessi aðgerð í einu orði sagt, fáránleg.
Maðurinn átti jú húsið og missti það og eigandinn var orðinn annar. Maðurinn var reiður við nýja eigandann og bankahrunið og það get ég skilið, en að láta sér detta í hug að skeyta skapi sínu á húsinu er með afbrigðum fáránlegt.
Við höfum lög í landinu um eignarétt og einnig um viðskipti og þau viljum við að séu virt þegar það hentar okkur. En lögin virka líka þegar það hentar okkur ekki og það dugar ekki að haga sér eins og óþekkur krakki, lögin breytast ekki við það.
Ég hef sjálf misst hús á nauðungaruppboði sem var haldið í stofunni heima hjá mér haustið 1985. Það var nokkuð sérstök stund, en að ég væri reið út í þá stofnun sem krafðist uppboðsins var víðs fjarri. Ég var ekki ánægð með stjórnvöld þess tíma sem létu samþykkja lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga í verðbólgu sem var mæld í tugum prósenta.
Þessi einstaka aðgerð stjórnvalda þess tíma, hefur síðan valdið ómældu heilsutjóni fjölda samlanda minna og jafnvel stytt líf þeirra sumra verulega. Reiðin skaðar mest þann reiða og svo hefur það verið um aldir. Þó þessi sannindi séu mörgum ljós eru samt stórir hópar fólks um allan heim sem halda að hægt sé bæta ástand með reiði.
16.6.2009 | 22:56
Hin stórlega ofmetna ógn - Icesave
Það er ekki ofsagt að Icesave samningurinn sé að gera marga að öpum þessa dagana, bæði innan Alþingis og utan. Þó það sé margviðurkennt að sérfróðum bæði hér og erlendis að eignir Landsbankanns dugi að mestu fyrir þessum innistæðum, þá hamast hópur fólks við að mótmæla og andmæla með öllu mögulegu móti. Það heldu því blákalt fram að skuldin muni ÖLL falla á okkar afkomendur, þó gild rök séu fyrir því að svo er ekki. Það samkomulag sem nú hefur verið gert er rökrétt skref á þeirri vegferð að koma okkur að nýju á kortið á alþjóðavettvangi. Hvort og þá hve mikið þarf að greiða til baka eftir 7 ár, getur ENGINN sagt um með neinni vissu.
Sagt er að ríkisstjórnin sé ekki að standa sig í að koma böndum á hlutina og þar sérstaklega talað um vanda heimilanna. Síðan stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við þann 1. febrúar hafur margt og mikið verið gert, þó vissulega sé margt í vinnslu og nokkuð ógert ennþá. Aðgerðapakkinn sem nú er í smíðum er stærri en svo að hann sé hristur framúr ermum á fáeinum vikum.
16.6.2009 | 15:38
Sigmundur Davíð - ertu að fara á límingunum drengur
Sá Sigmundi Davíð bregða fyrir á sjónvarpskjánum í gær og svei mér þá að mér bara brá. Stóð ekki framsóknarformaðurinn æpandi í ræðustól á Alþingi og barði í púltið hvað eftir annað. Hann er ekki alveg að skilja sitt hlutverk þessi maður. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að tala og þaðan af síður að ég tæki mark á því sem hann sagði.
Þetta minnti mig á ofdekraðan krakka sem ekki fær nammi í búðinni og leggst þá á gólfið með öskrum og spörkum. Yfirleitt er ekki tekið mikið mark á svoleiðis.
Málefni okkar nú eru alvarlegri og stærri en svo að svona dekurstælar séu við hæfi. Maður með enga reynslu í stjórnmálum eða störfum Alþingis er ekki trúverðugur með svona háttalagi verandi þar að auki með gjörspilltan stjórnmálaflokk í fanginu.
13.6.2009 | 13:40
Málflutningur Joly gagnrýndur
Eva Joly þykir nokkuð aðsópsmikil í sínum tillögum um rannsókn á íslenska fjármálakerfinu. Fólk er ekki vant því hér að mál séu skoðuð af slíkri einurð sem hún boðar. Aðstæður eru samt þannig að nú er eðlilegt að leggjast í eina allsherjar naflaskoðun. Það merkir ekki að allir sem stundað hafa viðskipti, hafi framið refsiverð afbrot.
Ég lít svo á að nú sé rétti tíminn til að fara vel yfir alla þessa þætti og skoða vandlega hvað fór úrskeiðis, án þess að flokka vini og vandamenn frá fyrst og kíkja svo á yfirborðið hjá hinum. Þessi skoðun byggist ekki aðeins á því að ná til þeirra sem fóru rangt að, heldur einnig að finna þá veiku pósta sem svo sannarlega eru í því viðskiptamódeli sem notað var.
Hvers vegna eru flestur sem andmæla Evu karlkyns? Ekki hef ég neitt tæmandi svar við því, en tel þó að það byggist að hluta á þeirri staðreynd að viðskiptahugsun karla sé aðeins öðruvísi en kvenna. Konur taka meira undir með Evu og vilja láta skoða málin til hlítar.
Það sama á við um stjórnunarstíl ríkisstjórna Íslands. Það skiptir máli hvort það er karl eða kona í brúnni. Karlinn (GH) var ekki tilbúinn að hreinsa út þar sem krafist var, en konan (JS) tók til hendinni og hefur frá upphafi valdatímans verið í tiltekt sem raunar er aðeins rétt hafin.
Þeir sem eru hræddir við skordýr og pöddur, eru ekki mjög spenntir fyrir að grafa í gömlum skítahaugum, lyktin getur líka verið nokkuð slæm eins og gengur. Það er nauðsynlegt að stinga upp garðinn svo hægt að sá og fá nýja góða uppskeru. Þá er gott að eiga gamlan skítahaug til íblöndunar við hinn frjóa jarðveg garðsins, en til að nýta skítahauginn verður að grafa og grafa, svo einfalt er það.
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2009 | 01:00
Að vera frumkvöðull eða galinn
Var að hlusta og horfa á Jeff Taylor í Kastljósinu þar sem hann fjallað um frumkvöðla og frumkvæði. Hann telur möguleika okkar Íslendinga á því sviði vera gríðarlega mikla og þar er ég honum algjörlega sammála. Hugmyndir fljúga í gegnum kollinn á okkur á hverjum einasta degi og það er ekkert nýtt. Að við gerum eitthvað með þær er frekar nýtt og er alltaf að aukast. Ég tel að þetta svokallaða hrun geti orðið okkur til mikils góðs á svo margann hátt og þá ekki síst á sviði frumkvæðis á mörgum sviðum
12.6.2009 | 00:40
Eva Joly
Gildi okkar kvenna eru um margt nokkuð öðruvísi en karla. Sumar komur hafa samt leitast við að feta svipaða leið og karlarnir. Sennilega hefur það vegna þess að þeim finnst sjálfum að það sé rétta leiðin til að gera sig gildand. Það var beinlínis talið hallærislegt á tímabili að vera kvennleg. Draktirnar og annaðí stíl kvenna gerði þær meira líkar körlum en tilefni var til.
Sjálfstraust okkar hefur líka aukist og við þorum frekar að vera við sjálfar og láta okkar náttúrlegu eiginleika koma fram. Skörungar á borð við Evu Joly koma svo fram og geta einar og sér breytt gríðarlega miklu í gangi heimsmála.
Hennar gríðarlega sterka réttlætiskennd, byrist okkur sem langþráð hreinsun og tiltekt í ríki karlanna. Hún telur mikla þörf að sterku og réttlátu regluverki sem gerir miklu mun erfiðara að stunda áhættuviðskipti á mjög gráu svæði, eins og hér virðast hafa verið viðhöfð.
Með svo markvissri og einarðri vinnu eins og Eva talar fyrir, eru sterkar líkur á að Evrópa verið innan fárra ára leiðandi á sviði gagnsærra og heiðarlegra viðskipta sem munu síðan breiðast út um heiminn. Það er líka gríðarlega mikilvægt að hér eru konur í æðstu embættum eins og forsætis og dómsmálaráðherrar.
Ég horfi með aukinni bjartsýni fram á veginn eftir að hafa hlustað á þessa mögnuðu konu, Evu Joly tala um það skipulag sem hún er að leggja til að unnið verið eftir við að endurskoða allt viðskiptalíf okkar hér á Íslandi
10.6.2009 | 13:28
Vísir spyr í dag, Hefur spilling aukist undanfarna mánuði ?
Margir munu trúlega svara þessari spurningu játandi, en ég tel að spilling hafi ekki endilega aukist nú að undanförnu, heldur er hún sífellt að verða sýnilegri. Mál Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs er gott dæmi. Þar hafa ósiðir í viðskiptum viðgengist um áraraðir, en það er fyrst nú sem málið er skoðað. Heyrst hafa af og til gegnum árin, athugasemdir um viðskipti við Kópavogs við Klæðningu og fyrirtæki dóttur Gunnars, en þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt. Valdhafar hafa ekki verið því hliðhollir að "svona mál" væru skoðuð. Nú er kominn nýr siður og öllu málum er velt við og þau rannsökuð. Í Kópavogi og annars staðar á landinu.
6.6.2009 | 21:14
Ábyrgð fjölmiðla og neikvæða hliðin á málum.
Ég hlustaði og horfði á fréttir Stöðvar2 í kvöld og þar var meðal annars fjallað um nýundirritaðan samning vegna Icesave reikninganna. Þar var að sjálfsögðu fjallað um málið frá ýmsum hliðum og ein var sú að er ekkert fengist upp í þessa skuld og að hún yrði greidd að fullu með vöxtum þá væri talan 960 milljarðar eða 12 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu.
Sannleikurinn í málinu er hins vegar sá að sérfræðingar í Bretlandi telja að eignir Landsbankans muni duga fyrir allt að 99% af skuldinni. Að mínu mati vantaði alveg að reikna þá tölu og segja okkur bestu niðurstöðuna. Nei það var farin svartasta leiðin og reiknað út það sem alls ekki mun gerast að ríkið þurfi að greiða 960 milljarða.
Ef sú spá rætist og sala eigna gengur nokkuð vel fyrir sig og hlutur okkar íslendinga til greiðslu verði 6,6 milljarðar, þá reiknaði ég dæmið án vaxta og þá er hlutur á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu kr 88 þúsund. Með jöfnum greiðslum vegna eigna LB öll 7 árin og með 5% vöxtum væru eftirstöðvarnar um 107 milljarðar og hlutur 4 manna fjölskyldunnar 1,4 millj.
Hefði ekki verið rétt að reikna dæmið í þessa áttina líka og sýna okkur bestu niðurstöður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2009 | 17:09
Merkisdagur þjóðar
Já, mikið er ég sammála félaga mínum Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að í dag er mikill merkisdagur á Íslandi. Verið að flytja tillögur á Alþingi um aðildarumsókn að ESB. Ríkistjórnin leggur fram tillögu um málið og Framsókn/Íhald sömuleiðis. Er sú tillaga lögð fram með þeim rökum að tillaga ríkisstjórnarinnar sé ekki nægilega vönduð. Sömuleiðis tala hinir nýbökuðu formenn Sigmundur og Bjarni um að það sé ískalt mat að sækja beri um aðild og setja fram skýrar samnings forsendur.
Hvað er það annað en ískalt mat sem í mörg ár hefur knúið marga hér á landi til ræða nauðsyn þess að sækja um aðild að ESB. Það er sömuleiðis ískalt mat mitt og fjölda annarra íslendinga að við höfum sem þjóð, tapað ógrynni fjár og allskyns tækifæra vegna þess að stjórnvöld á Íslandi gengu ekki alla leið eftir 1990 og sóttu þá um fulla aðild að ESB, þegar EES samningurinn var gerður.
Það er ekki tímabært nú að skattyrðast um þetta brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Nú verður að vinna bæði hratt og vel að umsókn og samningsgerð við ESB. Það er tími til kominn að við verum með í samfélagi okkar helstu viðskiptalanda því þar eigum við heima og höfum átt um langt skeið.
18.5.2009 | 00:39
Jóhanna Guðrún frábær fulltrúi Íslands með 218 stig
Hamingjuóskir til okkar allra með þann frábæra árangur sem Jóhanna Guðrún og Íslenski hópurinn náði í Moskvu í gærkvöldi. Þarna er á ferðinni söngkona á heimsmælikvarða og mikil fagmennska í öllu starfi í kringum flutning lagsins. Ég er samfærð um að þessi árangur mun nýtast Jóhönnu Guðrúnu á söngferlinum og Óskari Páli sem lagahöfundi. Þetta er frábært lag og flutt af frábærum listamönnum, enda árangurinn eftir því. Takk fyrir góða skemmtun og mikla gleði sem við upplifðum öll.
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar