24.7.2009 | 11:37
Össur á ögurstundu
Nú er utanríkisráðherrann okkar, Össur Skarphéðinsson búinn að afhenda formlega umsókn okkar un aðild að ESB. Til hamingju Össur og við öll með þetta stóra framfaraskref. Þarna eru við Íslendingar að leita eftir því að gerast aðilar að bandalagi sjálfstæðra þjóða og það er vel.
Þegar verið er að reikna og reikna okkar fjárhagslegu framtíð, er hins vegar alltaf látið svo að við verðum ein að basla með okkar ónýtu krónu um alla framtíð. Ég segi nú bara, er ekki hægt með neinu móti að setja dæmið upp á þann veg að við verðum komin í skjól þarna inni og gefa okkur einhver líkindi á bærilegri framtíð með aðild að ESB.
![]() |
Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 02:08
Löggæslan í vanda
Var að lesa framhaldsbréf frá nafnlausa lögreglumanninum og er afar hugsi eftir. Þar kom margt fram sem ég er viss um að við, almenningur í landinu erum okkur ekki grein fyrir, varðandi þeirra störf og starfsumhverfi. Eftir því sem sérhæfing hefur orðið meiri í þjóðfélaginu, þá er þekking okkar hinna orðin næsta takmörkuð.
Þessi ágæti maður er örugglega búinn að hugleiða skrifin lengi. Og nú er mælirinn fullur að hans mati og tímabært að segja frá. Stjórnendum landsins er mikill vandi á höndum, enginn efast um það. En það er líka mikill vandi fyrir það fólk sem á að sinna jafn kefjandi verkefni og löggæslunni eins og málum virðist komið.
Ég vil þakka þessum nafnlausa lögreglumanni fyrir þessi skrif. Þau sýna mikinn kjark, þau eru á mannamáli og án þess að verið sé að kasta skít í nokkurn. Það er verið að segja okkur hinum frá stöðu mála og um það vitna viðbrögð annarra lögreglumanna.
24.7.2009 | 01:48
Icasave þæft.
Icasave málið er farið að líkast þófinu sem var um stjórnarskrábreytingar og stjórnlagaþing fyrir kosningarnar í vor. Auðvitað eru þetta gjör ólík mál á flestan hátt, en eitt eiga þau þó sameiginlegt og það er veik von stjórnarandstöðunnar um að koma fleyg í stjórnarsamstarfið. Það tókst ekki í vor, ekki með ESB umsóknunni og því er allt kapp lagt á að draga fram eins marga álitsgjafa og mögulegt er. Það sorglega við þetta allt saman er að stjórnarandstaðan er ekki að hugsa um hag þjóðarinnar, heldur flokkseigendafélaganna. Borgarahreyfingin er ráðvillt, en hefur þó tekið þann pól í hæðina að fylgja þeim stóru með von um smá völd seinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 23:09
Þráinn biður um skýringar
Ég er sammála Þráni Bertelssyni að þingmenn Borgarahreyfingarinnar verði að skýra vel sín mál og upplýsa um þau eiturplögg sem þau vitnuðu í við ESB atkvæðagreiðsluna. Mikið lán er að þeim tókst ekki að fella umsóknartillöguna á Alþingi.
20.7.2009 | 23:06
ICESAVE þarf nauðsynlega að klárast sem fyrst
Mikil vinna hefur verið lögð í að gera ICESAVE samninginn sem best úr garði og er það vel. Ekki hefur heldur skort "sérfræðiálit" utan úr samfélaginu sem trúlega eru byggð á misgóðum forsendum og þekkingu. Þegar Eiríkur Tómasson kemur með athugasemdir er rétt að skoða málið vel í kjölinn. Ekki það að ég vantreysti þeim sem komu að samningsgerðinni, heldur hitt að ég tel ET mjög vandaðan fagmann og ekki líklegan til að leggja fram álit eftir pöntun, heldur af því að skoðunar er þörf. Og þá er rétt að skoða aftur.
20.7.2009 | 22:58
Bankarnir að komast aftur af stað
Mikill áfangi er að nást með endurreisn bankanna og þess að vænta að atvinnulífið fari að lifna við. Vilhjálmur Bjarnason er nokkuð ánægður og það er viss stimpill á þessa gjörð. Hann talar af mikilli skynsemi um þessa endurreisn og ég er líka viss um að þarna hefur verið staðið faglega að málum. Ég er ekki eins viss um að traust hefði ríkt um málið, hefði það verið unnið undir stjórn Íhalds og Framsóknar. Vextir fara væntanlega lækkandi og krónan að stíga svo við komumst á betra ról í lánamálum.
20.7.2009 | 02:18
Margt er gott í móunum!
Athyglin er að beinast æ meira að því sem vex í náttúrunni og hvað og hvernig sé hægt að það. Ég er þessa dagana að gera tilraunir með jurtate með góðum árangri. Hef nú í viku drukkið soð af birkilaufum, vallhumal og gulmuru. Mér verður gott af og tel mig finna minna fyrir vélindabakflæði sem ég er með. Nú er bara að skella sér í móana og sækja sér forða fyrir veturinn. Taka fleiri prufur og sulla saman. Gott væri að heyra frá fleirum sem eru í grasatilraunum.
Svo eru konur hér í Húnaþingi að jurtalitalita ullar einspinnu og prjóna módelkjóla og fleira. Það er sko áhugavert skal ég segja ykkur. Litirnir eru undurfagrir og dulúðin skín af flíkunum.
20.7.2009 | 02:06
Hvað meinar Borgarahreyfingin?
Þór Sari hefur talað um eitraðan samning vegna Icasave. Tel mikla nauðsyn að upplýst sé um hið meinta eitur og spilin lögð á borðið. Trúverðugleiki þremenninganna veltur á þessu. Sigmundur Davíð sló um sig með leyni upplýsingum rétt fyrir kosningar í vor. Að mínu mati minnkaði fyrirferð þeirra upplýsinga verulega eftir kosningar svo og trúverðugleiki SD. Nýliðar ættu að vanda sig mjög því svellið er sleypt og auðvelt að detta.
20.7.2009 | 01:57
Bankarnir að taka við sér
Gott að búið er að finna lendingu varðandi nýju bankana. Þó ekki sé búið að flytja formlegar fréttir af málinu, hefur það kvisast út að kostnaður ríkisins sé verulega lægir en gert var ráð fyrir, sem eru vissulega mjög góðar fréttir.
20.7.2009 | 01:53
Dýr bílferð
Hún hefur verði mjög kostnaðarsöm bílferðin hjá piltinum sem stal litla gráa bílnum í dag. Vona bara að þetta sé nægilegur skellur til að viðkomandi nái áttum og geri eitthvað í sínum málum. Gjöldin í skóla lífsins eru oft ansi há. Bið þess að viðkomandi nái bata eftir slys og neyslu, sem ég tel nokkuð víst að sá hinn sami sé í.
Um bloggið
156 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar