Löggæslan í vanda

Var að lesa framhaldsbréf frá nafnlausa lögreglumanninum og er afar hugsi eftir. Þar kom margt fram sem ég er viss um að við, almenningur í landinu erum okkur ekki grein fyrir, varðandi þeirra störf og starfsumhverfi. Eftir því sem sérhæfing hefur orðið meiri í þjóðfélaginu, þá er þekking okkar hinna orðin næsta takmörkuð.

Þessi ágæti maður er örugglega búinn að hugleiða skrifin lengi. Og nú er mælirinn fullur að hans mati og tímabært að segja frá. Stjórnendum landsins er mikill vandi á höndum, enginn efast um það. En það er líka mikill vandi fyrir það fólk sem á að sinna jafn kefjandi verkefni og löggæslunni eins og málum virðist komið.

Ég vil þakka þessum nafnlausa lögreglumanni fyrir þessi skrif. Þau sýna mikinn kjark, þau eru á mannamáli og án þess að verið sé að kasta skít í nokkurn. Það er verið að segja okkur hinum frá stöðu mála og um það vitna viðbrögð annarra lögreglumanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband