Sammála Steingrími J

Það má með sanni segja að vel hafi verið sloppið með fjáraukalaugin að þessu sinni. Ósköpin sem áhafa gengið eru með þeim endemum að slíkt er vandfundið. Vona svo sannarlega að næsta ár verði friðsamlegra og betri vinnufriður.


mbl.is Steingrímur: Vel sloppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ef þessi vanhæfa ríkistjórn segir af sér þá er von á betra ári, annars erum við dæmd til að þola sama rugglið. Þetta hlýtur að vera sú versta ríkistjórn sem sögur fara af. Hvernig er hægt að vera með allan þennan halla???? Það er nóg hægt að skera niður. Fólk getur séð muninn á því hvernig á að stjórna og hvernig á ekki að stjórna með því að bera þetta saman við þessa frétt http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/15/borgarstjorn_samthykkir_fjarhagsaaetlun/

Landið (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 03:18

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

best fyrir alla að þessi ríkisstjórn víkji strax

Jón Snæbjörnsson, 16.12.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Hverjir eiga að taka við. Flokkarnir sem stjórnuðu landinu í 18 ár, og strönduðu þjóðarskútunni?

Bjarni Líndal Gestsson, 16.12.2009 kl. 16:00

4 identicon

Sammála þér Hólmfríður.

Varðandi það sem "Landið" er að skrifa, þá benda skrif hans til þess að hann hafi ekki verið á landinu síðastliðið ár og viti ekki hvað hafi gerst.

Hafa þarf í huga, að hallinn stafar af því að tekjurnar hafa minnkað svo mikið, vegna þess að stærstu fyrirtækin fóru á hausinn og tekju- og veltuskattar skila mun minna núna. Á sama tíma hafa skuldirnar aukist gríðarlega vegna þess að Seðlabankinn henti 345 milljörðum út um gluggann og einnig kostar sitt að endurreisa bankana.

Sumir vilja ekki horfa á staðreyndirnar og vilja frekar vera blindaðir af trú á FLokkinn, sem eftir allt ber ábyrgð á þessari stöðu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:25

5 identicon

Mér finnst þetta ágæt fjáraukalög. En það er allt of mikið skorið niður hjá þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er leitt.

Eigðu góðan dag vinkona.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru ansi margir sem tala eins og þeir hafi ekki búið hér undanfarið, a. m. k. ekki verið að hlusta og horfa á það sem var að gerast. Þeir sem vilja þessa ríkisstjórn frá völdum eru ekki að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar.

Þar ræður fyrst og fremst tvennt og það er;

að klíkusamfélagið er að missa marga stóra spóna úr öskum sínum,

að nú er verið í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að taka á því gjörspillta valda og fjármálakerfi. Nú á að rannsaka hverjir hafa brotið lög og þá skjálfa margir.

Fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins sat fundi með Baldri Guðlaugssyni um válega stöðu bankakerfisins sumarið 2008. Þegar rannsökuð voru innherjaviðskipti BG var aðeins skoðað hvað gerst hafði í september og þá var ekkert athugavert.

Svona kattaþvottarannsókn sýnir vel hvað það er sem stjórnarandstaðan er að óttast, sem sagt alvörurannsóknir þar sem mál eru skoðuð ofan í kjölinn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband