13.11.2009 | 20:10
Auddi og Sveppi - ágætis skemmtun
Þeir mega það félagarnir að þeir eru bráðskemmtilegir. Efnistök þeirra er frumleg og oft tekst þeim að hrista rækilega upp í manni. Þátturinn þeirra sem rónar var sláandi ádeila á samfélagið og sömuleiðis þar sem þeir fóru um í hjólastólum. Sveitaþættir þeirra í Hrútafirðinum fóru víst fyrir brjóstið á mörgum, en þar voru þeir bara að sína okkur inn í lífið eins og það gerist að kúabúi samtímans. Ég sá ekki neina niðurlægingu í neinu sem þarna fór fram heldur raunveruleikann sem skemmtilegu ívafi. Heldur fólkið á mölinni virkilega að strákarnir hafi farið þarna inn án vitundar og vilja þeirra sem búið reka og að "niðurlægja beljuna" eru hugleiðingar sem ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum. Þetta var gert undir eftirliti og með tilsögn sæðingamanns og er bara sú aðferð sem mest er notuð við að kefla kýr (gera þær kálffullar) í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.