21.4.2009 | 12:25
Siv - Ísland ER á harðbýlt svæði, samkvæmt skilgreiningu ESB
Harðbýlt svæði er sama og Heimskauta svæði og nær skilgreining ESB yfir allt landssvæði innan sambandsins sem er norðan 62. breiddargráðu.
Ísland er ALLT NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU.
Siv Friðleifsdóttir framsókn talaði um það á Stöð2 í gærkvöldi, að tryggja þurfi með samningi við ESB að landbúnaður á Íslandi væri skylgreindur sem Heimskautalandbúnaður. Hún veit vel að þessi skilgreining er þegar til staðar inni í reglum ESB og sá samningur mundi þá væntanlega ná til sértækra aðgerða á aðlöðunartíma. Það sem Siv gleymdi að nefna er að byggðastefna ESB er mjög viðamikil og öflug. Skilgreining ESB á því hvað er landbúnaður mun víðari en það sem er í okkar huga.
Hvað varðar sjávarútveginn þá eru fiskistofnar okkar hér við land að verulegum hluta staðbundnir og það hafa stjórnmálamenn sem gerst þekkja, sagt að kæmu alfarið í okkar hlut að veiða. Um flökkustofnana höfum við gert samninga undanfarin ár og breytingar þar eru alltaf að eiga sér stað vegna breyttra aðstæðna í náttúrunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.