26.2.2011 | 17:15
Málsskotsréttur
Ég tel mig mikinn lýðræðissinna og er meðmælt þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég er hins vegar á móti því að einn maður (þó hann sé forseti) geti gegnið gegn vilja meirihluta Alþingis (sem er nærri því að vera aukinn) í máli sem varðar milliríkja samning um fjárhagslegar skuldbindingar.
Málsskotsréttur þarf að vera til staðar og um hann verða að gilda ákveðnar reglur samkvæmt stjórnarskrá. Ég tel það ekki lýðræði að slíkur réttur sé í höndum eins manns. Ákveðið hlutfall kjósenda sem kemur vilja sínum á framfæri með óyggjandi hætti á að hafa rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis. Sömuleiðis tel ég að stjórnarandstaðan á Alþingi eigi að hafa slíkan rétt sem hún getur beitt í afgreiðsluferli ákveðinna tegunda mála. Slíkur réttur mundi þá skylda stjórnarmeirihluta til að semja niðurstöðu máls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.