ICESAVE og Sjálfstæðisflokkurinn

Ég hef þá skoðun að þetta útspil BB skipti þá aðila sem nú vinna að stofnun flokks og Guðbjörn Guðbjörnsson hefur fjallað nokkuð um, frekar litlu máli. Að sjálfsögðu einhverju, en þó ekki nóg til að þau áform verði slegin af með það sama.

Flokkurinn hefur verði klofinn um áratugaskeið, en verið haldið saman með skrúfstykki. Skrúfurnar í því gáfu sig endanlega á Landsfundinum þegar Guðbjörn og fleiri sögðu sig úr flokknum.

Það er fleiri stórmál en ICESAVE sem ráða þar miklu og má þar nefna ESB og kvótann. Auðvitað skarast áherslurnar eitthvað eins og gengur, en í heildina tel ég að flokkurinn sé að gliðna æ meira með hverjum árinu sem líður.

Bankahrunið hefur líka afhjúpað á mjög sterkan hátt hvernig flokkurinn hefur unnið gegnum tíðina og slík vinnubrögð breytast ekki einn - tveir og þrír.

Það tekur samt tíma fyrir margann Sjálfstæðismanninn að viðurkenna þessi vinnubrögð og snúa sé annað. Trúlega mun nýi flokkurinn sem Guðbjörn og félagar eru að stofna, verða skjól fyrir marga sem ekki sjá neinn vænlegan kost sem stendur.

Hvað verður um harðlínukjarnann ræðst svo mjög af niðurstöðunni í kvótamálinu. Ætla rétt að vona að ríkisstjórnin gangi þar hreint til verks og afvopni kvótaauðvaldið sem heldur mörgum byggðarlögum í heilgreypum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hólmfríður, núna ertu úti á túni !

JR (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 03:19

2 identicon

 Hér er að sem ég skrifði á annan vef :

Um sama málefni :

Vil bara minn  þig á þetta :

ICESAVE er eign ykkar sjálfstæðismanna og gjörðir !

ICESAVE liðið eru fjármálaspekingar sjálflfstæðsiflokksins til margara ára !

Allir eru þeir úr fjármálakerfi sjálftæðisflokksins og vorur virkir þar !

Villtu nöfnin svo þú hafir sannanir ?

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins , Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, Þór Kristjánson, Egger Kristjánsson heildverslun, Svafa Gröndfeltd, rektor Háskólans í Reykjavík ( hún flúði landtil að forðast fjölmiðla),  og auðvitað  Björgúlf Guðmundssson.

JR 5.2.2011 kl. 02:45

4 identicon

Gleymdi aðvitað aðal atriðinu, Geir og Árni þínir menn úr sjálfstæðisflokknum, það voru þeir sem skuldbundnu íslenska þjóð til að borga ICESAVE !

Það var sjálfstæðisflokkurinn sem skuldbatt íslenska þjóð til að borga!!!

Þetta þurfa allir íslendingar að muna !!!

JR (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 03:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

JR, ef einhver er úti á túni ert það þú kæri "vin". Án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því, þá segir mín tilfinning, og ég þori að leggja líf mitt undir hvað það varðar, að Hólmfríður hefur aldrei, hvað þá meira, leitt hugann að Íhaldinu, þannig að þú ættir ekki að leggja hennar nafn við þann ósóma drengur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.2.2011 kl. 04:03

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir það Exel að standa með mér varðandi Íhaldið. Eftir að ég komst til vits og ára hef ég ekki leitt hugann að Íhaldinu - EN því miður (endilega haltu lífi Axel) meðan ég var enn ung og óþroskuð þá gekk ég til liðs við þennann volaða flokk og var þar í all nokkur ár. Í dag er aðalgagnið af þessu það að ég skil aðeins betur hugsanaganginn og er sennilega enn meiri Jafnarðarmaður fyrir vikið.

Tel að þetta svari "túnmanninum" hér að ofan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2011 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband