Málsskotsréttur

Ég tel mig mikinn lýðræðissinna og er meðmælt þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég er hins vegar á móti því að einn maður (þó hann sé forseti) geti gegnið gegn vilja meirihluta Alþingis (sem er nærri því að vera aukinn) í máli sem varðar milliríkja samning um fjárhagslegar skuldbindingar.

Málsskotsréttur þarf að vera til staðar og um hann verða að gilda ákveðnar reglur samkvæmt stjórnarskrá. Ég tel það ekki lýðræði að slíkur réttur sé í höndum eins manns. Ákveðið hlutfall kjósenda sem kemur vilja sínum á framfæri með óyggjandi hætti á að hafa rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis. Sömuleiðis tel ég að stjórnarandstaðan á Alþingi eigi að hafa slíkan rétt sem hún getur beitt í afgreiðsluferli ákveðinna tegunda mála. Slíkur réttur mundi þá skylda stjórnarmeirihluta til að semja niðurstöðu máls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband