23.6.2010 | 17:34
Áróðursherferð gegn ESB í gangi hér á landi
Nú þegar umsóknarferlið okkar að ESB hefur breyst í viðræðuferli við sambandið, eru hafin enn ein áróðursherferðin gegn því að við göngum þarna inn. Nú berjast margir um á hæl og hnakka og telja að okkar helsta "bjargráð" sé að draga umsókn um aðild að ESB til baka.
Það er nokkuð ljóst að fátt hindrar okkur að fá aðgang að ESB, falli okkur niðurstaða aðildarsamnings í geð og hann verði samþykktur hjá þjóð og þingi.
Dæmalausar "gróusögur" eru settar af stað, eins og; "herskylda" - "fiskimiðin fyllist af erlendum togurum" - "þjóðin verði matareitrun að bráð" . Trúir þessu einhver, ég bara spyr.
ICEAVE deiluna veður að leysa, en sú deila er óháð ESB á allan hátt. Að deilan sé óleyst, sennkar efnahafsbata okkar. Svo eru það auðlindirnar - fiskurinn - orkan - vatnið.
Ef við seljum þetta ekki frá okkur sjálf, þá munum við halda yfirráðum auðlindanna innan ESB. Það gera núverandi aðildarríki, Bretar eiga sjálfir gas og olíu í Norðursjó, Finnar skógana og svo framvegis.
Þó þessar og margar fleiri staðreyndir um ESB liggi á borðinu, eru alltaf einhverjir tilbúnir til að blasa út bullið, skara í glæður rangra túlkana og beinlínis ljúga að þjóðinni til að viðhald óttanum við útlönd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.