18.1.2010 | 19:46
Hver hefur ekki farðið í gegnum skuldbreytingar
Það er með ólíkindum að lesa um ótta við fólks um að Ísland geti ekki staðið við ICESAVE skuldina. Ég er ekki að draga úr því að mikið þarf að borga, en hver hefur ekki farið með sínar skuldir í gegnum skuldbreytingar, fyrir heimilið eða fyrirtækið ef fólk er með rekstur.
Stóru fréttirnar núna hér heima eru meðal annars af skuldbreytingum eða þörf fyrir skuldbreytingar. Áróðursvélin klifar á því nótt sem nýtan dag að við getum ekki staðið við þetta. Ef slíkt kemur upp þá er einfaldlega beðið um skuldbreytingu. En fyrst þarf að gera samning svo hægt sé að breyta samningi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
veistu hvað þetta er mikil upphæð Hólmfríður ?
Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 20:28
Ert þú að tala um alla upphæðina, með eða án krafna seminnheimtast munu úr þrotabúi Landsbankans???
Mér finnst að sumir tala um þetta eins og við skattgreiðendur munum þurfa borga alla innistæðutrygginguna. Það er bara ekki þannig og talað er um að um 80 til 90% geti komið upp í þær kröfur.
Veist þú hvað skuldur Seðlabankans eru miklar???
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 21:16
Svo er líka annað. Þegar við verðum komin inn í ESB eru vissulega möguleikar þar á lausnum sem við höfum ekki aðgang að. Eitt veit ég að við verðum að klára þetta ICESAVE mál og það strax. Við verðum að hefja uppbygginguna og það held ég að við getum öll verið sammála um.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 22:01
Nei ég hef ekki hugmind um það hvað þetta er mikið og þessvegna skrifa ég ekki upp á neitt og það ættir þú einnig að gera Hólmfríður
Andaðu nú aðeins með "nebbanum" vinkona og látum þessar Icesave kosningu ganga yfir í mars var það ekki
hvað varðar uppbygginguna þá er hún á fullu ekki satt - Tónlistarhús, nýr spitali í burðarliðum, nýr flugvöllur í Reykjavik ef allt fer á versta veg, allt á fullu í Héðinsfjarðargöngum, undirbúningur Vaðlaheiðagangna, ný höfn fyrir eitt skip sem flytur Vestmannaeyjamenn fram og til baka í byggingu og ég veit ekki hvað - segðu svo að peningunum sé ekki vel varið
Jón Snæbjörnsson, 19.1.2010 kl. 09:26
Þú veist eins vel og ég að lánalínur frá útlöndum eru við það að lokast. ICESAVE samningurinn er smá mál miðað við það sem bíður okkar bak við þær lokuðu dyr. Þetta með nefið og öndunina er í fínu lagi, þakka þér samt fyrir umhyggjuna. Kann alltaf að meta slíkt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 13:23
Þessar skuldir eru ekki þjóðarinnar og lánalínur lokast ekki þótt þegar við höfnum samningnum það er hræðsluáróður stjórnvalda sem eru andsnúin íslensku þjóðini EF JÓHANNA OG STEINGRÍMUR SKRIFA PRÍVART OG PERSÓNULEGA UPPÁ SEM SÍNA EIGIN SKULD ÞÁ ER ÞAÐ BARA GOTT. ÞETTA ER ÓRÐIÐ ÞEIRRA PERSÓNULEGA ÓVILD Í GARÐ ÞEGNA ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA ÞENNAN VIÐBJÓÐ.
Jón Sveinsson, 19.1.2010 kl. 13:46
Umræðan um Icesave hefur alla tíð verið furðuleg. Það er líka umfjöllunin um hana í útvarpi og sjónvarpi. Það koma hvern sag sérfræðingar með nýtt álit. Það er eitt sem virðist vanta, og það er þekking ritstjórna í fjölmiðlum á því sem þeir eru að fjalla um.
Ég notaði einmitt sömu rök og þú fyrir því af hverju það ætti að samþykkja Icesave. Líklega munum við ekki getað greitt þessar skuldir, en þá fáum við skuldbreytingu eða tökum nýtt lán á lægri vöxtum og lengri tíma;) Aldrei að vita.
En mér finnst samt ekki að þjóðin ætti að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún verður að segja nei. Það er í höndum þjóðkjörinna fulltrúa að semja um þessi mál þannig að sátt sé um hana. Alþingi og nokkrar fyrrverandi ríkisstjórnir komu okkur í þessi vandræði og það má ekki leyfa þeim seinna að skella skuldinni á þjóðina.
Ég sé fyrir mér að við höfnum Icesave og að það komi ábyrg samninganefnd með sjálfstraust. Svo verði samið og forsetinn skrifar svo undir. Allir voða hamingjusamir.
Ég held ekki að við höfum neinar lánalínur í útlöndum aðrar en lánin sem Pólland, Norðurlandaþjóðirnar og AGS bjóða okkur. Íslenska ríkið fékk ekki lán allt árið 2008 og líklega eitthvað fyrir það.
SEMJUM TIL AÐ SKULDBREYTA!!!
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 19:20
Þau lánsloforð sem þegar hafa verið gefin eru öll frosin. Það sem einnig mun frjósa í framhaldinu eru fjárfestingar erlendis frá og lán til ýmisra fyrirtækja og stofnana. Frekara gengisfall krónunnar og ýmislegt annað mun einnig gerast sem endilega ekki fyrirsjánlegt, að minnsta kosti ekki fyrir almenna borgar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 22:18
ég mindaði mér skoðun STRAX og ég stend við hana - Ég borga ekki eitthvað sem ég veit ekki hvað er - svo einfalt er það
Hólmfríður - því notar þú ekki aurinn frekar í að styrkja undirstöður þíns reksturs ?
Jón Snæbjörnsson, 20.1.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.