Við verðum að vinna með umheiminum til að umheimurinn vilji vinna með okkur.

Það er og verður alltaf hægt að finna fólk hér heima og erlendis sem finnur til samkenndar með okkur og finnst að við séum órétti beitt. Ég get vel tekið undur allt mögulegt sem nú er sagt í þá veru.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að semja þarf um skuldir okkar og það strax. Við verðum að byggja hér upp og það verður ekki gert meðan byggingarefnið fæst ekki. Við verðum að vinna með umheiminum til að umheimurinn vilji vinna með okkur.

Ég á í fórum mínum umsóknareyðublað frá Fjárhagsráði Íslands með ártalinu 1947. Afabróðir minn var að ráðast í byggingu íbúðarhúss svo heimilisfólkið gæti flutt úr gömlum torfbæ. Sækja þurfti um leyfi til að flytja allt inn. Það efni sem fékkst var hrákatimbur, asbest til að klæða með að utan og annað eftir því.

Þetta hús var um margt heilsuspillandi og lélegt.  Flutt var úr því 1974 og það síðar gefið slökkviliðinu til æfingar.

Langar okkur aftur til þessa tíma. Þið sem viljið standa í lappirnar eins og það er kallað. Vitið þið hvernig var að búa á Íslandi þá.

Fátæktin er föl hverjum sem er, en velsældin er því miður vandfundið djásn, sem okkur hefur tekist að höndla.

Hendum velsældinni ekki út um gluggann fyrir  þjóðarstolt sem ég dreg þó í efa að margir skilji í hverju er fólgið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband