5.1.2010 | 23:01
Íþróttamaður ársins 2009
Ólafur Stefánsson fékk þetta sæmdar heiti annað árið í röð og er vel að því kominn. Til hamingju Ólafur. Við íbúar í Húnaþingi vestra getum vel við unað hvað varðar hlut okkar í hópi 10 efstu í þess árlaga vali íþróttafréttamanna. Þar skal fyrst nefna Margréti Helgu Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona sem hefur staðið sig feyki vel á árinu og er vaxandi í sínum greinum. Síðan er það Björgvin Páll Gústafsson handboltamaður og einn af Silfurdrengjunum okkar. Harðsnúinn markmaður sem enn er að bæta sig. Hann fæddist hér fyrir norðan og á ættir sínar að rekja hingað að miklu leiti. Til hamingju Margrét Helga og Björgvin Páll og til hamingju þið öll sem að þeim standa.
Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott mál með að heiðra Ólaf þó að ég sé rígmontinn yfir Vestur - Húnvetningunum.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 00:12
Við stöndum svo sannarlega við okkar og rúmlega það. Kveðja austur. Nú eru komnir 5.430 nöfn á Feisbook
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 00:51
Óli er krútt og býsna seigur undir tönn. Hann er helmassaður Reykvíkingur og ekkert sveitablóð í honum. Við Reykvíkingar erum fallegastir og bestir, það er bara þannig.
Guðmundur Pétursson, 6.1.2010 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.