Færsluflokkur: Dægurmál

Ný hugsun á silfurfati.

Mikið er gleðilegt að Paul Ramses skuli vera kominn heim til Íslands og fjölskylda hans sameinuð að nýju. Það er í raun afar furðulegt fyrirbæri á 21. öldinni að fólkið á jarðakringlunni geti ekki flutt óhindrað milli landa.

Hvað er svona varasamt við frjálst flæði fólks milli landa. Efnahagslegt misvægi segir einn, hernaðarlegt misvægi segi annar, trúarskoðanir segir sá þriðji, blöndun litarhátta segir sá fjórði og stjórnmálalegt misvægi segir sá fimmti. Svona má lengi telja upp ímyndaðar ástæður til að réttlæta inni eða útilokun heilla heimshluta.

Gömul hugsun hamlar svo víða framförum í heiminum og þar er enginn blettur undanskilinn. Við erum hvert og eitt að upplifa gamla hugsun í okkar nánasta umhverfi og ósýnilega og ímyndaða veggi af hennar völdum. Í hugum okkar hvers og eins eru slíkir veggir og heilu fangaklefarnir.

Handboltalandsliðið okkar færir okkur nýja hugsun á silfurfati í orðsins fyllstu merkingu. Þar eru miklir hugsuðir á ferð sem ekki láta deigan síga á hverju sem gengur. Sem trúa á sig sjálfa og segja "það sem einhver annar getur það get ég".

Eða eins og Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum sagði við mig 1966. "Svona átt þú að hugsa góða mín, það sem allir aðrir geta, það get ég líka". Hann vann í þessum sama anda og handboltalandsliðið að sjá fyrir sér sigurinn.

 


Skattar og skyldur

Mikið er það gott að Kaupfélag Skagfirðinga hefur efni á að borga einhverjum sæmileg laun. Kaupfélagsstjórinn þar telst vart til láglaunahóps eins og skattarnir hans sýna vel. Það er samt örugglega ekki hægt að kalla meginhluta starfsmanna KS til hálaunamanna, enda er Norðurland vestra þekkt sem láglaunasvæði um árabil. Störfin eru víst misdýrmæt og bilið verið stöðugt að breikka.


Ólafur F eins og forrituð brúða

Mikið fannst mér skringilegt  viðtalið við svokallaðan borgarstjóra Reykjavíkur í Kastljósinu nú í kvöld. Hann minnti helst á upptrekkta brúðu sem hafði þar að auki verið sett af stað á skökkum stað. Helga Seljan tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að fá beint svar við einni einustu spurningu. Það er vissulega mikið á sig lagt af hálfu Sjálfstæðismanna að halda völdum í borginni með þessum hætti. Vald er eitt og síðan er annað að kunna með það að fara. Það hefur mörgum brugðist bogalistin og mér sýnist að Ólafur F sé því miður í þeim hópi.


Árni og dómsmálin

Það er kannski vandi þeirra sjálfstæðismanna að Árni er kjarkmikill og fylginn sér. Í viðtalinu um daginn var hann afar hógvær í orðavali og vel undirbúinn. Hann veit býsna mikið um þennan málaflokk, vegna eigin reynslu af kerfinu og áralangrar þingsetu. Ég tel afar forvitnilegt að fylgjast með framhaldi þessa máls og hvaða tillögur hann muni flytja á Alþingi með haustinu. Það er þó nokkuð líkleg að málaþæfarnir í Sjálfstæðisflokknum muni vinna vinnuna sína af kostgæfni til að verja sinn dygga dómsmálaráðherra.


Og hvað með það ??????????

Flokkun fólks er mikið til umræðu í samfélaginu þessa dagana. Hvað er við hæfi ? hefur þessi rétt á að segja skoðanir sínar ? má þessi gera þetta en ekki hinir ? o.s.frv.

Það er með ólíkindum að heyra í Agnesi Bragadóttir blaðamanni þegar hún er að tala um Árna Johnsen. Hún er sennilega að vísa í ummæli hans um lögreglu og dómskerfið í landinu. Ég var svo heppin að sá viðtalið við Árna um þessi mál og ég hreyfst af því hvernig hann nálgaðist þessi mál á hófværan og yfirvegaðan hátt. Fréttamaður reyndi ítrekað að koma dómsmáli Árna sjálfs inní umræðuna, en Árni ítrekaði það hvað eftir annað að hann væri ekki að ræða það, þó hann vísaði til þessa að hann þekkti dóms og lögreglukerfin af eigin raun. Árni á þakkir skyldar fyrir að hreyfa þessum málum, en Agnes hefur sett niður í mínum huga.

Árni gagnrýnir kerfi sem hann þekkir og hvað með það ??

Forsetinn okkar tók vel á móti vinkonu konu sinnar, borðaði með henni, bauð henni gistingu og svo fóru forsetahjónin með henni til Bandaríkjanna.  Jóni Magnússyni þingmanni Frjálslyndra fannst þetta allt hinn mesti skandall af því vinkonan var með dóm vegna einhverra viðskipta í Bandaríkjunum.

Vinkonan er frá útlöndum og braut þar lög um innherjaviðskipti og hvað með það ??

Svona dæmi eru að koma inn í umræðuna á hverjum degi.


Umhverfisvernd

Mikið er rætt og ritað um umhverfið og verndun þess og er það vel. En eins og alltaf þegar nýir málaflokkar koma til sögunar, þá er farið yfir strikið og öfgarnar skjóta upp kollinum. Virkjanir fallvatna og jarðgufu eru afar umhverfisvænar aðgerðir og þykir kunnátta okkar íslendinga á því sviði mikilvæg útflutningsgrein. Það þykir alveg sjálfsagt að virkja sem mest á þennan hátt í útlöndum. En þegar talað er um frekari virkjanir hér heima þá fer allt á annan endann. Það má virkja alls staðar, nema ekki í næsta nágrenni við MIG.  Þegar verið er að raska landi í MÍNU NÁGRENNI, þá fer ÉG af stað og mótmæli. Við verðum endilega að hafa þann þroska að geta séð af nokkrum þúfum úr eigin túnfæti til að hjálpa heiminum að minnka mengun.


Bandalag þjóða við Miðjarðarhaf ?

Mér fannst virkilega áhugavert að heyra um framtak Frakklandsforseta þar sem hann er að fá þjóðir við Miðjarðarhafið til að vinna saman á grundvelli viðskipta og annarra daglegra  athafna venjulegs fólk. Það var kominn tími til að farið væri að tala um eitthvað annað en kjarnorkuvopn, hernaðarátök og annað slíkt á þeim vettvangi. Evrópusambandið var upphaflega stofnað sem friðsamleg vörn gegn frekari stríðsátökum milli Evrópulandanna. Þar hefur vel til tekist og æ fleiri þjóðir ganga til liðs við sambandið. Með því er líka verið að festa í sessi ýmsar reglur til verndar réttindum fólks á svæðinu. Að slík vinna kosti samningaumleitanir og mikil skoðanaskipti er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Þarna er verið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um mikilvæg mál og slíkt er ætíð mikil vinna. Lýðræðið er tímafrekt í framkvæmd en þeim tíma er vel varið. Við skulum endilega verða partur af þeirri lýðræðislegu þjóðasamsteypu sem allra fyrst.


Þakkir til Jónasar og Einars

Ég las með athygli grein þeirra Jónar Haralz og Einars Benediktssonar, Öryggi í hnattvæddum heimi, sem þeir rituðu í Morgunblaðið í gær, 5. júlí. Þegar þessir menn telja sig knúna til að hvetja stjórnvöld til að hefja nú þegar undirbúning að aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þá er ljóst að þeir telja málið MJÖG BRÝNT.  

Eftir hverju bíður ríkisstjórn Íslands, hvað á að ganga langt í að rústa efnahag þjóðarinnar, fyrirtækjanna, heimilanna áður en þetta skref verður stigið. Við getum ekki lengur liðið það að geðþótti fámennrar klíku ráði því hvernig spilað er með efnahag okkar íslendinga. Ég geri þá skýlausu kröfu að gengið verði nú þegar til viðræðna um aðild við Evrópusambandið. Það er brýn nauðsyn í öllu tilliti.


Geir að viðurkenna vandann með krónuna

Það er gott að Geir er að átta sig á því að við þurfum "kannski" annan gjaldmiðil. Hann fór reyndar vestur og stakk uppá dollar. Þó sú hugmynd sé ekki raunhæf þá er það gleði efni að það skuli vera að rofa til. Þetta er eins og með alkann, það tekur tíma að viðurkenna vandann og síðan að viðurkenna að eina leiðin til að taka á vandanum er að hætta að nota vímugjafa. Það getur svo tekið tíma að velja aðferðina. Er það að hætta á hnefanum, fara í nokkur viðtöl eða að taka heila meðferð. Byrgið er ekki lengur í boði en það má líka skoða Krossinn eða aðra trúarhópa. 

Það er stórt skref að stíga að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart vímugjöfum og líka að viðurkenna  að  örmynt gengur ekki í alþjóðlegu nútímahagkerfi. Að Geir skuli vera búinn að láta það álit sitt í ljós að krónan sé kannski of smá eru tímamót. Nú er bara að halda áfram og taka næsta skref og undirbúa aðildarumsókn að Evrópusambandinu.


Heldur þú þjóðina heimska Geir Haarde

Það er ósköp og skelfing að hlusta á forsetsráðherrann okkar halda því fram að við séum betur sett utan ESB í þessum efnahafsþrengingum sem nú dynja yfir heiminn. Og hann vitnar þar í verðbólguna sem við höfum búið til sjálf. Trúir hann þessu virkilega eða er hann bara svona hræddur við flokkseigandafélagið að hann lætur sig hafa það að segja þessa vitleysu til að þóknast klíkunni. Jón Baldvin sá skarpi og hugrakki maður fer yfir málið í góðri grein í Mogganum núna um helgina. Þar útskýrir hann á mannamáli hvernig hlutirnir eru í pottinn búnir. Hvers vegna verðtryggingardraugurinn er til staðar og hvað við mundum hagnast efnahagslega á að ganga inn í ESB. Sjálfstæðismenn minna mig á dauðveikan sjúkling sem neitar meðferð af einhverjum sjúklegum ótta eða kreddum og deyr frekar en þiggja hjálp. Var það ekki banamein hins heimsþekkta skáksnillings Bobby Fisher að óttast meðferðina meira en allt annað. Það er að sjálfsögðu val hvers og eins fyrir sig að neita meðferð, en að gera það í nafni heillar þjóðar er mikill ábyrgðarhluti. 

Ég skora eindregið á alla ráðamenn þjóðarinnar að taka höndum saman, sækja um aðild og leyfa þjóðinni að meta kostina og gallana fyrr enn seinna. Það eru margir í lífshættu núna vegna þvermóðsku ákveðinna stjórnmálamanna. Það hefur margur maðurinn tekið líf sitt í fjárhagskreppu og svo eru slíkar áhyggjur eru afar heilsuspillandi, það veit ég. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband